Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2005, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 07.07.2005, Qupperneq 7
VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 7. JÚLÍ 2005 I 7 Skipulag Vinnuskólans er með nokkuð breyttu sniði þetta árið. Þeim sem nýhafa lokið 10. bekk er boðið upp á námskeið sem standa yfir í fjóra daga en ungmennin starfa hjá Vinnuskólanum í fjórar vikur. Að sögn Ragnars Arnars Péturssonar, forvarnar og æskulýðsfulltrúa, eru námskeiðin ekki höfð lengri þar sem unga fólkið eru nýkomin af skólabekk og vilja því oftar en ekki frekar vinna úti. Þörf er á þessum námskeiðum að hans sögn þar sem þetta eru einstaklingar sem eru að fara í áframhaldandi nám eða út á hinn almenna vinnumarkað. Námskeiðin eru mjög fjölbreytt og ýmis fyrir- tæki og stofnanir sem standa að þeim. Lögreglan kemur og fræðir þau um ferlið á bak við bílprófin og umferðaröryggi. Tryggingamiðstöðin fræðir þau um hinar ýmsar tryggingar. Íslandsbanki kemur inn á fjármál einstaklinga og kennir þeim hvað það hefur í för með sér að vera ábyrgðar- maður, hvað kostar að hafa yfirdrátt og almenn kynning á starfsemi banka. Þá koma félög á borð við Alþjóðahúsið og ræðir við þau um fordóma í samfélaginu og hvað það þýðir að vera íbúi í fjölmenningarlegu þjóðfélagi. Leiðtogaskólinn sem fellur undir Ungmennafélag Íslands, kennir framkomu, hlutverk leiðtoga og hópavinnu. Unglingasmiðjan Stígur er með nám- skeið um sjálfstyrkingu. Ungmennin taka þátt í verkefninu hugsað um barn auk 9. bekkjar og loks fara ungmennin á sæþotur. Ekki er gert ráð fyrir að Reykjanesbær greiði Trygg- ingamiðstöðinni og Íslandsbanka fyrir þátttöku sína í námskeiðunum og hluti af störfum lögregl- unnar er að sjá um fræðslu ýmiskonar. Forvarn- arskóli Íslands færði Vinnuskóla Reykjanesbæjar 300 þúsund króna styrk og er hann notaður til að greiða niður námskeiðin. Þrátt fyrir ítrekaðar bréfa-skrift ir hef ur Launa-nefnd sveitarfélaga (LN) ekki svarað Starfsmannafélagi Suðurnesja (STFS) frekari við- ræður varðandi gerð nýs kjara- samnings. Þrátt fyrir að kjara- samningur félagsins við LN rann út 31. mars, hefur enginn fundur verið haldinn. Félagið mun því næstu dögum undir- búa trúnaðarmannafund og afla verkfallsheimildar. Sam ráðs nefnd STFS og LN hefur haldið tvo fundi til að ræða starfsmatið og á seinni fundinum sem haldinn var 13. júní var LN tilkynnt að STFS myndi ekki taka upp hið nýja starfsmatskerfi. Starfsmatskerfið er ætlað til að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Krafa STFS er að Starfsmanna- félags Suðurnesja fái 4% til að laga flokka. Mánudaginn 27. júní átti for- maður STFS fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykja- nesbæjar sem er stærsta bæjarfé- lagið ásamt starfsþróunarstjóra bæj ar ins þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu mála. Var óskað eftir því að bæjarstjóri myndi beita sér fyrir því að fá LN að samningaborðinu. VERKFALL BLASIR VIÐ HJÁ STFS Kjaradeila: Vinnuskólinn með breyttu sniði Vinnuskóli Reykjanesbæjar: Ráin hefur ákveðið að halda afmælisveislu þann 22. júlí fyrir alla þá íbúa Suðurnesja sem eru fæddir árið 1955 og eru því eða verða fimmtugir á árinu. A ð s j á l f s ö g ð u e r m ö k u m boðið með þó þeir séu á öðru aldursári. Rúnar Júll spilar eftir borðhaldið og heldur uppi fjörinu. „Þetta er hugmynd sem er búin að fylgja okkur í nokkurn tíma eða frá því að ég varð fimmtugur,” sagði Björn Vífill Þorleifsson. Það var hins vegar ákveðið að láta slag standa núna þar sem Guðmundur Símonarson er fimmtugur í ár. „Þetta er góður árgangur og á að vera búinn að koma sér fyrir hvað varðar að eiga uppkomin börn og annað. Einnig eru flestir í þessum árgangi búnir að versla við okkur í þessi 16 ár sem Ráin hefur verið starfrækt,” sagði Guðmundur. „Það er líka alltaf verið að gera eitthvað fyrir þá sem yngri eru og hér er því kjörið tækifæri til að gera eitthvað fyrir minn aldurshóp! Ef vel gengur þá gæti þetta orðið að árlegum viðburði.” „Þetta er svo auðvitað sá hópur sem var hvað duglegastur við að stunda Klúbbinn og Glaumbæ alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Nú kíkir þetta fólk einstaka sinnum út en oftast bara á laugardögum. Ágætt að nota þetta tækifæri til að minna fólk á að það er hægt að gera ýmislegt á öðrum dögum,” sagði Guðmundur. Matarboðið verður haldið föstudaginn 22. júlí og varð sá dagur fyrir valinu þar sem hann stangast ekki á við aðra atburði sem eru í gangi á Suðurnesjum. Panta þarf borð ekki seinna en miðvikudaginn 20. júlí hjá Ránni. Bjóða fimmtugum í mat

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.