Víkurfréttir - 30.12.2003, Page 2
➤ G L Æ N Ý U P P S K E R A Í S A N D G E R Ð I
➤ T V Ö J Ó L A B Ö R N F Æ D D U S T Á H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A
➤ S O R P H I R Ð A Á S U Ð U R N E S J U M
stuttar
f r é t t i r
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Fjölmörg
umferðarslys
um jólin á
Suðurnesjum
Sex umferðaróhöppurðu í umdæmi lög-reglunnar í Keflavík
frá því skömmu fyrir mið-
nætti á aðfangadagskvöld
og þar til um miðjan dag á
jóladag. Laust fyrir kl. 23 á
aðfangadagskvöld var
jeppabifreið ekið á ljósa-
staur. Tveir menn voru í
bílnum og var ökumaður-
inn, maður á miðjum aldri,
fluttur á slysadeild.
Á fjórða tímanum á jólanótt
valt fólksbifreið á Hafnavegi.
Ökumaður, 18 ára piltur, var
fluttur á sjúkrahús. Um átta-
leytið á jóladagsmorgun fór
svo bíll út af Reykjanesbraut-
inni en ökumaður slasaðist
ekki.
Í kringum hádegi í gær fór
jeppabifreið útaf Grindavíkur-
vegi og valt en ekki urðu slys
á fólki. Klukkan 13.30 lenti
fólksbifreið út af Garðvegi og
ökumaður var fluttur á slysa-
deild en var ekki talinn mikið
slasaður en bifreiðin
skemmdist mikið. Fjórum
mínútum eftir þetta rákust
saman fólksbíll og sendibíll á
Reykjanesbraut austan við
Vogaveg en engin slys urðu á
farþegum en bílarnir lentu
utan vegar og skemmdust
töluvert.
F jögur tilboð bárust ísorphirðu á Suðurnesj-um en tilboðin voru opn-
uð 22. desember sl. Lægsta til-
boðið barst frá Gáma- og
tækjaleigunni ehf. á Fáskrúðs-
firði upp á 794.040 kr. fyrir
hverja sorphreinsun. Gert er
ráð fyrir því að sorphirða eigi
sér stað á tíu daga fresti,
þannig að sorp er tekið frá
heimilum 37-38 sinnum á ári.
Næst lægsta tilboðið átti Suð-
urvirki upp á 835.140 kr.,
Njarðtak var með þriðja lægs-
ta tilboðið uppá 849.150 kr. og
Íslenska gámafélagið bauð
933.600 kr. í verkið. Kostnaðar-
áætlun Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja hljóðaði upp á
950.000 kr.
Næsta skref í málinu er að óska
eftir gögnum um lægstbjóðanda
en niðurstöðu er að vænta á milli
hátíða hvaða tilboði verður tekið.
Þrettán aðilar sóttu útboðsgögn í
þessu útboði sem samkvæmt
kostnaðaráætlun kostar sorphirða
180 milljónir króna á fimm ára
tímabili.
Teknar voru upp síðustukartöflurnar úr garðin-um hjá Birni Maronssyni
og Lydíu Egilsdóttur í Sand-
gerði á aðfangadag, sannkall-
aðar jólakartöflur. Kartöflurn-
ar voru stórar og fallegar og
voru þær notaðar í jólamatinn.
Þau hjónin hafa ræktað kartöflur
í garðinum hjá sér í áraraðir og
segir Björn að þetta sér í fyrsta
sinn sem kartöflur séu teknar svo
seint upp úr garðinum. „Frostið
hefur aðeins náð að skemma
efstu kartöflurnar, en þessar sem
ég náði upp voru stórar og falleg-
ar. Þær voru fínar í uppstúfið
með hangikjötinu á jóladag,“
sagði Björn í samtali við Víkur-
fréttir.
Íbúum í Garði
fjölgar ört
Nú liggja fyrir upplýs-ingar frá HagstofuÍslands um íbúa-
fjölda í Garði miðað við 1.
des. 2003. Íbúar í Garði eru
1283 en voru 1. des. 2002
1237. Íbúum hefur því fjölg-
að um 46 eða um 3,72 %.
Jólakartöflur
á aðfangadag
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Lægsta tilboðið kom
frá Fáskrúðsfirði
Jólabörnin á Suðurnesjumeru tvö að þessu sinni,bæði fædd á jóladag.
Fyrra barnið var stúlka, fædd
kl. 13:15. Foreldrar hennar eru
Inga Björg Símonardóttir og
Ekasit Thasaphong í Grinda-
vík. Seinna jólabarnið var hins
vegar drengur sem fæddist
þegar klukkuna vantaði 20
mínútur í níu á jóladagskvöld.
Hann var 14.5 merkur og 54
sentimetrar. Foreldrar hans
eru Kristinn Sörensen og
Margrét Mary Byrne. Kristinn
á fyrir þrjú börn en Margrét
Mary eitt.
Báðum jólabörnunum heilsast
vel. Stúlkan úr Grindavík var
farin heim með foreldrum sínum
þegar ljósmyndari átti leið um
fæðingardeildina. Jóladrengurinn
var hins vegar klæddur í
jólasveinabúning og er á með-
fylgjandi mynd með foreldrum
sínum sl. sunnudag.Lítill jólasveinn!
1. tölublað
Víkurfrétta 2004
Þetta tölublað Víkurfrétta er 1.
tölublað ársins 2004, þó svo enn
lifi um tveir sólarhringar af
árinu 2003. Ástæðan er sú að
þessi vika er fyrsta vika ársins
2004 samkvæmt dagatali. Vík-
urfréttir reyna ávallt að láta
tölublöð og vikunúmer fylgjast
að, enda einfaldar það bókanir á
auglýsingum. Fyrsta blaðið á
nýja árinu, þann 8. janúar,
kemur því í annarri viku og
verður því 2. tölublað. Við
opnum aftur skrifstofur blaðsins
á föstudaginn kl. 09.
Jólakartöflurnar voru stórar og fallegar þegar Björn Maronsson
tók upp úr garðinum á aðfangadag.
1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 14:30 Page 2