Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.08.2005, Side 11

Víkurfréttir - 04.08.2005, Side 11
VÍKURFRÉTTIR I 31. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 2005 I 11 R&B í RNB var stofnað í júní 2004. Félagið hélt sína fyrstu tónleikaröð í kringum Ljósa- nótt sama ár. Og voru fengnir margir frá- bærir tónlistarmenn til verksins s.s. Megas, Súkkat, Páll Rósinkranz, Rúnar Júlíusson, Jagúar, Vinir Dóra o.fl. Þótti vel til takast og því hefur verið blásið til sóknar á ný. Í ár hefur félagið fengið inni í Stapanum, þar sem að á síðasta ári var uppselt á nokkra tónleika R&B, vegna plássleysis. Var því ákveðið að leita til forráðamanna Stapans. Var beiðni félagsins vel tekið og ákveðið að allir tónleikar R&B verði haldnir í Stap- anum 1. - 3. sept., næstkomandi. Margir af fremstu og frábærustu tónlistar- mönnum landsins verða með í ár, og má þar nefna Hildi Völu og KK svo einhverjir séu nefndir, sem og sigurvegarar PRIX For- öyjar 2005. Færeyskt blús-tríó sem kosið var besta hljómsveit, besti bassaleikari og besti trommari. Skemmtileg sveit þar á ferðinni sem allir unnendur blús og rokks ættu ekki að missa af. Mikill kostnaður fylgir svo viðamiklu tón- leikahaldi sem þessu. Og vill félagið þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrkja R&B í ár sem og á síðasta ári fyrir þeirra mikil- væga framlag. Og einnig vill R&B þakka öllum þeim sem komu á tónleika félagsins í fyrra, fyrir frábærar móttökur. Dagskráin okkar verður nánar auglýst um miðjan ágúst í Víkurfréttum og í öðrum fjölmiðlum. En þeir sem ekki geta beðið, geta sent okkur fyrirspurn á kkband@isl.is og fengið for- vitni sinni svalað. Bestu kveðjur til allra Suð- urnesjabúa nær og fjær. Margrét Eysteinsdóttir. Formaður R&B í RNB. Hug inn Þór Ara son mun halda sína þriðju einka-sýn ingu “Yf ir hafn ir” í Suðsuðvestur í Keflavík laugardag- inn 6.ágúst kl:16.00. Huginn mun sýna ný verk sérstaklega unnin fyrir Suðsuðvestur. Gjörningur verður framinn á opnunardaginn. Um sýninguna segir Huginn m.a; “ Sem unglingur var ég alltaf hrifinn af abstrakt málverkum, það fannst mér vera myndlist. Þoldi t.d ekki Andy Warhol, skildi aldrei hvað hann var að gera eða vildi ekki skilja það . Mér fannst fáránlegt að geta gert sjálfan sig algjörlega að myndlistarverki. Seinna komst ég að því að það vildi ég alltaf gera sjálfur. Það er oft þannig með hluti sem maður þolir ekki , maður þráir þá. “ Huginn er fæddur 1976 í Reykjavík og hlaut úthlutun úr styrktarsjóði Guð- mundu Andrésdóttur á síðasta ári. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér heima sem og erlendis. Enn- fremur er hann einn þriggja meðlima Signals in the heavens sem nýverið hélt þrjár sýningar í New York og nú seinast í Nýlistasafninu í maí. Þess má geta að Huginn tekur einnig þátt í samsýningunni Tívolí sem opnar sömu helgi í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Suðsuðvestur er staðsett á Hafnar- götu 22 í Reykjanesbær. Þar er opið á fimmtudögum og föstudögum frá 16 - 18 og um helgar frá 14 - 17. Sýn- ingin stendur til 28. ágúst. Nánari upplýsingar má finna á www.sudsu- dvestur.is Undirbúningur tónleika vel á veg kominn Rythma og Blúsfélag Reykjanesbæjar: Opnun í Suðsuðvestur ��������� ������������� �������� ��������������

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.