Víkurfréttir - 23.06.2005, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Bæjaryfirvöld í Reykja-nes bæ áfor ma að setja upp hringtorg
á gatnamótum Aðalgötu
og Iðavalla, en gatnamótin
eru alræmd vegna mikillar
slysa hættu sem mynd ast
þar vegna ófullnægjandi út-
sýnis.
Viðar Már Aðalsteinsson,
forstöðumaður Umhverfis-
og skipulagssviðs Reykjanes-
bæjar, sagði í samtali við
Víkurfréttir að reynt yrði að
finna fjármagn til að klára
verkefnið í sumar.
Stærsta vandamálið við gatna-
mótin er há girðing sem um-
lykur húsnæði Fiskvals, en
hún skerðir verulega útsýni
þeirra sem aka Iðavellina í
átt að Aðalgötu. Þá hefur
hraðakstur niður Aðalgötu
frá Flugvallavegi lengi verið
landlægt vandamál.
Hringtorg á mótum
Aðalgötu og Iðavalla
Liðurinn Gönguleiðir á Reykjanesi var tekinn í gagnið í dag hér á vf.is. Er þetta samstarfsverkefni Víkurfrétta og Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness um að koma á fram-
færi skemmtilegum og spennandi gönguleiðum á Reykjanesi.
Í viku hverri verður sett inn ný gönguleið alveg fram á haust en
sú fyrsta í röðinni er frá Garðskaga að Sandgerði. Hægt er að
smella á valhnappinn „Gönguleiðir“ á forsíðu vf.is til að fá nán-
ari upplýsingar um gönguleiðir.
Nýtt á vf.is - gönguleiðir
Krakk arn ir í Vinnu-skóla Reykjanesbæjar fengu held ur bet ur
að skemmta sér þegar menn
frá Kef Jet í Keflavík fóru með
krakkana niður að höfn og
drógu þau um á stórum gúmmí-
banana á fimmtudag. Sumir
fóru einnig í ferð á Jet-Ski um
höfnina og skemmtu allir sér
konunglega.
Sumir létu ekki hraðar ferðir á
gúmmí banana duga því nokkrir
stukku af höfninni og bátum
ofan í ískaldan sjóinn. Frábært
veður var í gær en þetta er fyrsti
hópurinn frá bæjarvinnunni
sem fer með Kef Jet á sjóinn.
Ljósmyndari Víkurfrétta skellti
sér niður á höfn og ljósmynd-
aði krakkana í blíðskaparveðri
úr mótorknúnum gúmmíbát.
Myndir frá deginum má sjá á
vf.is
Allt í grænum sjó
Byggðasafnsnefnd efndi til nafnasamkeppni á nýja veitinga-staðnum í Byggðasafni Garðskaga. Alls tóku 79 aðilar þátt og komu með yfir 200 tillögur.
Fyrir valinu varð nafnið Flösin en það er gamalt örnefni. Flösin er
lágt sker, sem liggur norður útfrá Garðskaga. Fyrr á tímum strönd-
uðu mörg skip á þessu skeri.
Alls bárust 13 tillögur með nafninu Flösin. Dregið var úr nöfnum
þeirra og hlaut fjölskyldan að Sunnubraut 26 verðlaunin.
Stefnt er að því að opna byggðasafnið 2. júlí næstkomandi, en fram-
kvæmdir við húsið hafa staðið frá síðasta hausti.
Flösin skal hann heita!
Veitingastaður í Byggðarsafninu
Það verður víst ekki
handsápa á salerni
veitingastaðarins
á Garðskaga...
...bara Flösu-sjampó!
MUNDI
Mundi