Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2005, Side 29

Víkurfréttir - 20.10.2005, Side 29
VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 20. OKTÓBER 2005 I 29 Ís lensk nátt úra býr yfir miklum fjársjóðum og má segja að hvert sem litið er megi finna mikil listaverk sem hafa orðið til án þess að mann- legar hendur hafi komið þar nærri. Það er alla vegana álit Þorsteins Þórðar Sigurðssonar í Reykjanesbæ sem hefur und- anfarna mánuði búið náttúru- lega hraunsteina til sýningar. Á ferð sinni um Kapelluhraun fann hann fyrir tilviljun nátt- úruleg listaverk sem hann hafði með sér heim og hefur lokið við hönnun á átta styttum sem má sjá hin ýmsu form út úr. Þar á meðal eru Eldkirkjan og Föru- konan sem Þorsteinn heldur sér- staklega uppá. Hann útbjó birki- plötur undir gripina, en hefur að öðru leyti látið lögun stein- ana halda sér að fullu. „Þessar styttur eru frum raun mín á þessu sviði,” sagði Þorsteinn í samtali við Víkurfréttir. „Ég veit annars ekki til að hliðstæð hönnun hafi verið reynd þar sem stytturnar hafa ekki verið lagfærðar til á nokkurn hátt.” Þorsteinn bætir því við að lista- verkin séu náttúrusköpun og vill sem minnst gera úr því að hann sé listamaðurinn. Verkin kallar hann „Íslenska Náttúru- list” og segist leika forvitni á að vita hvaða viðbrögð þau veki hjá fólki og segist munu halda ótrauður áfram með verkefnið finni hann fyrir áhuga almenn- ings. Íslensk náttúrulist í Reykjanesbæ Þorsteinn með Förukonuna. Í baksýn er listaverk eftir dóttur hans.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.