Víkurfréttir - 21.12.2005, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Linda Helga dótt ir úr Njarðvík skóf glæsilega Acer fartölvu frá Tölvu-
listanum í Jólalukku Víkur-
frétta og fékk tölvuna afhenta
í Tölvulistanum við afhend-
ingu skafmiðans í gær.
Linda var að versla í verslun-
inni Kóda í Keflavík og fékk
Jólalukku fyrir viðskiptin. Þegar
hún kom heim skóf hún af mið-
anum og þá kom þessi glæsilegi
vinningur í ljós en þetta er næst
stærsti vinningurinn í Jólalukku
Víkurfrétta 2005. „Þetta er mjög
skemmtileg og öflug fartölva”,
sagði Bjarni Sigurðsson, verslun-
arstjóri í Tölvulistanum en versl-
unin opnaði að Hafnargötu 90 í
Keflavík fyrr á þessu ári.
Kristín Kristjánsdóttir, versl-
unarkona í Keflavík til tuttugu
ára er alsæl með jólaverslun-
ina en hún rekur ásamt Hildi
systur sinni Kóda fataverslun
að Hafn ar götu15 og Kóda-
jólamarkað að Hafnargötu 16.
„Það er búið að vera frábært
að gera hjá okkur og Jólalukk-
urnar fljúga út. Það er magnað
hvað Jólalukkan ger ir fyr ir
okkur kaupmenn. Fólk á Suð-
urnesjum er mjög meðvitað um
skafmiðann og spyr mjög oft
ef við erum ekki þegar búin að
afhenda þeim miða fyrir við-
skiptin. Þau miðast við 4000
kr. og það eru dæmi um það
hjá mér að kona sem spurði um
jólalukku en hafði ekki verslað
nema fyrir 2000 kr. ákvað að
kaupa meira svo hún fengi
Jólalukku. Það fannst mér ótrú-
legt en þetta er dagsatt og mjög
skemmti legt”, sagði Krist ín
sem kallar ekki allt ömmu sína
í verslun og viðskiptum hér í
bæ. Auk þess að vera í Kóda
alla daga hefur hún verið í far-
arbroddi í samtökunum Betri
bær í Reykjanesbæ og verið
verkefnisstjóri fyrir Jóladaga í
Reykjanesbæ. Jóladagar er heiti
yfir samnefnt verkefni sem snýr
m.a. að því að gera út jólahljóm-
sveit og hóp jólasveina en þessi
hópur arkar um götur bæjarins
til að lífga upp á stemmninguna
í jólamánuðinum.
Jólasveinarnir hafa verið á fleygiferð og komu
m.a. við í Sparisjóðnum í Njarðvík.Linda með fartölvuna sem Bjarni Sigurðsson í Tölvulistanum afhenti henni.
Linda vann fartölvu frá Tölvulist-
anum eftir jólaverslun í Kóda