Víkurfréttir - 29.12.2005, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Nýárskveðja
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sendir
Suðurnesjamönnum bestu nýársóskir með þökk
fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Stjórnendur og starfsfólk HSS
Nýlega opnaði Tölvuspít-alinn nýja verslun að Hafnargötu 6 þar sem
Verslunin Bára hefur rekið um
árabil „Mini mart“.
Benedikt Kristbjörnsson hefur
um nokkurt skeið starfrækt
Tölvuspítalann í heimahúsi sínu
og selt tölvur og tengdan búnað
og rekið þar tölvuverkstæði.
Benedikt notaði tækifærið núna
þegar losnaði pláss í Bárunni og
opnaði þar verslun með tölvur
og heimilistæki.
„Við verðum með sama verð
og er í Reykjavík svo að enginn
þarf að fara í bæinn eftir tölv-
unni. Einnig bjóðum við upp á
ýmis raftæki fyrir heimilið og
tölvuleiki á besta verði,“ sagði
Benni í Tölvuspítalanum þegar
Víkurfréttir litu í heimsókn. Er
nú enn minni ástæða fyrir fólk
að fara til Reykjavíkur að versla
þegar vöruúrvalið eykst í heima-
byggðinni.
Á dögunum færði Lions-klúbburinn í Grinda-vík formanni sóknar-
nefndar Grindavíkurkirkju
styrk að upphæð 1600 þ. kr.
vegna orgelkaupa sem ráðist
hefur verið í.
Fram kom í máli Lionsmanna
að ákveðið hefði verið að gefa
sem næmi einni rödd í orgel-
inu og er það 1 milljón og 600
þúsund kr. Ekki verður öll upp-
hæðin afhent í einu lagi þar sem
Lionsklúbburinn er ekki aflögu-
fær um svo háa upphæð heldur
munu meðlimir klúbbsins halda
áfram að safna fé eins og þeir
hafa ætíð gert.
Stærsta fjáröflun Lions er kútt-
magakvöld og svo eru þeir með
ýmsar aðrar fjáraflanir í gangi.
Um jólin hafa þeir verið í sam-
starfi við jólasveinana og boðið
fólki upp á að fá jóla pakka
senda heim á aðfangadag.
Stefanía Ólafsdóttir, formaður
sóknarnefndar tók við styrknum
og þakkaði fyrir höfðinglega
gjöf. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Lionsmenn færa kirkjunni
gjöf því þeir gáfu fyrir tveimur
árum hátalarakerfi sem nýtist
við allar athafnir.
Lions styrkir orgelkaup
í Grindavíkurkirkju
Ný verslun opnar í Grindavík
með tölvur og heimilistæki
MUNDI
Styrkjum okkar fólk
með flugeldakaupum
um áramótin.