Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður fimmtudaginn 2. júní 2005 kl. 19.00. Hlaupið verður frá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Hægt verður að velja á milli tveggja vega- lengda þ.e. 3,5 km. og 7,0 km. Upphitun verður á vegum Perlunnar kl. 18.45 á planinu við Holtaskóla. Skráning er í Perlunni frá 23. maí og við Sund- miðstöðina 2. júní frá kl. 17.00. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri, en 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn í verði. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í báðum vega- lengdum. Allir sem ljúka hlaup- inu fá viðurkenningarpening, taka þátt í happdrætti og fá frítt í sund á eftir í Sundmiðstöð- inni. Íslandsbanki er styrktar- aðili heilsuhlaupsins og fleiri fyrirtæki hafa gefið góða happ- drættisvinninga. Suðurnesja- búar komið og verið með hvort sem er til að hlaupa, skokka eða ganga. Krabbameinsfélag Suðurnesja Mótel Best í Vog um hef ur stækk að við sig en áður fyrr voru 15 herbergi til leigu en nú eftir stækkunina eru herbergin 31. „Við gerðum þetta til að standa straum af mikilli aðsókn og einnig svo hægt sé að taka við hópum,“ sagði Guðmundur Franz Jónasson einn eigenda Mótel Best. Herbergin 16 sem byggð voru eru öll með sérbaði en stækkunin hafði einnig í för með sér stækkun á morgun- verðarsalnum sem er nú rúmir 100 fermetrar. Mótel Best hóf starfsemi sína árið 2001 og hefur aðsóknin, að sögn Guðmundar, aukist jafnt og þétt síðan þá. „Þetta er aðallega erlent fólk sem gistir hjá okkur en það er fólk sem er að koma úr flugi eða er að fara í flug,“ sagði Guðmundur og bætti því við að sá hópur væri uppistaðan í hópi þeirra við- skiptavina. „Við för um þá leið að við setjum okkur í spor ferðamanns- ins og gerum þetta mannlegt, herbergin eru mjög rúmgóð og í raun og veru eins og gott hótel- herbergi,“ sagði Guðmundur en hann segir ferðamanninn sem kemur til Íslands mun afslapp- aðri en Íslendingar sem ferðast til útlanda. „Til okkar kemur fólk í morgunmat og nýtur þess að vera til og það er ekkert stress á þeim, við Íslendingar erum alltaf að drífa okkur svo mikið. Þeir sem til okkar koma gefa sér tíma í að fá sér góðan morg- unmat því það er mikilvægur partur af fríinu hjá þeim.“ Mótel Best stækkar við sig Heilsuhlaupið í næstu viku Vegna þess að eigandi núverandi húsnæðis Ótrúlegu búðarinnar í Keflavík ætlar að nýta húsnæðið. Sjálf leitum við að 75 -85m2 framtíðarhúsnæði fyrir Ótrúlegu búðina við Hafnargötuna í Keflavík. �������������� ������������������ ������������������� ������������������������ ������������� ������������������������ ����������������� ������������������ ��������������������� ���������������������������������������������� ���������������� �������� ����� ����� ����� �������������������������� ������������������������� ����������������������������������� �������� �������������� ������������������������������� ���������������������������������������������� �����������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.