Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2005, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 29.12.2005, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Mikil skötustemmning var um öll Suð ur-nesin á Þorláksmessu og fréttist af mörgum stórum skötuveislum í Njarðvík, Kefla- vík, Garði, Sand gerði og í Grindavík. Margir nýttu sér skötuveislu þeirra Ax els Jóns son ar og Haraldar Helgasonar, veitinga- manna en þeir sameinuðust með skötu og sjávarréttahlað- borð í Stapanum í hádeginu á Þorláksmessu. Var margt um manninn og var stemmningin góð und ir ljúfri og lif andi harmonikkutónlist. Flest ir fengu sér kæsta skötu að hætti þeirra félaga og feiti út á sem matreiðslumennirnir Ási Páls og Villi Reynis báru rjúkandi í potti á milli borða. Sumir létu sér nægja að fara í saltfiskinn og annað sjávarmeti sem var á hlað- borðinu og enduðu jafnvel á grjónagraut, möndlugrautnum ógurlega. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Stapa. ✝ sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Bjarma, félag um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum, reikningsnr. 0142-05-70735. er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Birgir Örn Ólafsson, Helga Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnar Ólafsson, Kristinn Jón Ólafsson, Bergþóra Hallbjörnsdóttir, barnabörn og systur. Skiptar skoðanir voru á fjármálum Reykjanes-bæjar á síðasta fundi bæj- arstjórnar eins og við var að bú- ast, en minnihlutinn setti fram bókun þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs. Sögðu þau m.a. að fjárhagsáætlun bæjarins beri ýmis merki þess að komið sé að lokum kjörtímabilsins og kosningar framundan. Meirihlutinn svaraði um hæl með bókun þar sem gerð er grein fyrir því sem stjórnvöld hafa áorkað á kjörtímabilinu sem er að líða og þeirri þjónustu- aukningu sem er framundan í Reykjanesbæ. Fjárhagsstaðan sé góð og nú gefist tækifæri til að styrkja ýmis þróunarverkefni í sveitarfélaginu. Í bókun minnihlutans, sem er löng og ítarleg segir m.a.: „Stór- fellt endurmat eigna sveitarfé- lagsins s.s. hlutafé í Hitaveitu Suðurnesja hefur komið í veg fyrir hrun á eiginfjárstöðu sveit- arfélagsins.“ Minnihlutinn segist óviss um að Reykjanesbær geti keppt við nágrannasveitarfélög með nú- verandi meirihluta við stjórnvöl- inn. Skuldbindingar fari vaxandi og meirihluta tekna sveitarfélags- ins sé ráðstafað fyrirfram. Í bókun meirihlutans kemur fram að fjármál bæjarins séu sí- fellt að batna. Gert sé ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu á rekstrar- reikningi Reykjanesbæjar og fyr- irtækja hans og tekið er fram að eiginfjárhlutfall samstæðunnar sé að nálgast 30%. Bókanirnar frá fundinum má finna á vef bæjarins. Reykjanesbær: Deilt um fjármál í bæjarstjórn Skötustemmning um allan bæ Illa lyktandi frétt frá Þorláksmessu: FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Brynjar Steinarsson, Skúli Þ. Skúlason og Guðjón Stefánsson fá sér á diska. Til hliðar eru Jón Stefánsson og Guðrún Sigurbergs- dóttir ánægð með góða skötu. Axel Jónsson og Haraldur Helgason galvaskir við skötuhlaðboðið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.