Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 29.12.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ • ÁRAMÓTABLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. DESEMBER 2005 I 21 Ungur Grindvíkingur, Páll Guð munds son að nafni, náði þeim frábæra árangri að útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja með 9,2 í lokaeinkunn. Hann var með hæstu meðaleinkunn allra sem útskrifuðust úr FS á haustönn sem leið og hlaut fjölda verðlauna fyrir árangur sinn í hinum ýmsu greinum. Þess má auk þess geta að Páll lauk námi sínu á þremur og hálfu ári í stað fjögurra eins og vant er. Víkurfréttir tóku þennan unga og efnilega mann tali, en hann segir að þrátt fyrir góðan ár- angur hafi námið ekki heltekið hann. „Maður verður að leggja eitthvað á sig til að ná góðum árangri, en ég æfi fótbolta með Grindavík og þar eru æfingar fimm sinnum í viku á veturna og það tók mikinn tíma frá skól- anum.” Páll segir aðspurður að hans besta fag sé stærðfræði og hann stefnir að því að hefja nám í verkfræði næsta haust. Fram að því ætlar hann hins vegar að taka sér frí frá skólagöngunni og mun starfa við byggingarvinnu. Árangurinn og allar viðurkenn- ingarnar sem féllu honum í skaut á útskriftinni eru ekki á færi hvers sem er, en Páll sagðist ekki hafa stefnt sérstaklega að því að dúxa. „Nei, það var ekki fyrr en í síðustu prófunum sem það fór að hvarfla að mér að það gæti gerst, en það kom mér engu að síður á óvart hversu mörg verðlaun ég fékk. Fólk sem þekkir mig getur staðfest að ég er ekki þessi dæmigerði dúx og ég er ekkert að stressa mig á titlinum. Það er gaman að þessu, en þetta er miklu meira gaman fyrir foreldana og afa og ömmur.” DÚXINN MEÐ 9,2 Í LOKAEINKUNN PÁLL GUÐMUNDSSON útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja Lj ós m yn d: O dd ge ir Ka rls so n Senn fer í hönd sá tími ársins þar sem margir setja sér ný markmið í formi ára-mótaheita. Eflaust kannast margir við það að ætla að hætta að reykja en síðan líður enn eitt árið án árangurs. Í janúar mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja bjóða upp á námskeið til að aðstoða fólk til að hætta að reykja. Fyrirmynd námskeiðsins er sótt til Krabba- meinsfélags Reykjavíkur. Rannsóknir sýna að stuðningur í formi námskeiðs eykur líkurnar á að settu markmiði sé náð þ.e. að hætta að reykja. Markviss meðferð í reykbindindi er hagkvæm fyrir reykingamanninn sem og fjárhagslega hag- kvæm fyrir samfélagið í heild sinni. Þess vegna viljum við hvetja atvinnurekendur til að styðja við sina starfsmenn sem vilja hætta að reykja. Stuðningurinn gæti verið í formi beinnar greiðslu fyrir kostnaði námskeiðs og/eða fríi úr vinnu til að sækja það. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur þar sem hópur- inn hittist alls sex sinnum, í eina klukkustund í senn. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Sigurður Árnason læknir, Sigurður Þór Sigurðarson læknir, Rósa Víkingsdóttir hjúkrunarfræðingur og Þór- unn Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 422- 0533 eða með því að koma á dagdeild HSS alla virka daga frá kl.8-16. Nýtt líf - án tóbaks! Styðjum fólk til reykleysis - Til mikils er að vinna!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.