Víkurfréttir - 15.12.2005, Page 38
38 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
skipti við. Eftir að verkefninu
lauk voru aðstandendur mynd-
arinnar einnig sammála um
það að Suðurnesjamenn eru full-
færir um að taka að sér svona
stórt verkefni sem kvikmyndin
The Flags of our Fathers er.
Sem dæmi um umstangið í
sumar í Sandvík, þá voru þar
1200 manns samtímis þegar
mest var í sumar. Það lætur
nærri að vera eins og allir íbúar
Garðs. Tómas fékk björgunar-
sveitir á Suðurnesjum til að sjá
um öryggismál á sjó en fylgja
þurfti öllum prömmum á milli
Sandvíkur og Hafna, þar sem
búnaðurinn var geymdur á næt-
urna. Á stærstu tökudögum
voru yfir 20 skip og bátar af
öllum stærðum og gerðum við
Sandvíkina. Þá voru hótelin í
Reykjanesbæ full af fólki sem
tengdist kvikmyndatökunni í
sex vikur.
Tómas sagði þá Hollywood-
menn hafa lagt mesta áherslu
á öryggismál, enda hafi aðeins
orðið nokkur smáóhöpp við
sjálfa kvikmyndatökuna. Einn
snérist á ökkla og annar brenndi
sig á pústi.
Ómetanleg reynsla
Tómas segir að starf ið við
kvikmyndatökuna í Sandvík
hafi verið ómetanleg reynsla.
Hollywood-menn hafi lausnir
á öllum hlutum en eitt var það
sem þeir kunnu engar lausnir
á, en það var hin alíslenska veð-
rátta. Þannig kom djúp lægð
upp að landinu á sama tíma og
það var stórstreymt. Það var
ekki að spyrja að því að Sandvík
breytti um svip á einum degi.
Þúsundir tonna af sandi færð-
ust til og jafnvel birgi fylltust af
sandi. Það tók tvo sólarhringa
að gera ströndina starfhæfa
aftur eftir þau ósköp.
Clint Eastwood kynnti
sér Bláa herinn
Tómas segist hafa kynnst mörgu
skemmtilegu og áhugaverðu
fólki. Hann hafi kynnst leik-
urum og jafnvel talað talsvert
við sjálfan leikstjórann, Clint
Eastwood. Clint var hrifinn af
því sem hann upplifði hér á
Reykjanesi og hann lýsti einnig
ánægju sinni með það starf sem
Tómas var að vinna í umhverfis-
málum. Blái GMC trukkurinn
sem Blái herinn notar í sín verk
var með hlutverk í Sandvík og
Clint var hrifinn af bílnum, sem
var innan um „vini sína og jafn-
ingja” sem voru leikmunirnir
frá tímum síðari heimsstyrjald-
arinnar. Þegar Clint lauk sínu
starfi í Sandvík færði Tómas
honum tvo hluti frá Suður-
nesjum. Mynd af gestaspori
Reykjanesbæjar, sem steypt var
í stéttina framan við Sambíóin
í Reykjanesbæ og áritaða ljós-
myndabók Oddgeirs Karlssonar
um Reykjanes. Við þetta tæki-
færi bað Clint Eastwood Tómas
um kveðju til Reykjanesbæjar.
Sagði hann það mikinn heiður
að fá þessa viðurkenningu bæj-
arins og eins var hann ánægður
með baráttuna fyrir umhverfis-
málum og hreinsun hafsins.
Eignaðist þrjá áberandi
leikmuni
Þegar tökum á myndinni var
lokið fékk Tómas að eiga þrjá
leikmuni sem notaðir voru
í myndinni og eru áberandi
leikmunir af ströndinni í Sand-
vík. Um er að ræða herjeppa,
sjúkrabíl og bílbát. Þetta eru allt
ógangfærir bílar sem stendur
en hver veit nema blásið verði í
þá lífi við tækifæri og þó síðar
verði. Uppi eru hugmyndir um
að sýna þessa gripi í Reykja-
nesbæ þegar kvikmyndin kemur
hingað til sýninga á næsta ári.
Tómas segir að framleiðendur
myndarinnar hafi mikið lagt
upp úr umhverfissjónarmiðum
og í upphafi var tekið frá fjár-
magn til að nota við uppgræðslu
á sárum eftir tökurnar. Tómas
vill jafnframt meina að bæði
Krýsuvík og Stóru-Sandvík hafi
verið í betra ásigkomulagi eftir
kvikmyndaverkefnið en fyrir
það. Nokkrir aðilar höfðu sig
einnig mjög í frammi varðandi
umhverfismálin í Krýsuvík við
upphaf verkefnisins og segir
Tómas þá uppákomu ekki verið
þeim aðilum til framdráttar. Því
svæði var skilað í mun betra
ástandi en áður og sama má
segja um Sandvík. Þar var fjar-
lægt meira af rusli en komið var
með inn á svæðið.
Kominn á fjárlög
En aft ur að Bláa hern um.
Tómasi eru umhverfismálin
hugleikin og fannst vænt um þá
viðurkenningu sem Víkurfréttir
veittu honum í ársbyrjun. Enn
frekari staðfesting þess að Blái
herinn er á réttri braut fékkst
þegar Ungmennafélag Íslands
og Pokasjóður veittu Tómasi
viðurkenningu á árinu fyrir
umhverfismál. Þá hefur um-
hverfisráðherra, Sigríður Anna
Vi
ðt
al
: H
ilm
ar
B
ra
gi
B
ár
ða
rs
on
•
M
yn
di
r:
Úr
e
in
ka
sa
fn
i
Skriðdreki sem er jafnvígur á sjó og landi undan ströndum
Sandvíkur við tökur á stórmynd Clint Eastwood sl. sumar.
Ein af mörgum stórglæsilegum myndum Charles Hood, sem hann tók af Tómasi í Þingvallavatni.