Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.2005, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 18.08.2005, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 33. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 11. ÁGÚST 2005 I 13 næsta hús í dreifingarmiðstöð Íslandspósts sem kemur blað- inu til lesenda á fimmtudags- morgnum. Afmælisár hjá Víkurfréttum Það er ekki bara prentaða útgáfa Víkurfrétta sem stendur á tíma- mótum og fagnar 25 árum, því netútgáfan varð 10 ára þann 15. júní sl. Víkurfréttir hafa verið í fremstu röð á netinu frá upp- hafi. Víkurfréttir eru fyrsti ís- lenski fjölmiðillinn sem dreifði fréttum á netinu án endur- gjalds. Fyrstu árin var vefurinn þó aðeins uppfærður vikulega á fimmtudögum, þegar blaðið var komið úr prentun. Um ára- mótin 1999-2000 var hins vegar settur kraftur í vefinn og hann uppfærður daglega með nýjustu fréttum. Aðsóknin fór að aukast umtalsvert við þetta og í dag eru Víkurfréttir á Netinu á topp 10 viku eftir viku sem mest sótti vefur á Íslandi. Helgarblað og sjónvarpsdagskrá og jafnvel tvisvar í viku Víkurfréttir hafa prófað ýmis- legt á þessari aldarfjórðungs göngu. Sumt gengur og annað ekki. Þannig var Víkurfréttum um tíma dreift tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Á þessum tíma var annað viku- blað, Reykjanes, gefið út á svæð- inu. Dreifingu tvisvar í viku var fljótlega hætt, Víkurfréttir tóku við útgáfu Reykjaness og gáfu það út fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurt skeið eða þar til út- gáfa þess var lögð niður. Þannig var Reykjanesi dreift á mið- vikudögum og Víkurfréttum á fimmtudögum. Nokkrum árum síðar keyptu Víkurfréttir viku- rit ið Sjónvarps-Pésann sem dreift var á Suðurnesjum. Út- gáfa þess var löguð að útgáfu Víkurfrétta en var síðan fljótlega hætt, enda þrengingar á auglýs- ingamarkaði og ekki pláss fyrir sjónvarpsdagskrárblaðið. Víkurfréttir hófu útgáfu á Tíma- riti Víkurfrétta á haustmán- uðum 1999. Tímaritið kom út einu sinni það árið en sama haust var gerð tilraun með út- gáfu Helgarblaðs Víkurfrétta, sem var blað sem var selt. Sú til raun varð ekki full reynd. Viðtökur voru góðar en um- talsverða fjölgun hefði þurfti í starfsliði blaðsins til að gefa út sérstakt helgarblað. Helgarblað- stilraunin stóð í mánuð og gefin voru út þrjú Helgarblöð Víkur- frétta. Kraftur var hins vegar settur í útgáfu Tímarits Víkurfrétta strax árið 2000 og blaðið gefið út reglulega. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að Tímaritið kemur nú sjaldnar út en er veg- legra en áður og síðufjöldinn kominn yfir 70 í hverju blaði. Víkurfréttir gáfu einnig út í mörg ár vikulegt fréttablað Varn- arliðsins, The White Falcon. Barátta við kennitölu-ljónin Á þessum tíma hafa ýmsir að- ilar komið að annarri útgáfu á Suðurnesjum. Lengsta sögu eiga Suðurnesjafréttir og sérstaklega forvitnilegt er að skoða þann fjölda útgáfufyrirtækja sem komu að þeirri útgáfu. Hvert fyrirtækið á fætur öðru var stofnað um reksturinn og oft var samkeppnin við Víkurfréttir hörð. Víkurfréttir stóðu af sér öll kennitölu-ljónin, þrátt fyrir