Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvíska fréttasíðan ������� ������������������������� ������������������������� ������������������������������������������� �������������������������������������� ����������������������������� ��������������� ������������������������������������������������ �������������������������������������������������� �������������������������� ���������������������������� ��������������������������������������� ��������������������������� �� ��������������������������������������� Framkvæmda- hugur í Grind- víkingum Gríðarmiklar fram-kvæmdir standa nú yfir í Grinda vík á flestum sviðum. Það er nán- ast sama hvert litið er, það er annað hvort verið að grafa skurði, reisa hús eða breyta götum. Einnig eru miklar framkvæmdir við Grinda- víkurhöfn núna og dugar ekkert minna en 2 dýpkunar- fyrirtæki til að keyra verkin áfram. Dýpkunarfyrirtækið Sæþór er nú að grafa innan hafnar þar sem fyrirhugað er að setja niður stálþil fyrir framan Vísir hf. Pétur mikli sér um að flytja allt efnið sem grafið er upp út fyrir höfnina og má hann hafa sig allan við til að hafa undan. Rétt við hliðina er svo Hagtak hf. að sprengja og grafa fyrir stálþili sem mun verða rekið niður innan skamms og verður þá hægt að hefjast handa við að rífa gömlu bryggjuna. Mun þá Fiskimjöl og lýsi fá nýja bryggju undir sína starfsemi fyrir landanir og útskipun. Einnig verður meira dýpi við viðlegukantinn þannig að flest skip geta nú landað í Grindavík. Ós k a l ö g s j ó m a n n a , skemmtun og fjölda-söngur, verður á veit- inga staðn um Salt hús inu í Grindavík, kl. 21.00 þann 2. júní eða fimmtudaginn fyrir sjómannadaginn en að venju verður nóg um að vera um sjó- mannadagshelgina í bænum. Grindvíkingurinn Rósa Signý Baldursdóttir hefur séð um und- irbúning Óskalaga sjómanna en í byrjun var þetta hugarfóstur hennar í skammdeginu. Auk hennar er það tónlistarfólk í Grindavík og næsta nágrenni sem sér um flutninginn og þá mun Árni Johnsen sjá um fjölda- söng í lokin. ,,Ég hef lengi haft áhuga á ýmsu sem tengist sjónum eins og til dæmis hjátrú í sjó- mennsku og svo datt mér þetta í hug. Ég orðaði þetta við eig- endur veitingastaðarins Salthúss- ins og þeim leist strax vel á hug- myndina svo ég ákvað að kýla á þetta og vera ekkert að bíða eftir að aðrir gerðu hlutina,” sagði Rósa í samtali við Víkurfréttir. Hún segir að á dagskánni séu gömul og sígild sjómannalög eins og Landleguvalsinn, Allt á floti, Á sjó, Ship ohoj, Vertu sæl mey og fleiri. ,,Dagskrá okkar byggist á músikinni sem geymir rómantík- ina svo vel og færir okkur aftur í tímann, m.a. til töfra síldarár- anna. Við flytjum líka vísur sem líklega heyrast ekki svo oft eins og Í verum eftir lífskúnstnerinn Ása í Bæ. Vísur sem þessar eru heimild um liðna tíð og lifnað- arhætti og þær varðveita svo mörg gömul íslensk orð. Þegar okkar dagskrá er uppurin, tekur alþýðusöngvarinn Árni Johnsen með meiru að sér að stjórna fjöldasöng með gestum okk ar og vilj um við hvetja fólk til að syngja sig inn í eina skemmtilegustu helgi sumarsins í Grindavík,” segir Rósa. Eins og yfirskrift dagskrár- inn ar, Óska lög sjó manna, ber með sér, er hún tileinkuð ís lenska sjó mann in um þar sem sjó manna dag ur inn er framundan. Rósa hvetur alla til þess að mæta í Salthúsið sem vilja taka þátt í að rifja upp róm- antíkina og gleðina í gömlu lögunum, sjómanninum og fjöl- skyldum þeirra til heiðurs. Auk Rósu eru það Grindvík- ingarnir Dagbjartur Willards- son, Inga Björk Runólfsdóttir og Inga Þórðardóttir sem sjá um söng og bakraddir. Hljóð- færaleikararnir búa á höfuð- borgarsvæðinu; Fróði Oddsson gítarleikari, Björn Erlingsson bassaleikari, Erlingur Einarsson trommuleikari og Einar Friðgeir Björnsson harmoníkuleikari. En verða Óskalög sjómanna ár- legur viðburður í tengslum við sjómannadagshelgina? ,,Já, ég reikna fastlega með því að við getum ekki hætt! Það er búið að vera svo gaman hjá okkur, góður andi um borð og góður mannskapur eins og það gerist best á sjónum,” sagði for- maðurinn Rósa Signý Baldurs- dóttir. Tónlist sem geymir rómantíkina svo vel - segir Rósa Signý Baldursdóttir um Óskalög sjómanna, skemmtun sem verður á veitingastaðnum Salthúsinu í Grindavík fimmtudaginn fyrir sjómannadag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.