Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2005, Side 28

Víkurfréttir - 20.10.2005, Side 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þröstur Sigurðsson sölustjóri fyrirtækja-sviðs hjá Securitas hefur undanfarin ár unnið með eigendum fyrirtækja að fyr- irbyggjandi aðgerðum, til að koma í veg fyrir innbrot, bruna og vatnstjón. Það hefur borið á því undanfarið að öryggismálum fyrirtækja sé nokkuð ábótavant. Þröstur ásamt öryggis- ráðgjöfum Securitas hefur unnið í því að vekja menn til umhugsunar um þann skaða sem hlot- ist getur af innbroti eða bruna, ekki einungis getur skaðinn verið fjárhagslegur í formi eyði- leggingar á búnaði eða vörum heldur geta gögn s.s. bókhald glatast. Það er því mikilvægt að mati Þrastar að menn hafi öryggismál fyrirtækis- ins ofarlega á forgangslistanum. Til að fyrirbyggja að fyrirtæki séu óvarin fyrir inn- brotum lánar Securitas fyrirtækjum öryggiskerfi gegn greiðslu mánaðarlegs leigugjalds. Búnaður- inn samanstendur af stjórneiningu, lyklaborði, tilteknum fjölda skynjara og sírenu. Ekkert gjald er tekið fyrir uppsetningu en gerður er þjónustu- samningur um árlega úttekt kerfisins. Öryggis- kerfið er síðan tengt stjórnstöð Securitas, sem stað- sett er á Neyðarlínunni 112, allan sólarhringinn allan ársins hring Hvernig virkar Firmavörn? Settir eru upp skynjarar á lykilstöðum í fyrirtæk- inu. Ef skynjari nemur hreyfingu og kerfið er í varðstöðu fer sírena í gang á staðnum og kerfið sendir boð til stjórnstöðvar Securitas sem þá gerir viðeigandi ráðstafanir og sendir öryggisvörð á staðinn í snatri. Einfalt og fljótlegt Þröstur mælir með að menn setji sig í samband við öryggisráðgjafa Securitas og hann fer með þér yfir öryggisþarfir þínar. Oftsinnis hefur það komið í ljós að fyrirtækjaeigendur hafa ekki gert sér grein fyrir að hve lítið þarf að gera til að bæta öryggi fyrirtækisins. Með Firmavörn greiðir þú aðeins hóflegt mánaðargjald og getur verið viss um að öryggismálin eru í góðum höndum. Öryggiskerfi í þínu fyrirtæki eru forvarnir sem borga sig! Securitas með átak í öryggismálum í fyrirtækjum á Suðurnesjum:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.