Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2005, Page 67

Víkurfréttir - 15.12.2005, Page 67
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ • JÓLABLAÐ I I FIMMTUDAGURINN 15. DESEMBER 2005 I 67 Landhelgisgæslan hefur undanfarin ár haft tals-vert samstarf við norska fyrirtækið Air Lift en það er með svipaðan þyrlurekstur og Landhelgisgæslan á Svalbarða samkvæmt samningi við sýslu- manninn þar. Þar sem Land- helgisgæslan og Air Lift eru með sams konar þyrlur, eru bæði möguleikar á samnýtingu varahlutalagers og einnig hefur það tíðkast að flugmenn Land- helgisgæslunnar starfi fyrir Air Lift í fríum og fái þannig ómet- anlega reynslu. Nú í des em ber fer einn af þyrluflugmönnum Landhelgis- gæslunnar, Þórarinn Ingi Inga- son, til starfa fyrir Air Lift á hamfarasvæðunum í Pakistan en þar bíður hans það hlutverk að fljúga með vistir og nauð- synjar upp í þorpin í fjöllunum í kringum bæinn Abbottabad. Einnig að fljúga með slasað fólk á sjúkrahús úr fjallaþorpunum. Hann mun fljúga þyrlu af gerð- inni Super Puma en Líf, stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, er af þeirri gerð. Air Lift vinnur fyrir Alþjóða Rauða krossinn sem starfar í Pakistan en nú er einmitt mikið kapphlaup við tímann að koma fólki í öruggt skjól áður en veturinn skellur á af öllum sínum þunga. Þórarinn Ingi fer utan 16. desem- ber næstkomandi og kemur til baka 30. desember. Hann mun því eyða jólunum í Pakistan. Til hjálparstarfa í Pakistan yfir jólin OPNUNARTÍMI KASKO Sunnudagur 18. des. 10:00 - 19:00 Mánudagur 19. des. 10:00 - 20:00 Þriðjudagur 20. des. 10:00 - 20:00 Miðvikudagur 21. des. 10:00 - 20:00 Fimmtudagur 22. des. 10:00 - 22:00 Föstudagur 23. des. 10:00 - 22:00 Laugardagur 24. des. 10:00 - 13:00

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.