Víkurfréttir - 20.10.2005, Qupperneq 25
VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. OKTÓBER 2005 I 25
Hræ af hrefnutarfi sem hefur legið í sjónum fyrir utan Ægisgötu
í Reykjanesbæ var fyrir helgi
dregið út á haf og því sökkt.
Það voru starfs menn Heil-
brigðiseftirlits Suðurnesja sem
bundu kaðal utan um sporð
hrefnunnar og drógu hana út á
haf en hræið hafði verið í fjöru-
borðinu við Ægisgötuna frá því
á mánudag í síðustu viku.
Ekki gafst þó tækifæri til þess
að aðhafast í málinu fyrr en nú
vegna öldugangs við sjávarsíð-
una en hræið var um 6 metra
langt og nær óskaddað og í heilu
lagi. Ferðamenn á Reykjanesi
nýttu sér tækifærið í brælunni
og keyrðu niður á Ægisgötu
til þess að virða fyrir sér þessa
stóru, tignarlegu en jafnframt
dauðu skepnu.
Fjöldi þeirra sem sóttu námskeið hjá Miðstöð sí mennt unn ar á Suð-
urnesjum hefur aldrei verið
meiri en árið 2004. Þetta kom
fram á ársfundi MSS sem hald-
inn var þann 29. september sl.
og greint er frá á vef Reykjanes-
bæjar.
Starfssemin var mjög fjölbreytt
á síðsta ári þ.e. námskeiðahald,
fjarnám á háskólastigi og ýmis
sérverkefni. Meðal verkefna sem
Miðstöðin vinnur að eru lestrar-
erfiðleikar fullorðinna, iðnnám
fyrir ófaglærða, vika símennt-
unar og símenntunaráætlun
sveitarfélaganna.
Mið stöð in hef ur gert tvær
námskrár fyrir Fræðslumið-
stöð atvinnulífs ins. Önnur
námskrá in Ferðaþjónusta -
laugar, lindir og böð var unnin
í samstarfi við Bláa lónið. Hin
námskráin, Fagnámskeið I fyrir
starfsfólk í heilbrigðisþjónustu,
var unnin í samvinnu við HSS,
Félagsþjónustu Reykjanesbæjar
og Dvalarheimilis aldraða.
Fjarnám á háskólastigi hefur
verið stór þáttur í starfi Mið-
stöðvarinnar. Um 70 nemendur
stunda fjarnám í gegnum Mið-
stöðina. Fram kom að aðstaða
fjarnámsnemenda er að breytast
um þessar mundir en samningar
hafa verið gerðir um aðstöðu
fyrir nemendur í Íþróttaakadem-
íunni.
Fjárhagsgrundvöllur Miðstöðv-
arinnar var nokkuð til umræðu
og voru fundarmenn sammála
um að bæjarstjórnarmenn og
þingmenn ættu að leggjast á eitt
við að tryggja fjárhagsgrundvöll-
inn, segir í fréttinni á vef Reykja-
nesbæjar.
Hrefnutarfur dreginn á haf út og sökkt
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja:
Björgunarsveitin Suður-nes er að stofna ung-lingadeild fyrir ung-
linga á aldrinum 14-16 ára (9.
og 10. bekkur).
Starf unglingadeilda er mest
félagsstarf og útivera. Það sem
unglingadeildir eru að gera er
mjög fjölbreytt t.d. að fræðast
almennt um björgunarstarfið,
fara á námskeið í fyrstu hjálp,
leit og rötun, læra á GPS tæki
og áttavita og læra um með-
ferð björgunarbáta. Einnig er
farið í heimsóknir til annarra
unglingadeilda á landinu og
ýmsar aðrar ferðir.
Kynningarfundur fer fram í
kvöld, fimmtudaginn 20. októ-
ber kl. 20 í húsi Björgunarsveit-
arinnar Suðurnes að Holts-
götu 51.
Stofna unglingadeild
Björgunarsveitin Suðurnes:
Metfjöldi á námskeiðum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:
Daglega á netinu: www.vf.is, www.vikurfrettir.is, www.kylfingur.is