Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.2005, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.08.2005, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! KALLINN ER ORÐINN END- URNÆRÐUR eftir langt og gott frí á fjarlægum slóðum. Kallinn tók sig upp ásamt frúnni og lagð- ist í víking og fór í austurveg. Asíulönd voru skoðuð í óhefð- bundnu ferðalagi á eigin vegum. Eitthvað sem yngra fólk gerir mikið af en á alveg eins við fyrir fólk eins og Kallinn sem er kom- inn yfir miðjan aldur. Kallinn hætti sér þó ekki langt út fyrir hefðbundnar ferðamannaslóðir, enda kominn af léttasta skeiði og ekki maður til að lenda í ófyr- irséðum ævintýrum. Traust gist- ing og öruggur ferðamáti var efst á blaði hjá Kallinum. Ferða- lagið var allt skipulagt á Netinu, þar sem Kallinn bókaði flug og pantaði nær alla gistingu. Kallinn mælir með svona ferða- lögum, þar sem fólk fer á vit æv- intýra með því að bóka ferðir og gistingu á Netinu. Þannig má ná kostnaði niður og spara miklar upphæðir í stað þess að fara í gegnum ferðaskrifstofur. ÞAÐ ER ÁSTÆÐA TIL AÐ ÓSKA Víkurfréttum til ham- ingju með 25 ára afmælið en um þessar mundir er aldar- fjórðungur frá því blaðið hóf göngu sína. Kallinn hefur fylgst vel með blaðinu öll árin 25 og reyndar lengur því Víkurfréttir áttu sér forvera, Suðurnesjatíð- indi. Kallinn er ánægður með þá þróun sem orðið hefur á blaðinu þennan aldarfjórðung. Umhverfi blaðsins hefur einnig breyst talsvert á þessum árum. KALLINUM ER LJÓST það hlutverk sem svæðisbundnir fjöl- miðlar hafa. Þessir miðlar rita söguna þegar hún gerist. Í hraða þjóðfélagsins eins og það er nú þá hlýtur hlutverk héraðsblað- anna að breytast. Netið er að taka við daglegum fréttaflutn- ingi en vikublöðin munu örugg- lega þróast út í það að verða meiri afþreyingarblöð með við- tölum og kannski stærri fréttum svæðisins. KALLINN ER SVO NÝKOM- INN heim frá austurlöndum að hann náði ekki að fara á Sand- gerðisdaga, né Vogadaga. Hann kíkti hins vegar á sólseturshátíð á Garðskaga og fannst gaman að koma þangað. Þarna eru sveitar- félögin að þjappa saman sínu fólki og lífga upp á mannlífið. Það er í raun broslegt að fylgj- ast með því hvað sveitarstjórn- irnar sýna bæjarbúum sínum óvenjumikinn áhuga nú síðustu vikurnar og mánuði. Sandgerð- ing ar í stóru mark aðsátaki með bæinn sinn og samgöngur milli Garðs og Reykjanesbæjar í blóma, enda stutt til samein- ingarkosninga. Hvað finnst les- endum Kallsins um sameining- armálin? SEGJUM ÞETTA GOTT í bili og heyrumst aftur að viku liðinni. Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is, postur@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Margrét Engilberts, sími 421 0004, margret@vf.is Atli Már Gylfason, sími 421 0014, atli@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0001, jbo@vf.is Víkurfréttir ehf. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentsmiðjan Oddi hf. www.vf.is og www.vikurfrettir.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15 Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA Ljósalagið með breyttu sniði: Forkeppnin um Ljósalagið 2005 verð ur hald in á Stöð 2 í næstu viku. Búið er að útsetja og taka upp þau lög sem taka þátt í forkeppni Ljósalagsins 2005. Alls er um að ræða 5 lög sem valin voru úr þeim 40 lögum sem bárust í keppnina. Í forkeppninni verða 3 lög valin með símakosningu til áframhaldandi þátttöku og fer úrslitakeppnin fram á Ljósanótt laugardaginn 3. sept- ember. „Þetta er ein besta keppnin hing að til, með mjög fjöl- brey tt um lög um, a l l t f rá reggítónlist til popptónlistar. Með forkeppninni á Stöð 2 getur fólk greitt sínu uppáhalds lagi atkvæði sitt,” sagði Guð- brandur Einarsson formaður Ljósalagsnefndar 2005. Hægt er að hlusta á sýnishorn af lögunum á tonlist.is undir Nýtt efni eða hlaða þeim niður gegn greiðslu. Þeir sem eiga lög í for- keppninni eru Elvar Gottskálks- son, Kalli Bjarni, Halldór Guð- jónsson og Sverrir Stormsker. Forkeppni á Stöð 2 Hlutverk svæðismiðla breytist - sjá vef Víkurfrétta, www.vf.is Kallinn á kassanum ���������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������� ������� ���������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.