Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.05.2005, Side 24

Víkurfréttir - 12.05.2005, Side 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! At or ku sömu hjón in Anna Lea og Brói fara bráðlega af stað með staf göngu nám skeið. Nám- skeiðið sjálft hefst þriðjudag- inn 17. maí og er um sex kvölda nám skeið að ræða sem fer fram á hálfum mánuði. Kennt verður á mánudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum. Mæting er kl. 18:30 í stúkuna við knattspyrnuvöllinn í Kefla- vík. Skráning á námskeiðið fer fram í síma: 421 4315, 899 8020, 891 8099 eða í tölvupósti: lea@fss.is Staf ganga er ganga þar sem gengið er með sérhannaða stafi og hentar flestum sem geta gengið. Stafgöngu er hægt að stunda hvar sem er og hvenær sem er óháð veðri, aldri, kyni eða líkamlegu ástandi. Söguleg þróun stafgöngunnar Árið 1997 var farið að markaðs- setja stafgöngu fyrir almenning í Finnlandi. Áður höfðu skíða- göngumenn í Finnlandi notað stafgöngu á sumrin til þess að halda líkamanum í formi. Svíð- jóð, Noregur, Sviss, Austurríki og Þýskaland ásamt Íslandi eru þjóðir sem hafa fyrstar allra tileinkað sér þessa íþrótt. Nú er talið að um að ein milljón manna í heiminum stundi staf- göngu a.m.k. einu sinni í viku. Hér á Íslandi hóf tilraunahópur Kvennahlaups ÍSÍ stafgöngu í júní 2003 og vakti verðskuldaða athygli á göngu sinni. Í framhald- inu hefur ÍSÍ staðið að menntun stafgönguleiðbeinenda sem eru í því að kynna stafgönguna og halda námskeið fyrir almenning. Nýlega gaf ÍSÍ út fræðslubæk- linginn, Stafganga góð leið til heilsubótar og er hann ókeypis og verður öllum aðgengilegur. Áhrif Stafgöngu á líkamann Í stafgöngu brennum við 20% meira en í venjulegri göngu- þjálfun. Hjartsláttur per/slag á mínútu hækkar og við aukum loftháðaþjálfun og vöðvaþol. Við styrkjum vöðva í efri búk 40% meira en í venjulegri göngu og drögum úr spennu og vöðva- bólgu í hálsi og herðum. Staf- gangan eykur liðleika og eykur jafnvægi. Bætir skap og andlega heilsu, dregur úr þunglyndi og þreytu. Stafganga er góð leið í endurhæfingu eftir meiðsli eða sjúkdóma í samráði við fagaðila. Sport Stafgöngunámskeið Önnu Leu og Bróa 8 Allir út að ganga: Nína Ósk Kristinsdóttir, knattspyrnukona frá Sand gerði fór ham- förum er Íslandsmeistararnir Valsstúlkur unnu sögulegan stórsigur á bikarmeisturum ÍBV, 10-0 í Meistarakeppni KSÍ á þriðjudag. Nína, sem hefur fest sig í sessi sem einn skæðasti framherji landsins, skoraði 4 mörk í yf- irhalningunni, öll í síðari hálf- leik, og er ljóst að hún er í góðu formi fyrir leiktíðina í úrvals- deild, sem og stöllur hennar í hinu geysisterka Valsliði. Valsstúlkur tryggðu sér á dög- unum Deildarbikarmeistaratitil- inn með 6-1 sigri á KR, en þar skoraði Nína 3 mörk. Samkvæmt spá sem sett var fram á kynningar-f u n d i K S Í í v i k u n n i munu Grindvíkingar falla úr Landsbankadeildinni í sumar. Var Grindvíkingum spáð tí- unda og jafnframt síðasta sæti í deildinni. Spáin er sett fram af fyrirliðum og forráðamönnum félaga í efstu deild knattspyrn- unnar á Íslandi. FH-ingar verja Íslandsmeistara- titil sinn í ár samkvæmt spánni og það gera sömuleiðis Vals- stúlkur. Kvennaliði Keflavíkur er spáð fimmta sæti deildarinnar en karlaliðinu er spáð því sjötta. Píluliðið Hamrar frá Reykjanesbæ tryggðu sér Íslandsmeistaratitil- inn í liðakeppni með því að leggja Pílukastfélag Grindavíkur, 7-4, í hreinum úrslitaleik á þriðjudagskvöld. Liðin höfðu fyrir það unnið sitt hvorn leikinn, en Hamrarnir voru sterkari í úrslitaleiknum. Hamrar eru þeir Ævar Már, Jón Ingi, Magnús, Jóhann Bjarki, Örn Benedikt, Óli og Anton Bogason, liðsstjóri. Íslandsmeistarar í pílukasti Herrakvöld UMFN á morgun Herrakvöld körfu-knattleiksdeildar U M F N v e r ð u r haldið í Stapa á morgun, föstu dag. Fjör ið verð ur með hefð bundnu sniði þar sem boðið verður upp á glæsilegt steikarveislu- borð í umsjón Haraldar Helgasonar. Þá mun fund- arstjóri kynna ræðumann kvöldins til leiks og að því loknu verður gestum frjálst að stíga í pontu og láta ljós sitt skína. Þá verður boðið upp á fjöl- breytt skemmtiatriði auk þess sem uppboð og happ- drætti verður haldið þar sem ýmsir munir eru í boði. Áhugasamir eru beðnir um að tryggja sér miða sem fyrst því búist er við fjölmenni. Aðgangseyrir er aðeins 3500 kr. Miðapantanir eru í síma eft ir kl. 17 hjá Haf steini í 421-5421 (691-7337), Valþóri í 421-6058 (697- 9797), Halldóru í 421-6058 (696-5520), Kristjáni í 421- 1506 (893-4096) og Árna Brynjólfi í síma 421-7223 (862-0364). Nína Ósk með stórleik í stórsigri Grindvíkingar falla samkvæmt spánni 8 Landsbankadeildin í knattspyrnu Barna- og unglinga-ráð körfuknattleiks-deildar Keflavíkur heldur sína árlegu uppskeru- hátíð í Heiðarskóla sunnu- daginn 22. maí. Þar verða afhentar viður- kenningar fyrir afrek vetrar- ins auk þes sem boðið verður upp á skemmtiatriði. Dagskráin verður auglýst nánar síðar. Júdófólk úr Vogum fór al-deilis ekki tómhent heim frá Norðurlandamótinu sem var haldið í Laugardals- höll um síð ustu helgi. Þau Katrín Ösp Magn ús dótt ir og Guðmundur Gunnarsson unnu bæði til bronsverðlauna í sínum flokkum, Katrín í -63 kg flokki og Guðmundur í þunga- vikt. Veturinn hjá Þrótturum hefur verið gjöfull og gefur góð fyrirheit fyrir næstu vertíð. Tvö brons í Voga á Norður- landamóti Uppskeru- hátíð hjá Keflavíkur- krökkum Katrín Ösp leggur andstæðing sinn á glæsilegu Ipponi.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.