Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2005, Blaðsíða 61

Víkurfréttir - 15.12.2005, Blaðsíða 61
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ • JÓLABLAÐ I I FIMMTUDAGURINN 15. DESEMBER 2005 I 61 M yn di r: J ac qu el in e D ow n ey Bretlandseyjar: Vísindamenn vara við að þeim ung- mennum sem reglulega neyta kanna- bisefna sé töluverð hætta búinn á að verða fyr ir and- legum/geðrænum röskunum, síðar á lífsleiðinni. Telja þeir efnið hafa svo alvarleg áhrif á heil- ann að það sé talin helsta orsök geð- rænna vandamála, á Bretlandseyjum í dag. D r . S t a n l e y Zammit, sérfræðingur í lyfjarann- sóknum, greindi nú nýlega frá rann- sóknum sínum á ráðstefnu BUBA Foundation. Þar sýndi hann fram á að þau ungmenni sem notað höfðu kanna- bisefni allt að 50 sinnum eða oftar fyrir 18 ára aldur væru þrefalt líklegri til að þróa með sér geðvandamál síðar á æv- inni en aðrir, þar sem heili þeirra væri ennþá á þroskastigi og því berskjaldaðri fyrir eyðingarmætti efnisins. Töluverðar líkur væru því á að efnið hefði alvarleg áhrif á þroska unglinga sem neyta þess. Þær væru þó töluvert minni hjá þeim sem notað höfðu efnið 10 sinnum eða sjaldnar fyrir 18 ára aldur. Dr. Zammit benti því jafnframt á að auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir að fjöldinn allur af ungmennum skaðaðist varanlega ef efnið væri ekki í boði á meðal þeirra. Í ljósi þessa hljóti ofangreindar niðurstöður að vera mjög mikilvægar, ekki eingöngu frá heilbrigð- islegu sjónarmiði heldur einnig félags- legu. Vegna rannsókna sinna hefur Dr. Zammit nú nýverið fengið viðurkenn- ingu og styrk til enn frekari rannsókna á efninu en aðrar nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á sterk tengsl milli neyslu kannabisefna og aukinnar áhættu á öðrum heilsufars- og félags- legum vandamálum. Aðrar viðvaranir vísindamanna um skaðsemi kannabis hafa leitt í ljós, eftir miklar rannsóknir á eituráhrifum þess, að THC (tetra- hydrocannabinol), sem er virka vímu- efnið úr plöntunni, ákvarðar vímuna með því að hafa áhrif á efni í heilanum, sem senda boð frá einni frumu til ann- arrar. Eiturefnið THC er eftir vinnslu mun sterkara en það var fyrir nokkrum áratugum og skaðsemin því að sama skapi mun meiri. Umræðan um lögleiðingu Í byrjun s.l. árs var samþykkt á breska þinginu að færa kannabisefnin niður úr áhættuflokki B yfir í flokk C. Efnið flokkast því nú m.a. með sterum, róandi lyfjum og sterkum verkjalyfjum, sem allt eru lögleg en lyfseðilsskyld. Nýju lögin heimila þó ekki ungmennum undir 18 ára aldri að nota kannabisefni. Gríðarlegt magn kannabisefna er árlega notað á Bretlandseyjum. Kannanir hafa leitt í ljós, að þriðjungur allra 15 ára ungmenna hafa prófað efnið. Háværar raddir eru uppi um, í þjóðfélaginu, að ítarleg rannsókn hefði átt að hafa farið fram, áður en lögunum var breytt þann 24. janúar 2004. Þeirri rannsókn hefði svo átt að hafa verið fylgt eftir, með fræðslu og forvörnum. En fram hefur komið að misbrestur hafi orðið á þeirri eftirfylgni. Helstu fylgismenn breytinganna töldu tíma lögreglunnar betur varið í að eltast við þá sem meðhöndluðu sterkari fíkni- efni. Með breytingunum varð aðgengi því einfaldara að efninu ásamt því að raddir fyglismanna fyrir skaðleysi þess, urðu háværari. „Hins vegar, eftir einungis rúmlega árs reynslu af nýju löggjöfinni, telur Tony Blair, forsætisráðherra, að nauðsynlegt sé að endurskoða hana. Hún hafi svo ekki verði um villst gefið út röng og vill- andi skilaboð til ungmenna og breytt ástandi þar í landi, til hins verra. “ HLÚUM AÐ ÆSKUNNI BYGGJUM HENNI BJARTA FRAMTÍÐ! Þýtt og staðfært að hluta úr bresku pressunni. Reykjanesbær, nóvember 2005 Elías Kristjánsson, foreldri og áhugamaður um fíkniefnaforvarnir. UNGLINGAR OG KANNABIS HEILINN ENNÞÁ AÐ ÞROSKAST!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.