Víkurfréttir - 06.10.2005, Page 17
VÍKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 6. OKTÓBER 2005 I 17
Marteinn Guðjónsson var kjörinn SpKef-Leikmaður ársins á lokahófi meistara- og 2. flokks Njarðvíkur um síðustu
helgi. Hófið sem var haldið í hinni nýju aðstöðu
Ungmennafélags Njarðvíkur í Íþróttamiðstöð
Njarðvíkur tókst vel að vanda og var húsfyllir.
Eftir glæsilegt borðhald frá Stapanum og gaman-
mál var tekið til verðlaunaafhendingu. Var það
Björn Kristinsson, útibústjóri Njarðvíkurútibús
SpKef, sem afhenti verðlaunin, en það er bankinn,
sem er aðalstyrktaraðili deildarinnar, gaf alla verð-
launagripi.
Byrjað var að veita verðlaun í 2. flokki. Kristinn
Björnsson fékk viðurkenningu fyrir að leika sinn
fyrsta landsleik með U19 liðinu. Mestu framfarir
þótti Víðir Einarsson haf sýnt, markahæsti leik-
maðurinn var Einar Valur Árnason með 7 mörk,
en hann var einnig valinn besti leikmaður ársins.
Í meistaraflokki var byrjað á að veita viðurkenn-
ingu fyrir 50 leiki þær fengu Gunnar Örn Einars-
son, Gunnar Sveinsson, Jón Fannar Guðmunds-
son og Marteinn Guðjónsson. Guðni Erlendsson
fékk viðurkenningu fyrir 150 leiki.
Efnilegasti leikmaðurinn í meistaralokki var Krist-
inn Björnsson og sá markahæsti var Micheal J.
Jónsson með 11 mörk. Leikmaður ársins var síðan
kosinn af leikmönnum, stjórnarmönnum og þjálf-
ara. Marteinn er vel að titlinum komin og lék sér-
staklega vel í sumar.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur vill þakka öllum
leikmönnum og eiginkonum og unnustum þeirra
fyrir samstarfið. Eins var þjálfara meistaraflokks,
Helga Bogasyni, þjálfara 2. flokks, Frey Sverris-
syni, og Sævari Júlíussyni markmanns- og aðstoð-
arþjálfara, þakkað fyrir góð störf á starfsárinu.
Marteinn leikmaður ársins hjá UMFN
Með fallandi laufum og kólnandi veðri fagna körfuknattleiksáhugamenn og konur því þeirra tími er að renna í
hlað. Íslandsmeistarar Keflavíkur hefja leik-
inn í Íþróttahúsinu á sunnudag með leik gegn
Haukum í Meistarakeppni KKÍ og um kvöldið
mætast erkifjendurnir í Njarðvík og Keflavík,
einnig að Sunnubraut.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurstúlkna
segir sínar stúlkur vera vel undirbúnar fyrir
skemmtilega deildarkeppni og á von á því að bar-
áttan eigi eftir að vera spennandi. „Við höfum
styrkt okkar lið en það hafa hin liðin líka gert,
eins og Haukar, Grindavík og ÍS. Þó lítur út fyrir
að hin liðin, KR og Breiðablik verði umtalsvert
slakari. Við fengum Resheu Bristol aftur til okkar,
en hún hafði samband við okkur að fyrra bragði
og vildi koma aftur hingað, og svo fengum við
tvær stelpur frá Njarðvík sem hafa komið mjög
vel út og eiga eftir að styrkja hópinn hjá okkur.”
Njarðvík og Keflavík mættust tvisvar í Reykja-
nesmótinu og hafði Njarðvík nokkuð örugga sigra
í bæði skiptin. Keflvíkingar vilja eflaust hefna ófar-
anna og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim mun
reiða af á heimavelli sínum.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga,
segist ekki vera að hugsa um síðustu viðureignir
liðanna. „Það telur ekkert. Núna erum við komnir
vel á veg í undirbúningnum fyrir tímabilið og
ég er viss um að þetta verður skemmtilegur og
flottur leikur. Það verður tekið fast á því.”
Einar Árni Jóhannsson hjá Njarðvík spáir sömu-
leiðis skemmtilegri viðureign. „Það er góður und-
irbúningur fyrir tímabilið að mæta Keflvíkingum
fullmönnuðum á þeirra heimavelli. Þetta er allt á
réttri leið hjá okkur og við förum að verða klárir
í slaginn fyrir skemmtilegt og spennandi Íslands-
mót.”
Þeir Jónas Guðni Sæv-ars son og Hörð ur Sveinsson voru valdir
í U 21 árs landsliðshópinn
í knattspyrnu sem leikur
gegn Svíum í undankeppni
HM í knattspyrnu þann 11.
október næstkomandi.
Fyrsta innimót Pútt-klúbbs Suð ur nesja 2005-06, fór fram í
Röstinni í gær, 29. septem-
ber. Mættu til leiks 34 kepp-
endur og urðu sigurvegarar
sem hér segir:
Konur:
1. sæti
Gerða Halldórsdóttir 61 högg
2. sæti
Regína Guðmundsd. 68 högg
3. sæti
Guðrún Halldórsdóttir 68
högg
Regína sigraði í umspili, en
flest bingó féll í hlut Gerðu
Halldórsdóttur með 11 Bingó
Karlar:
1. sæti
Andres Þor steins s. á 62
höggum
2. sæti
Hilm ar Pét urs son á 63
höggum
3. sæti
Jón Ísleifsson á 64 höggum
Flest bingó hlaut Andr és
Þorsteinsson með 11 bingó.
Grágás styrkti þetta mót og
kunna forsvarsmenn PS þeim
bestu þakkir. Verðlaunaaf-
hending fór fram í Röstinni,
en næsta mót verður þann
13. október.
Gerða og Andrés sigruðu
á Grágásarmótinu
Jónas og Hörður í U-21
KARFAN Í GANG Á NÝ!
Njarðvíkingar náðu þ e i m g l æ s i l e g a á f a n g a a ð s i g r a
í annað árið í röð á Knock
Out Cup mótinu í Árósum í
Danmörku á laugardag.
Egill Jónasson tryggði sigur
á Bakken Bears, 67-69, með
glæsilegri troðslu yfir varnar-
menn Dananna þegar 6 sek-
úndur voru eftir af leiknum.
Njarðvíkingar hafa verið að
spila afar vel í aðdragandanum
að Íslandsmótinu og verður
fróðlegt að sjá hvort þeir haldi
sínu striki þegar Íslandsmótið
hefst í næstu viku.
Njarðvíkingar sigra
á Knock Out Cup