ýmsa tilburði þeirra á mark- aðnum. Auglýsingaverð sem áttu sér enga stoð í raunveruleik- anum voru boðin gegn Víkur- fréttum. Víkurfréttir þakka það helst því trausti sem Suðurnesja- menn hafa sýnt blaðinu öll þau ár sem þar hefur verið á mark- aði þennan aldarfjórðung. Yfirburðir ár eftir ár Þrisvar síðasta áratuginn hefur lestur og viðhorf til blaðsins verið kannað af Gallup og ávallt hafa yf irburðir Víkurfrétta komið fram. Nú síðast sýndi könnun þar að rúm 90% Suð- urnesjamanna lesa blaðið í viku hverri eða oftar. Þá er ánægja með blaðið einnig mikil. Lestur Víkurfrétta er örugglega heims- met þegar kemur að lestri eða áhorfi á svæðisbundinn fjöl- miðil. Strandhögg á höfuðborgarsvæðinu Víkurfrétt ir ehf. bættu enn einni rós í hnappagatið árið 2002 þegar Víkurfréttir hófu út- gáfu á systurblaði í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi 31. októ- ber 2002. Blaðið er í sama broti og Suðurnesjaútgáfan og að jafn- aði 16-24 síður. Blaðið kemur út á fimmtudögum og borið inn á öll heimili og fyrirtæki á svæðinu í 12.000 eintökum. Samhliða blaðinu er rekinn fréttavefur fyrir sama svæði á slóðinni www.vikurfrettir.is. Starfsmenn ritstjórnar systur- blaðsins hafa aðsetur í Hafnar- firði en þar starfa þrír menn við efnisöflun og auglýsingasölu. Vefur um golf Nýjasta afurð Víkurfrétta í út- gáfumálum er síðan sérvefur um golfíþróttina sem nálgast má á slóðinni www.kylfingur. is. Þar starfar einn blaðamaður í fullu starfi við að skrifa um golf. Þar er fjallað um golf inn- anlands og utan. Samningar eru við hina heims ku nnu efnisveitu Reuters um aðgang að texta og myndum og þá eru ljósmyndarar Víkurfrétta virkj- aðir í myndatökur víða um land. Vefurinn hefur fengið fljúgandi start og er orðin gríðar vinsæll. Fréttastofa Suðurnesja Þjónusta við aðra fjölmiðla hefur aukist umtalsvert á síð- ustu árum. Nú er svo komið að Víkurfréttir reka umfangsmikla ljósmyndaþjónustu fyrir Morg- unblaðið og Fréttablaðið/DV. Þá hafa Víkurfréttir rekið frétta- þjónustu fyrir Stöð 2 frá árinu 1993 og einnig unnið í þáttagerð fyrir sjónvarpsstöðina SÝN. Víkurfréttir í sjónvarpsrekstur? Á afmælisári Víkurfrétta var ákveðið að ráðast í mikla efl- ingu á þjónustu við sjónvarps- stöðvarnar á sviði frétta og dag- skrárgerðar. Víkurfréttir hafa síðustu vikur verið að koma sér upp myndvinnsluveri af fullkomnustu gerð þar sem sjón- varpsfréttir verða klipptar og sendar til sjónvarpsstöðvanna. Þá liggur fyrir að hefja fram- leiðslu þátta fyrir sjónvarp, auk auglýsingagerðar fyrir sjónvarp. Víkurfréttir hafa mikla trú á þeirri tæknibyltingu sem er að verða í dreifingu sjónvarpsefnis um ADSL-kerfi og munu áður en langt um líður bjóða fólki að- gang að sjónvarpsefni í fullum gæðum á vef Víkurfrétta og á öðrum efnisveitum. (Áframh. á næstu síðu.) Ritstjórinn og fréttastjórinn í aksjón á vellinum við eina herþotuna. Hilmar Bragi og Páll Ketilsson. Hægri hönd ritstjórans og eiginkona, Ásdís Björk Pálmadóttir, með blómakörfu frá stofnendum blaðsins og nýjasta eintakið. Forsíða 1996 Forsíða 2005

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.