Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.04.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n Grunnskóli Grindavíkur hefur vakið athygli und-anfarin misseri fyrir gott starf. Árangur nemenda hefur farið vaxandi og almenn ánægja ríkt með skólastarfið. Í vetur hefur starfsfólk annara skóla, sérstak- lega kennarar og skólastjórn- endur, heimsótt skólann til þess að kynna sér starf og stefnu skól- ans. „Já, það er rétt, hingað hefur komið starfsfólk annarra skóla í heimsókn til þess að kynna sér hvað við erum að gera. Okkur hefur gengið vel að undanförnu og andinn í skólanum er góður. Á þessu skólaári höf um við unnið að því að tileinka okkur ákveðna hugmyndafræði, upp- byggingastefnuna, eða uppeldi til ábyrgðar. Þessi stefna miðar að því að efla sjálfsstjórn og sjálf- saga. Henni er ætlað að kenna nem end um að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum og leggja rækt við þau lífsgildi sem samfélagið hefur sett sér. Við teljum að nú þegar sé þessi vinna farin að skila sér í skóla- starf inu,“ sagði Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri. Foreldrafélag Grunnskólans mun mánudaginn 25. apríl kl. 20.00 standa fyrir kynningu á uppbyggingarstefnunni fyrir for- eldra. Þar mun Páll Ólafsson frá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar kynna þessa hugmyndafræði. Páll gerir þetta á mjög sérstakan og áhugaverðan hátt og eins og Grindvíkingum er von og vísa munu þeir eflaust fjölmenna til hlýða á þennan áhugaverða fyr- irlestur. „Uppeldi til ábyrgðar” í Grunnskóla Grindavíkur Handverkshúsið og galleríð Sjólist opn-aði á nýjum stað á fimmtudaginn var. Fjöldi gesta var viðstaddur til að sam- gleðjast eigendunum Lindu Oddsdóttur og Sigmari Eðvarðssyni. Sjólist var áður til húsa að Víkurbraut 1 en hefur nú flutt í ný húsakynni Hópsness ehf. á 2 hæð að Verbraut 3. Linda sagði í samtali við blaðið að stefnt væri að því að hafa handverkshúsið opið 2-3 daga í viku og getur listafólk þá komið og unnið í leir eða málað. “Við höfum hér mjög góða aðstöðu til að vinna með leir og salurinn er bjartur og rúmgóður. Miðað við viðtökur fólks lofar þetta góðu. Galleríið verður opið dag- lega hjá okkur til kl. 17 00 og hægt er að finna allar upplýsingar á heimasíðunni okkar, sjolist. is.”sagði Linda glöð í bragði. Í máli Eðvards Júlíussonar eiganda Hópsness ehf. kom fram að í fyrstu hafi einungis staðið til að lagfæra leka á þaki húsnæðisins en það hafi undið upp á sig og raunin orðið önnur. Komin væri fyrsta flokks sýningarsalur og aðstaða sem býður upp á mikla möguleika og gott útsýni væri til sjávar og sveita. Það er ekki ónýtt þegar menn laga þakleka með þessum hætti. Flest ir Grind vík ing ar gera lítið annað en að snúa sér í hringi og klóra sér í hausnum þegar þeir fara í inn kaupa ferð í Sam kaup þessa dagana vegna breytinga sem þar standa yfir. Eins og greint hefur verið frá hér í Vík- urfréttum mun Samkaup hf. opna Nettó verslun í Grindavík og hafa stórfelldar breytingar átt sér stað undanfarna daga í versluninni. Samkaup hefur verið eina mat- vörverslun Grindvíkinga til margra ára og geta sumir við- skiptavinir gengið nánast blind- andi um verslunina. Starfsfólkið hefur haft í nógu að snúast við að liðsinna fólki sem ekki hefur fundið þær vörur sem það leitar að. Sólveig Óladóttir verslun- arstjóri sagði að viðskiptavinir verslunarinnar tækju þessum breytingum af mestu rósemd og að sjálfsögðu væru allir ánægðir með að vöruverð muni lækka. Sólveig sagði að viðskiptavinir væru ánægðir með að verslunin skuli aðeins loka í tvo daga og bæði starfsfólk og viðskiptavinir hlakka mikið til þegar Nettó opnar á föstudaginn. Grindvíkingar í vandræðum með að finna vörurnar sínar Sjólist opnar að nýju Sjóðheitt Tímarit Víkurfrétta fæst á næsta blaðsölustað tvf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.