Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 5
VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 26. MAÍ 2005 I 5 �������������������������� ��� ��������� ��������������������� Myndir/Oddgeir Karlsson Björgunarsveitin Sigur-von kom hollenska skip-inu Daphne til bjargar er það varð vél ar vana rétt utan við Garðskaga á sjötta tímanum á laugardagskvöld. Skipið var á leið frá Vestmanna- eyjum norður fyrir Reykjanes þegar drapst á vélunum og er talið að loft hafi komið inn á eldsneytisdæluna. Áhöfnin, sem telur fimm menn, var ekki í góðum málum þegar björgin loks barst, en þá voru innan við 2 mílur í land og strekkingsvindur af norðri. Slæmt var í sjóinn og rak bát- inn, sem er á milli 100-150 tonn að stærð, fyrir Garðsskaga og var hann svo dreginn í land í Sandgerðishöfn. Björgunarbát- urinn Siggi Guðjóns kom taug á skipið en Sæmundur GK tók svo við og dró Daphne á leiðar- enda. Hannes Þ. Hafstein, björg- unarskip Sigurvonar, var nýkom- inn úr slipp og ekki hæfur til fararinnar. Varðskipið Óðinn var kallað á staðinn en þegar að kom reynd- ist ekki þörf fyrir aðstoð, en Sæ- mundur réði fyllilega við verk- efnið. Þrátt fyrir öldugang gekk bæri- lega að komast til lands og lögðu skipin að höfn í Sand- gerði rétt fyrir kl 21. Eftir að lögregla og Tollgæsla höfðu lokið störf um sínum náðu Víkurfréttir tali af skip- stjóranum Toen Van Riel. Sagði hann að þeir væru á hringferð í kringum heiminn og hefðu lagt upp frá belgísku borginni Brugge ekki alls fyrir löngu. Eft ir við komu á Skotlandi, Orkneyjum og Færeyjum héldu þeir til Íslands og komu við í Vestmannaeyjum. Þaðan hugð- ust þeir sigla fyrir Reykjanes og koma við í Keflavík áður en haldið yrði til Reykjavíkur. Augljóslega setur þessi uppá- koma strik í reikninginn, en Van Riel sagði leiðina liggja til Græn- lands um leið og viðgerðum lyki. Heimshornaflakkarar vélarvana við Garðskaga Verkalýðs og sjómanna-félag Keflavíkur og ná-grennis og Ráðgjafar- stofa um fjármál heimilanna undirrituðu í gær 17. maí þjón- ustusamning. Samkvæmt samningnum munu ráðgjafar frá Ráðgjafarstof- unni fara árið 2005 á fyrirfram ákveðnum dögum til Keflavíkur og veita ráðgjöf. Þjónustan er ókeypis og mun VSFK sjá um að taka niður tímapantanir fyrir ráðgjafa sem mun verða til við- tals í Reykjanesbæ á fyrirfram ákveðnum dögum og veita ráð- gjöf á skrifstofu VSFK í Kefla- vík. Í tilkynningu frá VSFK segir að Suðurnesjamenn geti nálg- ast umsóknir og upplýsingar um stofuna á skrifstofu félags- ins að Hafnargötu 80 Keflavík. Bókanir eru hafnar í síma 421- 5777 í fyrsta viðtalstíma hjá ráð- gjafa sem verður miðvikudag- inn 8. júní n.k. Einnig munu starfsmenn Ráðgjafarstofu veita fræðslu til starfsmanna VSFK og annarra eftir nánara samkomu- lagi. Meginmarkmið samn- ingsins er að veita Suðurnesja- mönnum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum aukna end- urgjaldslausa þjónustu. Hlutverk Ráðgjafarstofu er eft- irfarandi: • Að veita einstaklingum og fjöl- skyldum í verulegum greiðslu- erfiðleikum og eru komin í þrot með fjármál sín aðstoð við að öðlast heildarsýn yfir fjármál sín og leita leiða til lausnar. • Að greina ástæður greiðslu- vanda einstaklinga og gera til- lögur til úrbóta. • Að stuðla að samstarfi þeirra sem vinna að málefnum þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum. • Að veita umsækjendum hjálp til sjálfshjálpar. • Að vinna að fræðslustarfi fyrir almenning um fjármál heimil- anna í því augnamiði að draga úr hættu á greiðsluerfiðleikum. Er um að ræða upphaf samstarfs til að auka þjónustu við þá sem eiga lögheimili á Suðurnesjum og eiga í greiðsluerfiðleikum. Standa vonir til að þetta verði Suðurnesjamönnum til heilla. VSFK í samstarf við Ráðgjafastofu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.