Víkurfréttir - 15.12.2005, Qupperneq 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
La u g a r d a g i n n 1 7 . desember verður opið hús í Íþróttaakademí-
unni frá kl. 11:00 - 14:00. Starfs-
fólki akademíunnar langar til
að bjóða Suðurnesjamönnum
að koma og kynna sér starf-
semina, skoða húsnæðið, taka
þátt í skemmtilegum þrautum
og þiggja létt ar veit ing ar.
Skyrgámur kíkir í heimsókn
ásamt öðrum uppákomum.
Þessar ferðir gefa 3.000–12.400 Vildarpunkta.
Jólapakkarnir fást líka á söluskrifstofum
Icelandair og í Fjarsölu í síma 50 50 100.
Um þessi jól er það ferðahugurinn sem skiptir máli.
Finndu jólapakkann á icelandair.is og gefðu frí þessi jól.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
30
49
5
1
2/
20
05
GEFÐU
EINHVERJUM
FRÍ UM JÓLIN
JÓLAGJÖFIN HANS:
STEFNUMÓT
Í NEW YORK
Jólapakkar Icelandair
Evrópa 23.900 kr.
USA 34.900 kr.
Saga Class Evrópa 49.900 kr.
Saga Class USA 54.900 kr.
Einungis fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair
Evrópa 29.900 punktar*
USA 43.900 punktar*
* Greiða þarf flugvallarskatta (Evrópa 6.800 kr., USA 9.600 kr.)
• Sölutímabilið er til 24. desember 2005.
• Ferðatímabilið er 10. janúar – 14. maí 2006.
• Bóka þarf fyrir 27. janúar 2006.
• Tilboðið gildir til allra áfangastaða nema Orlando.
• Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags.
• Takmarkað sætaframboð.
• Sjá nánar skilmála á icelandair.is
Félag ungra Framsóknar-manna í Reykjanesbæ bíður til tónleika með
stórhljómsveitinni Hjálmum
föstudaginn 16. desember n.k.
Aldurstakmark er 16 ára og
er frítt inn á tónleikana, já þið
lesið rétt, það verður frítt inn.
Tónleikarnir verða haldnir í
húsnæði Bigga Guðna í Gróf-
inni, þar sem bílasprautuverk-
stæði var til húsa og byrja
Hjálm ar að spila kl 22:00.
Um er að ræða vímu lausa
skemmtun þar sem öllu ungu
fólki gefst kostur á að hlýða á
tóna vinsælustu hljómsveitar
Íslands. Það er ekki oft sem tón-
leikar sem þessir eru haldnir í
iðnaðarhúsnæði og viljum við
því benda fólki á að mæta tíma-
lega því færri munu komast að
en vilja.
Sálin verður með ball í Stapa föstu dag inn 30. desember n.k. en þessi
böll Sálarinnar á Suðurnesjum
milli jóla og nýars eru feyki-
lega vinsæl. Suðurnesjamenn
ættu ekki að láta þetta tækifæri
sér úr greipum ganga þar sem
Sálin mun draga sig í hlé eftir
áramót um óákveðinn tíma.
Íþróttaakademían - opið hús
Sálin í Stapa 30. desember
Tónleikar með Hjálmum
í boði Framsóknar
Innri-Njarðvík á sér langa og merkilega sögu. Þar var höfðingjasetur frá 17. öld
fram undir aldamótin 1900. Þar
var m.a. byggð kirkja árið 1866,
sem enn stendur. Hún er með
elstu steinhúsum landsins og
getur talist nýbygging ef miðað
er við þann tíma sem kirkja
hefur staðið í Innri Njarðvík.
Sagan greinir frá mörgum litríkum og kraftmiklum per-
sónum sem hafa búið í Innri Njarðvík í gegnum tíðina,
margir suðurnesjamenn geta rakið ættir sínar þangað.
Nokkrir félagar innan Leiðsögumanna Reykjaness
kynntu sér þessa sögu og fylltust miklum áhuga vegna
þess hversu athyglisverð hún er og
vilja miðla henni áfram til íbúa.
Fimmtudaginn 15. desember kl.
20:00 - 22:00 ætla leiðsögumenn-
irnir Sigrún Franklín, Rannveig
Garðarsdóttir og Dagbjört Ósk-
arsdóttir að bjóða íbúum og öðru
áhugasömu fólki upp á sagnakvöld
í Innri-Njarðvíkurkirkju á vegum
Leiðsögumanna Reykjaness í samvinnu við Byggðasafn
Reykjanesbæjar og Húsanes ehf.
Sigrún segir frá sagnaskemmtun, þróun hennar og sér-
stöðu á svæðinu. Einnig segir hún frá frænda sínum,
sagnamanninum Guðmundi A. Finnbogasyni.
Rannveig segir frá sögu kirkjuhaldara í Innri-Njarð-
víkurkirkju frá upphafi en það embætti var í höndum
sömu ættarinnar í 279 ár eða í sjö ættliði, þ.á.m. Ás-
björns Ólafssonar, sem stóð fyrir byggingu kirkjunnar.
Eiginkona hans, Ingveldur Jafetsdóttir, var frænka Rann-
veigar.
Dagbjört segir sögur af Helga Ásbjörnssyni og Jórunni
Jónsdóttur, frænku sinni. Þau voru síðustu ábúendur og
kirkjuhaldarar í Innri Njarðvík.
Að lokum verður boðið inn í Byggðasafnið Innri Njarð-
vík, hús Helga og Jórunnar. Þar verður heitt súkkulaði á
boðstólum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
F.h. Leiðsögumanna Reykjaness
Sigrún Franklín, Rannveig Garðars-
dóttir og Dagbjört Óskarsdóttir.
Sagnakvöld í Innri-Njarðvíkurkirkju í kvöld
Þökkum stuðning, ástúð og umhyggju
í veikindum og við andlát
Sigurðar E. Þorkelssonar,
fyrrverandi skólastjóra.
Hildur Harðardóttir,
Melkorka Sigurðardóttir, Valtýr Guðbrandsson og börn,
Þorkatla Sigurðardóttir, Þröstur Ingvason og synir,
Þorkell Snorri Sigurðarson og dóttir.