Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport8vf.is Margrét Engilberts, sími 421 0004, margret@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og vikurfrettir.is Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is 8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 8 Kallinn á kassanum Vatns leysu strand ar-hrepp ur var rek inn m e ð 3 7 , 7 m i l l j ó n a króna hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi hreppsins fyrir árið 2004 sem var afgreiddur í hrepps- nefnd á dögunum. Er um að ræða nokkurn bata frá síðasta ári. Veltufjárhlutfallið var 2,57 en var árið 2003 1,15. Eigiðfjár- hlutfallið hækkar úr 30,29% í 34,53% milli ára. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru 625 þúsund og lækka milli ára um 45 þúsund á íbúa. Rekstur málaflokka án vaxta og afskrifta voru 93% en var 94% árið 2003. Ársreikninginn í heild sinni er að finna á Vogar.is. Þá voru auglýstar til umsóknar fjórar einbýlishúsalóðir við Lyngdal. Lóðirnar eru staðsettar í nýju hverfi sunnan megin í Vogum. Á heimasíðu hreppsins segir að umsækjendur skuli sækja um lóð við götuna án þess að til- greina sérstaklega lóðanúmer. Allir umsækjendur sem stand- ast almennar reglur um úthlut- anir lóða í hverfinu geta sótt um, þó þannig að ekki er krafist greiðslumats fyrr en úthlutun hef ur far ið fram. Um sækj- endum verður úthlutað númeri sem skipar þeim í forgangsröð við val á lóðum við götuna. Dregið verður úr úthlutuðum númerum á skrifstofu Sýslu- mannsins í Keflavík. Frestur til að skila inn um- sóknum er til 30. maí 2005 og mun hreppsnefnd taka umsókn- irnar fyrir á fundi 7. júní 2005. Gert er ráð fyrir að frágangi göt- unnar verði lokið 15. ágúst 2005 og að framkvæmdir á lóðunum geti þá hafist. Árgangur 1961 frá Sand-gerði hélt upp á 30 ára fermingaraf mæli sitt þann 7. maí síðastliðinn. Séra Guðmundur Guðmundsson, heitinn, þáverandi prestur að Útskálum í Garði fermdi hóp- inn. Árgangur 1961 lét ekki sitt eftir liggja og gáfu Grunn- skólanum í Sandgerði veglega gjöf til minningar um Matth- ías Hannesson sem drukknaði fyrir nokkrum árum. Matthías var fæddur árið 1961 en ferm- ingarsystkini hans gáfu Grunn- skólanum í Sandgerði ritþjálfa í hans nafni. Hópurinn fór um víðan völl og m.a. skoðuðu þau nýja og end- urbætta samkomuhúsið í Sand- gerði og kertagerðina Jöklaljós. Einnig var farið í „Gamla Sand- gerði“ þar sem fermingarafmæl- isbörnin gæddu sér á snúð og kókómjólk eins og þá var siður og er reyndar enn. Um kvöldið voru svo dýrindis kræsingar boðnar fram á Vitanum af Stef- áni, verti Vitans. Einhver hluti af hópnum skellti sér svo á Bergás- ballið í Stapa til að rifja þar enn fremur upp gömlu dagana og dansana. Hagnaður á rekstri Vatnsleysustrandarhrepps Gáfu ritþjálfa í minningu Matthíasar F R A M L E I Ð E N D U R MJÓLKURVARA eru tvöfaldir í roðinu. Á sama tíma og þeir eru sverð og skjöldur íslenskrar tungu þá bera framleiðsluvörur nöfn sem hafa ekkert með ís- lenska tungu að gera. Nýjasta varan heitir Smoothie og er skyr- drykkur sem framleiddur er af Norðurmjólk. Íslensk málnefnd hefur gert athugasemdir við notkun fyrirtækisins á nafninu en framkvæmdastjóri Norður- mjólkur sagði í Ríkisútvarpinu um helgina að markmiðið sé að ná til ungs fólks og ekki standi til að breyta nafninu. Kallinum finnst dapurlegt að ekki sé hægt að höfða til ungra Íslendinga öðruvísi en að nota enskt heiti á hið alíslenska og einstaka skyr. ÁLVER Í HELGUVÍK fór eitt- hvað öfugt ofan í iðnaðarráð- herra og nú er tekist á um það hvort ráðherra hafi óskað Suð- urnesjamönnum til hamingju með viljayfirlýsinguna eða ekki. Það kom berlega í ljós þegar Kall- inn hlustaði á Ríkisútvarpið um helgina að Suðurnes eru vænleg- asti kosturinn þegar kemur að byggingarstað fyrir álver. Kallinn leyfir sér að vitna orðrétt í frétt RÚV: „Ef álver rís á Húsavík er óhjákvæmilegt að göng verði boruð undir Vaðlaheiði.“ Þetta segir Andri Teitsson, kaupfélags- stjóri KEA. Hann telur einsýnt að miklar samgöngubætur fylgi stóriðjuumsvifum á Norður- landi. Í bréfi Alcoa til íslenskra stjórn valda er sér stak lega talað um Húsavík sem mögu- lega staðsetningu fyrir álver en ekki minnst á Eyjafjörð. KEA er aðili að félagi sem berst fyrir göngum undir Vaðlaheiði og Andri Teitsson kaupfélagsstjóri KEA telur, að ef Húsavík verður fy r ir va l inu muni það kalla óhjákvæmilega á miklar sam- göngu bæt ur. Við blasi að þá þurfi að grafa g ö n g u n d i r Va ð l a h e i ð i en ef ál ver ið risi í Eyjafirði væri ekki jafn að- kallandi að gera gat undir Vaðla- heiði”. SAMKVÆMT ÞESSU þá þarf að ráðast í milljarða samgöngu- bætur með því að bora göng í fjöll sé álverið staðsett á Húsa- vík, sem virðist vera vænlegasti kosturinn nyrðra. Gatið er ekki eins aðkallandi sé álverið stað- sett í Eyjafirði. Einu götin sem þarf að bora á Suðurnesjum eru hins vegar eftir jarðhita á Reykjanesi. Þar er nú horft til djúpborana en þær holur gætu gefið af sér ótrúlega orku og eru af stærðargráðu sem ekki hefur þekkst áður. Kallinn segir því að menn eigi að hætta öllu álversbrölti fyrir norðan og huga frekar að því að setja upp næstu álbræðslu í Helguvík. Þar er stutt í orku og á svæðinu er mannafli og fólk með þekkingu á þessu sviði. Það er frekar kapp- hlaupið á milli Helguvíkur og Straumsvíkur sem Suðurnesja- menn ættu að fylgjast með. Frek- ari rannsóknir eiga eftir að fara fram á Reykjanesi sem eiga að leiða í ljós hversu mikla orku er hægt að beisla þar í raun og veru. kallinn@vf.is Milljarða samgöngubætur á Norðurlandi samhliða álveri ������������������ ������������������������ ����������������������� ��������������������������� ��������������������������� ������������������ ������������������������� ���������� ��� ������������ ������������ ����������� ������������������� ����������������������������������������� ������������������������������������������������ ������������������������������������������������� ���������������������������������� ����������������� �������������������������������� ������������������������������� ���������������������������������������������������� ��������������������������������� ���������� ������������������������ ���� ��������������� ������� R eb ek ku st úk a nr . 1 1 S TEINUNN I.O.O .F. á Íslandi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.