Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Metfjöldi útskrifast frá FS -95 nemendur ljúka námi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja Með skipulagningu og mikilli áhuga-semi er hægt að ná frábærum árangri,“ sagði Jóna Marín Ólafsdóttur, tví- tug Suðurnesjamær, sem sóp- aði að sér verðlaunum við út- skrift vorannar í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hún var efst á stúdentsprófinu með meðaleinkunnina 9,6. Víkurfréttir tóku hana að tali rétt fyrir útskriftarferðina hjá henni en hún ásamt öðrum nem end um fóru í gær til Mexíkó. Jóna Marín útskrifaðist ásamt 95 öðrum nemendum en þetta var stærsta útskrift skólans frá upphafi. Hún fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsár- angur í íslensku, þýsku, efna- fræði, eðl is fræði, líf fræði, jarðfræði og ensku. Ásamt því fékk hún verð laun frá Sparisjóðnum í Keflavík fyrir frábæran árangur í íslensku, tungumálum, raungreinum og stærðfræði. Blaðamaður Víkurfrétta vildi fyrst og fremst vita hvernig hún fór að þessu: „Skipulagn- ing er stór hluti af þessu og líka það að hafa metnað fyrir því sem maður er að gera,“ sagði Jóna Marín. „Ég hef átt mottó sem ég hef fylgt og það er að setja mér markmið og halda stefnunni þar til ég næ þeim. Síðan þarf maður nátt- úrulega að hafa áhuga fyrir þessu og vilja að standa sig vel,“ sagði Jóna Marín. Hún tekur það fram að hún sé ekki þessi týpa sem hangir bara heima og læri því hún stundar félagslíf á fullu og var t.a.m. varaformaður Nemenda- félagsins eftir áramót ásamt því að hafa verið í útskriftarfé- lagi skólans. En hvað ætlar Jóna Marín að gera í framhaldinu? „Ég ætla að taka mér frí í eitt ár og reyna að átta mig aðeins á hlutunum, hver veit nema ég fari erlendis. Hvað varðar námið þá hef ég mest pælt í læknisfræði, verkfræði eða lyfjafræði,“ sagði Jóna Marín. Sópaði að sér verðlaunum Skóla slit haust ann ar og brautskráning Fjöl-brautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 21. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 95 nemendur; 43 stúdentar, 5 meistarar, 12 iðnnemar, 9 sjúkraliðar og 5 af starfsbraut. Þá útskrifuðust 9 af starfsnáms- brautum, 17 af flugþjónustu- braut og tveir skiptinemar. Nokkr ir nem end ur braut- skráðust af tveimur eða fleiri námsbrautum. Konur voru 60 en karlar 35. Alls komu 68 úr Reykjanesbæ, 8 úr Grindavík, 5 komu úr Sandgerði, 4 úr Garði og og þrír úr Vogum. Nem- endur úr sveitarfélögum utan Suðurnesja voru sjö. Við athöfnina voru veittar við- urkenningar fyrir góðan náms- árangur. Jóna Marín Ólafsdóttir fékk gjöf frá Bókabúð Kefla- víkur fyrir góðan árangur í raun- greinum, frá Eddu-útgáfu fyrir góðan árangur í íslensku og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærð- fræði. Jóna Marín fékk einnig viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í líffræði og jarðfræði, eðlis- og efnafræði, ensku og þýsku. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson fékk viðurkenningar fyrir góðan ár- angur í raungreinum og mynd- list. Bjarki Már Elíasson fékk gjöf frá Efnafræðifélaginu fyrir ár- angur sinn í efnafræði og Ingi- björg Dröfn Halldórsdóttir fékk viðurkenningu frá IGS Flug- þjónustu fyrir góðan árangur á flugþjónustubraut. Þá fékk Brynja Hafsteinsdóttir gjöf frá skólanum fyrir árangur á sjúkra- liðabraut og Elín Kjartansdóttir fyrir árangur á flugþjónustu- braut. Hulda Oddsdóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur í bókfærslu, Sidi Zaki Ramad- han fyrir ensku, Þórdís Garðars- dóttir fyrir félagsfræði, Sigrún Lilja Jóhannesdóttir fyrir góðan árangur í tungumálum og Mar- inó Gunnarsson og Ólafía Braga- dóttir fyrir árangur í íþróttum. Nemendur á starfsbraut fengu viðurkenningar fyrir sinn ár- angur; Ásmundur Þórhallsson fyrir tölvugreinar, Árni Jakob Óskarsson fyrir íþróttir, Berglind Daníelsdóttir fyrir íslensku, Kon- ráð Ragnarsson fyrir stærðfræði og Þormar Helgi Ingimarsson fyrir myndlist. Þau Arnar Fells Gunnarsson, Atli Már Gylfason, Gústav Adolf Bergmann Sigur- björnsson, Hildur Gunnars- dóttir, Jóna Marín Ólafsdóttir, Runólfur Þór Sanders og Sigrún Lilja Jóhannesdóttir fengu öll viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skólans. Einnig fengu skiptinemarnir Mariam Elisa- beth Hill og Martino Larocchia gjöf frá skólanum til minningar um veru sína á Íslandi og í skól- anum. Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans við- urkenningar fyrir góðan námsár- angur og afhenti Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri þær fyrir hönd Sparisjóðsins. Að þessu sinni hlaut Jóna Marín Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún hlaut einnig viðurkenn- ingar fyrir árangur sinn í stærð- fræði og raungreinum, íslensku og tungumálum. Þórdís Garð- arsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í samfélags- greinum. Jóna fór heim klyfjuð af verðlaunum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis og Fjölbrautaskóli Suðurnesja eru að hefja átak þar sem hvetja á ófaglærða starfsmenn í iðnaði til að mennta sig í iðngrein. Forsaga verkefnisins er sú að MSS sótti um styrk árið 2004 til Starfsmenntaráðs til að fara af stað með hvatningarverkefni til hvetja þá sem eru ófag- lærðir og starfa í iðnaði til að hefja nám og sækja sér tilskilin réttindi. Lilja Samúelsdóttir, verkefnisstjóri hjá MSS, sagði í samtali við Víkurfréttir að þessa dagana stæði yfir kynning á verkefninu fyrir þá sem starfa í iðnaði. Skráningar eru þegar farnar að berast, en námið á að byrja í haust. „Átakið mun taka 3 annir, þ.e.a.s. frá ágúst 2005 - desember 2007. Þegar því tímabili er lokið er gert ráð fyrir að nemandinn geti nýtt sér Fjölbrauta- skólann til að ljúka náminu og öðlast réttindin,” sagði Lilja og bætti því við að fyrstu 3 annirnar verður einungis kennt eftir hefðbundin vinnu- tíma, þ.e.a.s. eftir kl.18. „Þegar þeim er lokið mun kennslutíminn hins vegar verða bundin því formi sem einstaklingurinn kýs, hvort sem dagskóli eða öldungadeild verður fyrir valinu.” Þó námskeiðið sé að upplagi hugsað fyrir ófag- lærða iðnaðarmenn getur hver sem er skráð sig til þátttöku. „Hver sem er getur hafið iðnnám, en þeir sem hafa og eru að starfa í iðnaði hafa reynsl- una og er markmiðið að reyna að meta hana inn sem raunhæfni á viðkomandi sviði,” segir Lilja að lokum og bætir því við að öllum sé velkomið að skrá sig og hefja nám nk. haust. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um verk- efnið eða skrá sig er bent á að hafa samband við Miðstöð símenntunar í síma 421 7500. Iðnnám til framtíðar í Miðstöð símenntunar Myndir/Oddgeir Karlsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.