Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 26.05.2005, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Verður í Reykjanesbæ fimmtudaginn 2. júní 2005 kl. 19.00 Hlaupið verður frá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Vegalengdir 3,5 km. og 7,0 km. Upphitun á vegum Perlunnar kl. 18.45 á plani við Holtaskóla. Skráning er í Perlunni frá 23. maí og við Sundmiðstöðina 2. júní frá kl. 17.00. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn í verði. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening og frítt í sund á eftir í Sundmiðstöðinni. Verðlaun og happdrætti. Þökkum Íslandsbanka fyrir stuðninginn. A ð st o ð - ljó sr itu n K E F L A V Í K Í S L A N D S B A N K I Lundinn flýgur um með síli í litríkum gogginum. Feitur og fallegur lax fettir sig og brettir. Skarfurinn situr á steini og teygir langan og fag- urskapaðan hálsinn. Lifandi en líflaus. Nú er veiðitímabilið að hefjast og eflaust margir sem hafa hug á að láta stoppa upp fyrir sig bráðina. Sveinbjörn Sigurðsson hefur feng- ist við uppstoppun villtra dýra í nokkur ár en hann lærði hand- verkið í Bandaríkjunum hjá marg- földum heimsmeistara í greininni, Dan Rainehard. Hann ætlar að opna gallerí að Starmóa 5, í Njarð- vík, í haust. Víkurfréttir hittu hann að máli og fræddust um list- ina á bakvið uppstoppunina. Stoppar upp verðlauna- fiskinn „Ég sérhæfi mig eingöngu í fuglum og fiskum en ég hef einnig stoppað upp refi, hreindýrshausa og fleira. Langmesta vinnan fer í að stoppa upp fiskana því roðið er mjög viðkvæmt og málunin og allur frágangur flókinn, en þetta er hins vegar mjög gaman og skemmtilegt starf,“ segir Svein- björn. Mörg spennandi verkefni eru framundan t.d. stærsti fiskur- inn sem veiddur verður hjá Stang- veiðifélagi Keflavíkur í sumar fær fría uppstoppun í verðlaun. Gömul dýr fá nýtt líf Sveinbjörn leggur mikið upp úr að hafa dýrin í náttúrulegu um- hverfi og það er gaman að litast um á verkstæðinu hans í Star- móa 5 í Njarðvík. „Ég mála dýrin með airbrush-tækni (málningu sprautað á með lofti). Því sjást engin penslaför og áferðin verður mjög eðlileg. Ég hef líka feng- ist talsvert við að gefa gömlum dýrum nýtt líf. Þá þríf ég þau og mála upp á nýtt með airbrush- tækni. Svo set ég sérstakt efni í augun á dýrunum þannig að þau virðast blaut og meira lifandi. Í dag eru efnin sem við notum mjög góð.“ Meðhöndlun á bráðinni þarf að vera rétt „Það er orðið talsvert mikið um að fólk komi á vinnustofuna og biðji mig um að útvega dýr og stoppa þau upp. Eftirspurnin er alltaf að aukast. Ég hef í hyggju að opna gallerí hér í haust en þá getur fólk komið og keypt af mér tilbúin uppstoppuð dýr, eða lagt inn pantanir,“ segir Sveinbjörn og bendir jafnframt á að ef fólk ætlar að láta stoppa upp fyrir sig dýr sem það veiðir sjálft, þá borgar sig að hafa samband við hann á undan til að fá upplýsingar um hvernig á að ganga frá dýrinu. „Frágangurinn skiptir miklu máli ef útkoman á að verða góð.“ Þess má geta að Sveinbjörn mun hefja framleiðslu á fluguhnýting- arefni í haust, fyrir innlendan og erlendan markað, en hingað til hefur allt efni komið erlendis frá. Fólki er velkomið að hafa samband við Sveinbjörn í síma 693 2277 eða með því að senda tölvupóst á netfangið uppstopp- un@internet.is Náttúran í stofunni Annað verk Sveinbjarnar: Toppandarmóðir ver unga sinn frá ágangi smyrilsins. Sveinbjörn heldur hér á mjög sjaldgæfum fugli, Albinóa- straumönd. Ferðamálasamtök Suð-urnesja hafa fengið úthlutað úr Pokasjóði 3 milljónum króna til merk- ingar gönguleiða og áhuga- verðra staða á Reykjanesinu. Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtakanna sagði þetta mikla viðurkenningu á verkefninu og því starfi sem gönguhópar og ferðaþjón- ustuaðilar á Suðurnesjum hafa verið að vinna á undan- förnum árum. „Við metum þennan styrk mikils og það er greinilega litið á þetta sem raunhæft verkefni þar sem þetta er með hærri styrkjum,“ sagði Kristján. Hann sagði ljóst að þessi rausnar legi styrkur flýtti verkefninu verulega en heild- arkostnaður við það er áætl- aður um 8 milljónir króna. Gönguleiðanefnd FSS undir- býr og sér um framkvæmd verkefnis ins en nefndina skipa fulltrúar frá öllum sveit- arfélögunum á Suðurnesjum auk sérfræðinga. Vonast er til að verkinu í heild ljúki árið 2006. Fá 3 milljónir úr Pokasjóði - Sveinbjörn Sigurðsson uppstoppari hyggst opna gallerý í Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.