Víkurfréttir - 07.07.2005, Síða 15
VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 7. JÚLÍ 2005 I 15
www.yamaha.is
Nýbýlavegi 2
200 Kópavogi
S. 570 5300
Ný sending af vélhjóla-
fatnaði frá Nazran.
Full búð af fatnaði, bæði
fyrir krossara og götuhjól.
Vandaðar flíkur á mjög
góðu verði; eitthvað sem
allt hjólafólk hefur beðið
eftir.
Vertu í stíl
við krómið og kraftinn
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
28
89
1
6
/2
00
5
FATNAÐUR
Þeir biðu nokkrir eftir að hús ið opn aði, ólmir í að fá hlutverk
í mynd Clint Eastwoods,
Flags of our Fathers.
Stöðugur straumur manna
mætti á svæðið, þar sem um-
boðsfyrirtækið Eskimo var
með áheyrnarprufur. Flestir
með það fyrir brjósti að taka
þátt í myndinni með átrún-
aðargoðinu sínu.
Þeir voru mældir í bak og
fyrir, ekki seinna vænna að
vita málin á þeim þar sem
unnið er að búningagerð
fyrir skarann. Nauðsynlegt
var að vita allt frá ummáli
höfuðs til hvaða stærð þeir
þurftu af hönskum.
Verið var að leita að aukaleik-
urum, allir í hlutverki her-
manna og verður misjafnt
hversu stór hlutverk þeir
fá. Sumir þurfa að leika lík
meðan aðrir fá stærri hlut-
verk. Þó verður leitað til at-
vinnuleikara að mestu með
þau töluðu hlutverk sem eru
í myndinni, enda mikilvægt
að hafa hreiminn réttan.
Þá hafa nú þeg ar ver ið
haldnar prufur hjá Varnar-
liðsmönnum þar sem um
60-70 hermenn voru valdir.
Að sögn Eskimo var mikil-
vægt að finna til menn sem
kunna réttu handbrögðin
þegar kemur að landtöku í
myndinni.
Það er ýmislegt sem aukaleik-
ararnir þurfa að leggja á sig
við gerð myndarinnar. Þeir
sem fá hlutverk í myndinni
verða að mæta alla þá daga
sem þeir eru bókaðir. Ann-
ars er hætta á að tökur eyði-
leggist. Þá má viðkomandi
ekki breyta neinu í fari sínu
fram að tökum, ekki fara í
klippingu, litun eða sólböð.
Langflestir sem taka þátt í
myndinni að verða að sætta
sig við að hár þeirra muni
fjúka af og flestir þurfa að
vera krúnurakaðir. Nokkrir
hár prúð ir dreng ir voru
mættir á svæðið og voru
þeir ekki á eitt sáttir við að
þurfa að láta lokkana fjúka.
En eftir sá umhugsun sögðu
þeir í kór: „Allt fyrir Clint!“
„Allt fyrir
Eastwood“
Börn af leik skól an um Holti í Innri-Njarðvík litu við í heimsókn á lög-
reglustöðina í Keflavík á mánu-
daginn í síðustu viku.
Þau voru í fylgd leikskólakenn-
ara og fengu að skoða lögreglu-
stöðina, lögreglubifreiðarnar og
ýmislegt annað á lögreglustöð-
inni. Vöktu lögreglubifreiðarnar
og búnaður þeirra sérstaka
athygli og fannst börnunum
gaman að fá að prófa að gefa
hljóð- og ljósmerki.
Rætt var við börnin um umferð-
aröryggi og var hjálmanotkun
sérstaklega áréttuð. Þegar börn-
unum var hrósað fyrir að vera
í endurskinsvestum kom í ljós
að enginn átti slík heima fyrir
heldur hefði leikskólinn lagt
þau til vegna ferðalagsins frá
Innri-Njarðvík. Í lok heimsókn-
arinnar var börnunum boðið
upp á hollustufæði að hætti lög-
reglumanna, ávaxtasafa, epli,
banana og gulrætur!
Leikskólabörn heimsækja Lögregluna í Keflavík:
Í UMFERÐARFRÆÐSLU Á LÖGGUSTÖÐINNI
kylfingur.is
Daglegar
golffréttir á
www.kylfingur.is