Víkurfréttir - 20.10.2005, Síða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Sýningin er opin
laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16
HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666
HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416
Þreföld
frumsýning
í söluumboði HEKLU Reykjanesbæ 22. og 23. október
Þriðjudaginn 25. októ-ber nk. verður haldinn hádegisverðafundur
á Flughótelinu í Keflavík. Á
fundinum er boðið upp á
upplýsandi og fræðandi fyr-
irlestur með Þorgerði Ein-
arsdóttur félagsfræðingi. Á
fundinum mun Þorgerður
Einarsdóttir greina frá nið-
urstöðum rannsókna í kynja-
fræðum með áherslu á hlut-
verk konunnar í samfélaginu.
Fyrirlesturinn er bæði áhuga-
verður og þarfur í nútíma
samfélagi.
Fundurinn er öllum opinn,
skráning fer fram í síma 892
5863 eða með því að senda
tölvupóst með nafni og síma á
netfangið gudbjorg@sss.is. Að-
gangseyrir er 1000 kr. og greið-
ist við innganginn. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á
meðan á fundi stendur.
Fyrirlesari
Þorgerður Einarsdóttir er fé-
lagsfræðingur að mennt og
hefur umsjón með kynjafræði-
námi við Háskóla Ís lands.
Þorgerður hefur stundað rann-
sóknir út frá kynjasjónarmiði
á ýmsum sviðum s.s. innan
fjölskyldufræða, á fæðingar-
og foreldraorlofi, vinnumark-
aðsmálum og launamálum.
Þá hef ur Þorgerður tek ið
virkan þátt í jafnréttisumræð-
unni um árabil.
Fleiri viðburðir
Hádegisverðarfundurinn 25.
okt. nk. er hluti af þriggja
ára sér verk efni á veg um
Atvinnuráðgjafar SSS. Sér-
verkefnið hófst með ráðstefn-
unni „Konur - aukin áhrif
á vinnumarkaði“. Nú er há-
degisverðarfundur með Þor-
gerði Einarsdóttir á dagskrá.
Þá verður haldin ráðstefna í
byrjun árs 2006 með áherslu
á fjölskylduna og starfsframa.
Leitast verður við að bjóða
upp á áhugaverða og fræðandi
fyrirlesara. Aðilar sem komið
hafa að verkefninu eru Íslands-
banki, Hitaveita Suðurnesja,
Byggðastofnun, Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum
og Reykjanesbær.
Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélag-anna í Reykjanesbæ var haldinn fimmtu-daginn 13. október.
Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður landbúnaðar-
ráðherra var kosinn formaður Fulltrúaráðsins til
næstu tveggja ára og Arngrímur Guðmundsson
yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Kefla-
víkurflugvelli var kosinn varaformaður til næstu
tveggja ára.
Aðrir í stjórn eru Brynja Lind Sævarsdóttir for-
maður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja-
nesbæ, Oddný J.B. Mattadóttir formaður Bjarkar,
Félags Framsóknarkvenna í Reykjanesbæ og Einar
Aðalbjörnsson formaður Framsóknarfélags Reykja-
nesbæjar.
Varamenn í stjórn eru Guðný Kristjánsdóttir vara-
bæjarfulltrúi, Ólöf Sveinsdóttir og Andri Freyr
Stefánsson laganemi.
Á aðalfundinum opnuðu þeir Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra og Hjálmar Árnason alþing-
ismaður formlega heimasíðu Framsóknarfélag-
anna í Reykjanesbæ xbreykjanesbaer.is.
Sveitarstjórnarkosningarnar í maí á næsta ári voru
aðal umræðuefni fundarins og skiptust fundar-
menn einkum á skoðunum um það með hvaða
fyrirkomulagi ætti að velja frambjóðendur lista
Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar.
Flestir voru á því að prófkjör væri besta leiðin við
val frambjóðenda á listann.
Áhugaverður há-
degisverðarfundur
Atvinnuráðgjöf SSS:
PRÓFKJÖR BESTA LEIÐIN
Framsóknarfólk í Reykjanesbæ: