Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 27.10.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. OKTÓBER 2005 I 21 Trésmíðaverkstæðið Stefán og Ari ehf. lauk nýlega framkvæmdum við endur-nýjun á mötuneyti sjóhersins á Keflavík- urflugvelli. Stefán og Ari voru yfirverktakar á þessari miklu framkvæmd sem kostaði um 1.8 milljónir dollara eða um 120 milljónir króna. Þeir undirverktakar sem voru með stærstu verkþætti voru Neslagnir, Nesraf, Blikksmiðja Ágústs Guðjónssonar og fleiri. Verkið hófst snemma í vor og tók fimm mánuði en það í því fólst að allt var tekið niður inni í húsinu og það endurbyggt. Vatnslagnir, raflagnir, öll loftræsting og hitunarkerfi var endurnýjað frá grunni. Í ræðu sinni við opinbera vígslu mötuneytisins sagði yfirmaður Varnarliðsins að hann hafi ekki séð svona fallegt handbragð í langan tíma á Kefla- víkurflugvelli. Gaf hann verkinu toppeinkunn fyrir skil og gott handbragð. Endurnýjuðu mötuneyti sjóhersins á Keflavíkurflugvelli fyrir 120 milljónir kr. Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ara: - yfirmaður Varnarliðsins lofaði handverkið og gaf verkinu toppeinkunn. Klippt á rauðan borða þegar verkið var formlega afhent á dögunum. Grindavík, Njarðvík og Keflavík komust öll áfram í Hópbíla-bikarnum í síðustu viku en liðin léku heima og að heiman í keppninni. Grindvíkingar höfðu samanlagt betur gegn Haukum, 185 - 175. Keflvíkingar sýndu mátt sinn gegn Stjörnunni og sigruðu saman- lagt 256 - 116. Njarðvíkingar slógu út Hött og voru samanlagðar lokatölur 205 - 141. Svo skemmtilega vill til að niðurröðunin í 8 liða úrslit Hópbílabikarsins er nákvæmlega sú sama og var í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Njarðvíkingar mæta ÍR og Grindvíkingar fá möguleika á því að ná sér niðri á Keflvíkingum en Íslandsmeistararnir slógu Grindvíkinga út í 8 liða úrslitum Íslands- mótsins í fyrra. Aðrir leikir eru Skallagrímur - Fjölnir og Snæfell - KR. Leikirnir fara fram dagana 3.-8. nóvember. Suðurnesjaliðin áfram í Hópbílabikarnum Sigurður Jónsson verður aðalþjálf ari meistara-flokks UMFG í knatt- spyrnu, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið s.l. fimmtudag. Hann tek ur við starf inu af Milan Stefáni Jankovic sem mun þess í stað snúa sér að þjálfun yngri flokka félagsins eins og hann hafði hugsað sér þegar til stóð að Guðjón Þórðarson þjálfaði liðið í fyrra. Auk þeirra tekur Magni Fannberg Magn- ússon til starfa við þjálfun hjá félaginu, en þeir Milan Stefán og Magni verða einnig aðstoðar- þjálfarar Sigurðar hjá meistara- flokki. Sigurður sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri afar spenntur fyrir því að taka við Grindavíkurliðinu. “Félagið er metnaðarfullt eins og ég og það kom ekkert annað til greina eftir að viðræður hófust en að éG yrði hér. Við stefnum að því að spila góðan og skemmtilegan fótbolta og að vera í toppbar- áttunni í Landsbankadeildinni. Við erum komnir á fullt á mark- aðnum og ætlum að styrkja okkur fyrir næsta ár. Svo eru líka nokkrinr ungir og efnilegir strákar í hópnum hjá okkur sem ég ætla að kíkja betur á.” Siggi Jóns þjálfar UMFG Njarðvíkingurinn Jeb Ivey sendir boltann í sigurleiknum gegn Hetti.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.