Víkurfréttir - 12.05.2005, Síða 1
�����������������������������������������������������������
���������������������
��������
Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1
Composite
C M Y CM MY CY CMY K
19. tölublað •
26. árgangur
Fimmtudaguri
nn 12. maí 200
5
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum
AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222
Fimm Suðurnesjastúlkur eru þessa dagana að búa sig undir þátttöku í Fegurðarsam-keppni Íslands sem fer fram á Broadway
þann 20. þessa mánaðar.
Þær Petrúnella Skúladóttir, Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, Harpa Gunnarsdóttir, Thelma Rut Tryggva-
dóttir og Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir voru
staddar í Bláa Lóninu fyrir fáeinum dögum ásamt
öðrum keppendum þar sem verið var að taka upp
kynningarefni fyrir fyrir keppnina.
Myndatökumenn Skjás Eins, sem sýnir beint frá
keppninni, voru að taka upp auglýsingaskeið fyrir
útivistarmerkið Cintamani og er óhætt að segja
að stúlkurnar hafi tekið sig vel út í fatnaðinum,
enda fallegustu fljóð landsins þar samankomin.
Eftir myndatökur brá hópurinn sér svo í Lónið þar
sem dekrað var við þær og fengu allar súlkurnar
nudd, sem var vel þegið. Fleiri myndir frá þessum
fegurðardegi í Bláa lóninu eru á vef Víkurfrétta,
www.vf.is
Okkar fulltrúar í Fegurðar-
samkeppni Íslands 2005
Heiðarselsbörnin á Grjóteyri
Börnin á Heiðarseli fóru í sveitaferð að bænum Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós um helg-ina. Farið var með tveimur rútum og á einka-
bílum og áttu börnin glaðan dag í fjósinu og hlöð-
unni þar sem þau máttu strjúka dýrunum og halda
á þeim minnstu. Eftir að hafa klappað beljunum á
kollinn var hægt að fá að halda á lömbum og gefa
kálfunum pela. Þá voru þarna fjölmörg önnur dýr.
Myndagallerý úr sveitaferð Heiðarsels má finna á vef
Víkurfrétta, www.vf.is
Bergásballið víðfræga fór fram í Stapa um síðustu helgi og var
mætingin að venju framúr-
skarandi. Dansgólf ið var
þéttskipað og Stapinn und-
irlagður af hressu og kátu
fólki sem skemmti sér hið
besta. Ljósmyndari Víkur-
frétta lét sig ekki vanta en
óhætt er að segja að Bergás-
ballið hafi farið vel fram.
Myndir frá Bergásballinu
eru á vf.is
Bergásmyndir
á www.vf.is