Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2005, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 21.12.2005, Blaðsíða 45
VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ • JÓLABLAÐ II I MIÐVIKUDAGURINN 21. DESEMBER 2005 I 45 Georg sparibaukur frá Íslandsbanka hefur heimsótt leikskóla í Reykjanesbæ nú í desember. Hann heimsótti m.a. Garðasel, Heiðarsel , Vesturberg og Gimli. Georg skemmti börnunum með söng og spjalli og höfðu þau mjög gaman að fá hann í he ims ókn og hann kom með þessar líka fínu Georgs- piparkökur sem brögðuðust vel. Þess i he ims ók n k r ydd aði daglegt líf í leikskólanum og voru börnin mjög ánægð með að fá Georg í heimsókn svo og starfsmenn leikskólanna , og að sjálfsögðu var Georg mjög ánægður að fá að heimsækja öll þessi þægu og góðu börn. Georg hefur gert þetta áður að fara í leikskóla og fyrir nokkrum árum kom hann í leikskólana í Vogum, Gefnarborg í Garði, Krók í Grindavík og Gimli í Njarðvík. Georg sendir öllum börnum á Suðurnesjum bestu jólakveðjur. MÖRGÆSIN GEORG HEIMSÆKIR LEIKSKÓLA Áramótablað Víkurfrétta fimmtudaginn 29. des.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.