Víkurfréttir - 29.12.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Viltu hætta að reykja ?
Reykleysisnámskeið hefst fimmtudaginn
19. janúar kl. 17-18
Nánari upplýsingar og skráning hjá Rósu og Þórunni
í síma 422-0533 (dagdeild) klukkan 8.00 - 16.00
alla virka daga. Skráningu lýkur 16. janúar.
Námskeiðsgjald er 9.500 kr.
Bókasafn Reykjaensbæjar hefur opnað netaðgang að gagnabanka safnsins um Suðurnes í tilefni þess að fyrsta tölublað
mánaðartímaritsins Faxa kom út fyrir 65 árum.
Meginuppistaða í gagnabankanum eru tilvísanir
í greinar og fréttir í Faxa. Auk þess eru í honum
valdar heimildir úr bókum og tímaritum um Suð-
urnes sem einn starfsmanna safnsins, Ragnhildur
Árnadóttir, safnaði.
Það var þann 21. desember árið 1940 sem 1. tölu-
blað Faxa kom út. Blaðið hefur komið út allar
götur síðan og það eru félagar í Málfundafélaginu
Faxa sem gefa blaðið út.
Faxi er ómetanleg heimild um sögu og mannlíf
á Suðurnesjum og hefur nýst vel í gegnum tíðina
við öflun heimilda. Lyklun hans var því eitt af for-
gangsverkum okkar á bókasafninu og fékkst leyfi
hjá Faxa félaga til að lykla blaðið árið 1992. Þeir
létu ekki við það sitja heldur færðu safninu tölvu
að gjöf til verksins.
Verkið vannst hægt en örugglega og hefur þessi
gagnagrunnur verið notaður á safninu í nokkur ár
en er nú aðgengilegur fyrir alla á netinu í gegnum
vef bókasafnins.
Viðmót gagnabankans er svipað og á leitarvélum
á netinu. Hægt er að takmarka leit við bækur eða
tímarit og leita eftir höfundum, titlum og efnis-
orðum.
Það er von bókasafnsins að Gagnabanki um Suð-
urnes nýtist nemendum og fræðimönnum vel um
ókomin ár.
Kirkjusókn í Njarðvíkurkirkju var góð um jólin, enda Innri Njarðvík ört stækkandi samfélag í Reykjanesbæ.
Að þessu sinni nutu kirkjugestir góðs af fram-
lagi nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
þeim Kristínu Þóru, Unu Maríu, Aldísi Helgu
og Guðbjörgu sem fluttu lög og sungu undir
stjórn Dagmar Kunakova og Alexöndru Bítak
við athöfnina á aðfangadag og jóladag.
Hátíðin þótti takast afar vel og var gerður
góður rómur af þessu framlagi nemenda. Um
áramótin verður svipað fyrirkomulag í messu-
haldi, þ.e. á gamlársdag klukkan 17:00 verður
hátíðarmessa í Njarðvíkurkirkju og hvetjum
við ykkur til að koma og taka virkan þátt,
segir í tilkynningu frá kirkjunni.
Bókasafn Reykjanesbæjar:
Gagnasafn um Suðurnes
aðgengilegt á netinu
Víkurfréttir standa fyrir kjöri á manni ársins 2005 á Suðurnesjum.
Sér stök nefnd Vík ur frétta
kemur saman um áramót og
fer yfir líðandi ár. Þá er tekið
við tilnefningum frá lesendum.
Ábendingum um mann ársins
2005 á Suðurnesjum má koma
til Vík ur frétta með því að
senda tölvupóst á: postur@vf.
is
Kjörið verður síðan kynnt í Vík-
urfréttum í janúar 2006.
Góð kirkjusókn í ört stækkandi
samfélagi í Innri Njarðvík
HVER VERÐUR
KJÖRINN MAÐUR
ÁRSINS 2005?
Tómas Knútsson, maður ársins
2004 á Suðurnesjum.