Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2005, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 20.10.2005, Qupperneq 13
VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. OKTÓBER 2005 I 13 Karfan Blaðauki Víkurfrétta um úrvalsdeildarlið karla og kvenna í körfuknattleik á Suðurnesjum á Suðurnesjum Iceland Express deildirnar komnar í gang! Keppni í efstu deildum íslenska körfubolt-ans er hafin. Í ár bera efstu deildir karla og kvenna merki Iceland Express. Nú þegar hafa verið leiknar tvær umferðir þar sem Grinda- vík, Keflavík og Njarðvík hafa unnið alla sína leiki. Á síðasta ársþingi KKÍ var samþykkt að einungis einn Bandarískur leikmaður mætti leika í hverju liði. Því er ljóst að auk in ábyrgð mun færast á ný til ís- lensku leikmannanna en það er einmitt það sem við viljum. Nokkrir ungir og efnilegir leik- menn eru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og þar ber helst að nefna strákana í U 16 ára landsliðinu sem stóðu sig með stakri prýði á Evrópumót- inu á Spáni í sumar. Enn og aftur var Njarðvíkingum spáð titlinum en þeir hafa leikið vel í upphafi móts sem og í öllum undirbúningsleikjunum. Frið- rik Ingi Rúnarsson er kom- inn á ný við stjórnartaumana hjá Grindvíkingum en hann þjálfaði liðið þegar það land- aði sínum fyrsta Ís lands- meistaratitli. Keflvíkingar, meistarar síðustu þriggja ára, munu á ný taka þátt í Evrópu- keppninni en margir töldu að þátttaka liðsins í keppninni í fyrra myndi verða þeim dýr- keypt. Annað kom þó á dag- inn. Verði Keflvíkingar Íslands- meistarar á þessari leiktíð er það í fyrsta sinn frá árinu 1987 sem einu liði tekst að vinna titilinn fjórum sinnum í röð. Það gerðu Njarðvíkingar á árunum 1984-1987 ásamt því að verða deildarmeistarar öll skiptin. Verum dugleg að mæta á leiki okkar liða í vetur og sjáum til þess að „dollan” verði áfram á Suðurnesjum. Suðurnesjaliðin byrja leiktíðina vel Iceland Ex press-deild kvenna hefur farið fjör-lega af stað og virðist sem framþróunin sem hefur orð ið í kvenna körf unni síðustu ár sé síður en svo í rénun. Nokkurn skugga ber þó að keppnina að Suðurnesja- liðum hefur fækkað um eitt. Njarðvík dró lið sitt úr keppni vegna manneklu, en eins leitt og það var er engin ástæða til að vænta annars en að stærstu titlarnir geti endað hér á Suð- urnesjum líkt og hefð hefur verið síðustu ár. Íslandsmeistar Keflavíkur tefla fram firnasterku liði sem endranær og eins hafa Grind- víkingar góðan kjarna af leik- mönnum sem geta staðið í öllum liðum deildarinnar, þar með talið meisturunum. Keflavík hélt sama mann- skap og þær voru með síð- asta vetur, en nú hafa bæst við tvær ungar og efnilegar stúlkur, þær Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir úr Njarðvík. Auk þess sneri Reshea Bristol aftur til liðsins, en hún var öðrum fremur lykillinn á bak við frábæra byrjun Keflavíkur- stúlkna á síðasta ári. Í Grindavík er sjónarsviptir af allnokkrum lykilmönnum síðasta árs sem hafa tekið sér frí frá íþróttinni, en í þeirra stað eru komnar þær Hildur Sig urð ar dótt ir og Jer ica Watson. Hildur er alvön lands- liðmanneskja sem er komin aftur til landsins úr atvinnu- mennsku og Watson er gríð- arlega öflugur leikmaður sem á vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða. Liðin tvö eru tvímælalaust í hæsta styrkleika í deildinni, en það er fullvíst að þau lið sem setja markið á Íslands- meistara tit il inn þurfa að leggja Keflvíkinga að velli. Hvort það tekst kemur í ljós á vormánuðum. Kvennakarfan styrkist enn

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.