Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.05.2005, Síða 20

Víkurfréttir - 12.05.2005, Síða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Landsbanki Íslands bauð til móttöku í útibúi sínu að Hafnargötu 57 í Kefla- vík nú síðdegis en húsnæðið þar er nú orðið hið glæsilegasta eftir gagngera endurnýjun. Af því tilefni undirritaði Lands- bank inn og Þroska hjálp á Suðurnesjum samkomulag um stofn un Styrkt ar sjóðs Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Sjóðurinn er stofnaður fyrir tilstuðlan Landsbankans sem varðveitir sjóðinn og skipar formann sjóðsstjórnar. Útibú bankans á Suðurnesjum leggja sjóðnum til alls kr 3.000.000 sem greið ast út á næstu 4 árum. Björgólfur Guðmunds- son, for mað ur banka ráðs Lands bank ans og Frið geir Magni Baldursson útibússtjóri í Keflavík undirrituðu samn- inginn fyrir hönd bankans og Theódór Guðbergsson og Hall- dór Leví Björnsson fyrir hönd Þroskahjálpar. Endurbætur í samræmi við breyttar þarfir Allar endurbætur á útibúi Landsbankans í Keflavík eru í samræmi við breyttar þjónustu- þarfir viðskiptavina bankans. Starfsstöðvar þjónustufulltrúa hafa verið bættar. Sett hefur verið upp nýtt fundarherbergi, búið fullkomnum búnaði til slíkrar aðstöðu og vélbúnaður útibúsins hefur verið endurnýj- aður. Settur hefur verið upp flatur veggskjár sem ætlaður er til að miðla upplýsingaefni til viðskiptavina og á næstunni verður sett upp í afgreiðslusal nettengd tölva til frjálsra afnota fyrir viðskiptavini bankans, en slíkt auðveldar mjög viðskipti í Einkabanka Landsbankans án biðraða og kostnaðar. Þjónustan hef ur ver ið efld verulega og aðlöguð að nútíma- bankastarfsemi. Þjónustufull- trúum hefur verið fjölgað og söluráðgjafi hefur fasta starf- sstöð í útibúinu. Auk fyrirtækja- sérfræðings þá hefur verið ráð- inn einstaklingssérfræðingur í fullt starf sem mun sinna mark- aðsmálum og ráðgjöf hvers kyns vegna einstaklingsviðskipta. Áhersla er lögð á vandaða en um leið skilvirka þjónustu, þar sem þarfir viðskiptamannsins eru í fyrirrúmi. Landsbankinn lítur á bankaviðskipti sem lang- tímasamband sem þarf að rækta vel í gagnkvæmu trausti. Breyt- ingarnar í útibúinu hafa tekist vel í alla staði og útibúið er skipað afar hæfu starfsfólki sem verður ávallt grunnurinn að góðu bankaútibúi. Stöðugildum útibúsins hefur fjölgað um 4 og er þá meðtalin afgreiðslan í Gömlu flugstöð. Þá er ótalin afgreiðsla útibúsins í Sandgerði með tæp 3 stöðugildi, en einnig þar verður fjölgun á næstunni. Svo gagnger breyting og end- urnýjun á raunar allri innri starfsemi útibúsins skilar sér fljótt og örugglega. Þetta birtist m.a. í aukinni starfsánægju og fleiri mælanlegum stærðum úr rekstri. Þannig hafa t.d. útlán aukist á annan milljarð króna frá áramótum svo eitthvað sé nefnt, en útlán útibúsins í Kefla- vík eru í dag all nokkuð hærri en innlán. Þessu var öfugt farið um síðustu áramót. Meðbyr á Suðurnesjum Útibú Landsbankans í Keflavík finnur mikinn og góðan meðbyr hér á Suðurnesjum og raunar alls staðar þar sem útibúið á viðskipti sem nær langt út fyrir svæðið í mörgum tilvikum. Útibúið er mjög vel í stakk búið að þjóna bæði einstaklingum og fyrirtækjum, stórum sem smáum. Útibúið hef ur um árabil átt farsæl viðskipti við nokkra stóra og öfluga rekstr- araðila en eðlilega speglast við- skiptamannahópurinn í takti við umhverfi sitt. Með öflugum fyrirtækjaviðskiptum útibúsins hafa viðskipti við nokkur milli- stór fyrirtæki eflst að undan- förnu og ný verið að bætast við enda útibúið vel í stakk búið til slíkra viðskipta. Landsbankinn vill færa iðn- aðarmönnum en þó ekki síst við skipta mönn um þakk ir fyrir þolinmæðina og skilning- innn meðan á breytingunum stóð, án þess að nokkuð væri slakað á starfseminni á sama tíma. Það tók stundum á sig sérstakar myndir en blessaðist með góðum vilja allra er málið snerti. Í tilefni þessara tímamóta var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli Landsbanka Íslands hf, útibúanna á Suðurnesjum, og Þroskahjálpar á Suðurnesjum um stofn un Styrkt ar sjóðs Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Útibússtjóri Landsbankans í Keflavík er Friðgeir Magni Bald- ursson. 8 Landsbankinn bauð til veislu í útibúinu í Keflavík:stuttar F R É T T I R Landsbankinn og Þroskahjálp á Suðurnesjum stofna styrktarsjóð Nú er búið að reisa útsýnishús við tjörn-ina í Sandgerði sem er hugsað fyrir fólk sem hefur áhuga á að virða fyrir sér fuglalífið við tjörnina í ró og næði. Húsið hefur ekki verið formlega opnað en þar verður komið fyrir myndum af fuglum sem halda til á tjörninni og upplýsingum um fuglana. Að sögn Reynis Sveinssonar, forstöðumanns Fræðaset- ursins í Sandgerði er húsið og göngustígur að því byggt fyrir styrk til Fræðasetursins og með stuðningi Sandgerð- isbæjar. Fuglaskoð- unarhús við Sandgerðis- tjörnina Fuglaskoðunarhúsið við tjörn- ina í Sandgerði verður opnað von bráðar og þá verður hægt að skoða fuglalífið þaðan og fræðast um fuglana. Þriðja árið í röð verður sett upp handverks-sýning í íþróttahús- inu í Keflavík, helgina 21.- 22. maí en um 2000 manns sóttu sýn ing una í fyrra. Kjörið tækifæri til að setja upp borð og bjóða verk sín til sölu. Enn eru nokkur borð á sýn- ingunni laus og þeir sem vilja taka þátt geta hringt í síma 8608585 eða skráð sig með með að senda tölvupóst á net- fangið handverk@reykjaens- baer.is. Sýna handverk í Keflavík Björgólfur Guðmundsson (t.h.), formaður bankaráðs Landsbank- ans og Friðgeir Magni Baldursson útibússtjóri í Keflavík . Ungir tónlistarmenn léku nokkur lög fyrir gesti í hófi Landsbankans sl. föstudag. Fjölmennt var í hófi bankans. Landsbankinn og Þroskahjálp á Suðurnesjum gerðu tímamóta samkomulag um styrktarsjóð.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.