Víkurfréttir - 12.05.2005, Side 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Grindvíska
fréttasíðan
U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n
Leikskólabörn af leikskólanum Laut í Grindavík tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í síðustu viku.
Gamli leikskólinn er orðinn full lítill til að þjóna
sínu hlutverki og hefur því verið ákveðið að reisa
glænýjan skóla handan Dalbrautar og þangað
verður rekstur Lautar fluttur.
Nýi leikskólinn verður um 650 m2 að flatarmáli
og gera áætlanir ráð fyrir því að hann taki til starfa
í marsmánuði á næsta ári.
Á fjölsóttum aðalfundi Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík,
Björgunarbátarsjóðs Grinda-
vík ur og Ung linga deild ar-
innar Hafbjargar kom fram
að rekstur sveitanna var með
besta móti á síðasta ári.
Meðlimum fjölgaði töluvert
jafnt í Þorbirni og Hafbjörgu
og fjölgaði útköllum björgunar-
sveitarinnar á milli ára. Á árinu
2004 fékk sveitin 45 útköll og
beiðnir um aðstoð, 21 á sjó, 21
á landi og 3 voru bæði á sjó og
á landi.
Það sem bar hæst á árinu var
björgun Skipverja á Sigurvin
GK 61 sem hvolfdi í innsigling-
unni í Grindavíkurhöfn í janúar.
Voru þrír félagar sveitarinnar
heiðraðir á margvíslegan hátt og
fengu m.a. Heiðursorðu íslenska
lýðveldisins.
Daníel Gestur Tryggvason, frá-
farandi formaður Þorbjarnar,
sagði í erindi sínu að ekki mætti
slaka á í búnaðarkaupum og
þjálfunarmálum auk þess sem
endurnýjun á bílakosti sveitar-
innar sé nauðsynleg.
Daníel lét af störfum sem for-
maður sveitarinnar, en Bogi
Adólfsson var kjörinn í hans
stað.
Tónlistarskóli Grindavíkur bauð bæjarbúum upp á tónleika á laugardaginn og mátti hlýða þar á nemendur sýna snilli sína í hljóðfæraleik og söng. Barnakór Tónlistarskólans
opnaði dagskrána með því að syngja 2 lög og var þeim vel fagnað.
Í kjölfarið kom svo hvert tónlistaratriðið á eftir öðru og voru
hljóðfæraleikararnir á öllum aldri. Fengu gestir að heyra ýmist
einleik eða samleik og vöktu yngstu nemendurnir ávalt mikla
hrifningu. Það heyrðist greinilega að nemendur Tónlistarskólans
hafa stundað nám sitt af kappi og áhuga í vetur og ekki ólíklegt
að í þessum hópi leynist framtíðarstjarna Grindavíkur á tónlistar-
sviðinu.
8 Leikskólinn Laut í Grindavík:
Tóku fyrstu skóflustungu
að nýjum leikskóla
Krakkarnir létu sitt ekki eftir liggja og tóku fyrstu skóflustunguna að nýja leikskólanum.
8 Tónlistarskóli Grindavíkur:
8 Aðalfundur björgunarsveita í Grindavík:
Vortónleikar í
Grindavíkurkirkju
Meðlimum fjölgar