Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.2005, Side 11

Víkurfréttir - 23.06.2005, Side 11
VÍKURFRÉTTIR I 25. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. JÚNÍ 2005 I 11 17. júní á Suðurnesjum Þessi ungi herramaður var ekki alveg viss um hvernig ætti að bregðast við furðuverunum sem voru á vappi í skrúðgarðinum á 17. júní hátíðarhöldunum. Þjóðarstoltið spyr ekki um aldur! heim.” sagði Magnús. Ingólfur Jónsson er formaður stéttarfélagsins Fylkis sem er fé- lag bílstjóra á Aðalbílum. Hann segir meirihluta leigubílstjóra annt um starfið sitt og reyni að koma vel fram við kúnnanna. „Maður lendir í þessu sjálfur að fara niður í Reykjanesbæ en það er bara hluti af starfinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir þ.e.a.s. að við- skiptavinir fái einhver ónot í bakið yfir því að vera að fara niður í Reykjanesbæ en sem betur fer fara þessum skiptum fækkandi,” sagði Ingólfur. Um það bil 40 bílar sinna leigu- bílaakstri hér á svæðinu og segir Ingólfur nokkra aðila áberandi erfiða. „Þegar þeir lenda í þessu þá kemur það illa út fyrir stétt- ina í heild sinni.” Ingólfur sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri almennt þannig að leigubíl- stjórar keyri viðskiptavini sína hvert sem er án þess að segja nokkuð um það en síðan séu til tilvik þar sem menn hafi ekki verið sáttir og hafi látið viðskiptavinina finna fyrir því. „Það hefur komið fyrir að þeir hafi látið viðskiptavini finna fyrir því með ökulagi, svip- brigðum eða beinum ónotum en svo kemur fólkið niður á hótel og þorir náttúrulega ekki að segja orð við bílstjórann,” sagði Ingólfur. „Meirihluti bíl- stjóra sinnir þessari vinnu vel og keyrir farþega á þá staði sem þeir vilja svo að stéttin er nátt- úrulega ósátt við þá aðila sem gera það ekki. Við viljum ekki að einhverjir aðilar eyðileggi orðspor okkar hinna, það er á hreinu,” sagði Ingólfur. Allir virðast þó vera sammála um það að þegar þetta kemur fyrir þá eru menn teknir fyrir. Einnig hefur verið rætt um að setja á leigubílstjóra afgreiðslu- bann ef það endurtekur sig. Oddgeir Garðarsson, stöðv- arstjóri Aðalbíla, sagði menn tekna á teppið ef þetta kemur upp þ.e.a.s. að leigubílstjórar neituðu viðskiptavinum far niður í Reykjanesbæ. „Megin- reglan er sú að viðskiptavinur- inn fær far þangað sem þeir vilja,” sagði Oddgeir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri hjá Hótel Keflavík, segir fyrir- tæki sitt hafa greitt tugmilljóna króna á síðustu tuttugu árum til leigubíl stöðva á Suður- nesjum, fyrir utan þá gesti sem borga sjálfir t.d. aðra ferðina. „Það hljóta allir að sjá að þetta er mjög mikilvægur hluti af tekjum leigubílstjóranna þ.e.a.s. þessi leggur á milli Reykjanes- bæjar og flugstöðvarinnar,” sagði Steinþór. „Það sem þarf í fyrsta lagi er hugarfarsbreyting hjá þeim bílstjórum sem þetta stunda því ef þeir ætla að sleppa þessum tekjum þá lækkar heild- arinnkoman hjá þeim öllum. Þó svo að þú sért ekki að fá Reykjavíkurtúr í dag þá jafnast þetta út í heildina,” sagði Stein- þór og bætti því við að það væri enginn svo óheppinn að fá aldrei Reykjavíkurtúr. „Samein- ing leigubílastöðvanna er löngu tímabær en hún myndi auð- velda öll samskipti við leigubíl- stjóra þar sem hægt væri að tala við þá alla í einu en ekki alltaf í tveimur hollum. Þetta er hlutur sem við hljótum að sjá gerast í náinni framtíð þ.e.a.s. að þessar stöðvar sameinist og taki alvar- lega á þessum uppákomum og leysi þau jafnóðum.” Sögur um leiðinleg atvik hafa borist hótelinu og koma þær ekki bara frá hót el gest um heldur líka íbúum Reykjanes- bæjar sem eru að koma með flugi og vilja fá far heim til sín. „Þetta má bara aldrei koma upp. Leigubílastöðvarnar verða að snúa bökum saman og sýna og sanna að þau séu að hugsa um heimamarkaðinn númer 1, 2 og 3,” sagði Steinþór. Forsvarsmenn allra aðila segja þó að þessum uppákomum fækki með árunum en ekki er þó víst hvernig leigubílaakstur frá flugstöð Leifs Eiríkssonar verði eftir lagabreytingarnar sem taka gildi 1. október. Þá munu leigubílar frá Reykja- vík flykkjast á Suðurnesin og heyja harða samkeppni við leigubílastöðvarnar á svæðinu. Þó nokkrir af lýst áhyggjum sínum yfir þessum lögum þar sem talið er að leigubílstjórar af Stór-Reykjavíkursvæðinu muni einungis keyra til farþega til Reykjavíkur. Ef svo er þá mun það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Leigubílstjórar ósáttir við vinnubrögð aðila sem koma óorði á stéttina: Ingólfur Jónsson er formaður stéttarfé- lagsins Fylkis sem er félag bílstjóra á Aðalbílum. Hann segir meirihluta leigu- bílstjóra annt um starfið sitt og reyni að koma vel fram við kúnnanna. „Maður lendir í þessu sjálfur að fara niður í Reykjanesbæ en það er bara hluti af starfinu.“ Áki Gränz, listamaður með meiru, dró fánann að húni að þessu sinni. Ekki eru til stærri þjóðfánar á Íslandi en sá sem flaggað er í Reykjanesbæ. Til gamans má geta þess að Áki verður 80 ára í sumar. atli@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.