Víkurfréttir - 30.12.2003, Side 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Skólaslit haustannar ogbrautskráning Fjöl-brautaskóla Suðurnesja
fór fram laugardaginn 20. des-
ember. Að þessu sinni útskrif-
aðist 61 nemandi; 38 stúdentar,
5 meistarar, 14 iðnnemar og 7
útskrifuðust af starfsnáms-
brautum. Nokkrir nemendur
brautskráðust af tveimur eða
fleiri námsbrautum. Karlar
voru 31 en konur 30. Alls
komu 40 úr Reykjanesbæ, 6 úr
Garði og 4 komu úr Grindavík
og Sandgerði. Nemendur úr
sveitarfélögum utan Suður-
nesja voru 7 talsins.
Við athöfnina voru veittar viður-
kenningar fyrir góðan námsár-
angur. Andri Axelsson fékk við-
urkenningu fyrir góðan árangur í
ensku og Ásta Mjöll Óskarsdóttir
fyrir góðan árangur í listum.
Daníel Pálmason fékk viður-
kenningar fyrir góðan árangur í
spænsku og íþróttum. Finna
Pálmadóttir hlaut verðlaun fyrir
árangur sinn í frönsku og líffræði
og efnafræði. Gísli Valgeirsson
fékk viðurkenningar fyrir góðan
árangur í ensku og sálfræði.
Guðni Sigurbjörn Sigurðsson
hlaut verðlaun fyrir árangur í
byggingagreinum og Þóra
Brynjarsdóttir fyrir árangur sinn í
þýsku. Jónína Steinunn Helga-
dóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir
fengu viðurkenningar fyrir góðan
árangur í íþróttum. Þá fengu þeir
Kristján Þór Karlsson og Harald-
ur Haraldsson viðurkenningu frá
skólanum fyrir störf í þágu nem-
enda öldungadeildar.
Að venju veitti Sparisjóðurinn í
Keflavík nemendum skólans við-
urkenningar fyrir góðan námsár-
angur. Að þessu sinni hlaut Daní-
el Pálmason viðurkenningu fyrir
hæstu einkunn á stúdentsprófi og
Gísli Valgeirsson hlaut viður-
kenningu fyrir góðan árangur í
erlendum tungumálum.
Kristinn Einarsson fékkfyrir jól afhent aðal-verðlaunin í jólaleik
Húsasmiðjunnar. Í verðlaun
var glænýr Electrolux kæli-
skápur að verðmæti um
100.000 kr.
Leikurinn, sem fór fram í öll-
um verslunum Húsasmiðjunn-
ar, fólst í því að þátttakendur
giskuðu á hversu margar skrúf-
ur væru í glerkrukku sem kom-
ið var fyrir í hverri Húsa-
smiðjuverslun. Sá sem kæmist
næst réttum fjölda væri sigur-
vegarinn.
Kristinn afrekaði það að giska
nákvæmlega á fjöldann í
krukkunni svo ekki munaði
einni einustu skrúfu. Sæmilegt
afrek það. Aðspurður sagðist
Kristinn ekki hugsa sér að ger-
ast farandgiskari að atvinnu, en
miðað við frammistöðu hans
telja Víkurfréttir að hann sé
efnilegur á þeim vettvangi! Á
myndinni sést Kristinn taka við
verðlaununum úr hendi Árna
Júlíussonar, verslunarstjóra.
Lögregla skarst í leikinnþegar hópur ungmennahafði safnast saman í
miðbæ Grindavíkur um mið-
nætti á jóladagskvöld og kveikt
þar í bálkesti. Tveir voru hand-
teknir eftir að hafa reynt að
hindra lögreglu en eldurinn
var slökktur og hópnum dreift.
Þetta er fjórða árið í röð sem
lögregla þarf að hafa afskipti af
ungmennum vegna óspekta af
þessu tagi um jól. Fólkið hafði
staflað upp vörubrettum og
kveikt í.
Annar hinna handteknu, Þorkell
Magnússon, sagðist í samtali við
Víkurfréttir vera ósáttur við
handtöku lögreglunnar. Hann
hafi ekki kveikt eldinn, heldur
eingöngu spurt lögreglu hvað
hún myndi gera ef hann kveikti í
brennunni. Hann sagði þessa
brennu vera árlega uppákomu að
kvöldi jóladags en þetta var í
fjórða skiptið sem kveikt er í bál-
kesti í Sólarvéinu í Grindavík.
Aðspurður hvers vegna ekki sé
sótt um leyfi fyrir brennunni,
sagði Þorkell, að þetta væri úti-
vistarsvæði og þarna væri tilbúið
eldstæði og þess vegna væri ekki
sótt um sérstakt brennuleyfi. Þor-
kell sagði að þarna yrði aftur
slegið upp bálkesti að ári en á
jóladagskvöld voru um 150 ung-
menni á staðnum.
➤ F J Ö L B R A U TA S K Ó L I S U Ð U R N E S J A Ú T S K R I F A R 6 1 N E M A N D A
➤ E L D A R B R E N N A Í G R I N D A V Í K Á J Ó L U M
Daníel Pálmason með hæstu einkunn á stúdentsprófi
Unnið við hættulegar
aðstæður í flughálu Berginu
Vinningshafi í Jólaleik Húsasmiðjunnar:
Vissi svarið upp á skrúfu!
Þorkell Magnússon á staðnum þar sem 150 ungmenni
komu saman á jóladagskvöld og kveiktu eld.
Ætla að kveikja eldinn aftur að ári
Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Það getur verið glæfralegt að skipta um perur í ljósun-
um á berginu, en það er fyrirtækið Nesraf sem sér um
peruskiptin. Hjörleifur Stefánsson rafverktaki og Gestur
Eyjólfsson starfsmaður í Nesraf fóru út á berg fyrir jólin
til að skipta um peru í einu ljósinu. Að sögn Hjörleifs eru
alltaf tveir menn á ferð til að skipta um perur á berginu
því erfitt getur verið að komast að perustæðunum. „Við
erum alltaf með taugar festar í okkur og hættum ekki á
neitt,“ segir Sveinbjörn en venjulega þarf að skipta um
fimm perur á ári. „Í ár höfum við skipt um sjö perur og
er það meira en venjulega. Hugsanlega eru þetta perur
sem hafa verið frá upphafi.“ Ljósin á berginu setja mik-
inn svip á Keflavík, enda eru þau eitt helsta vörumerki
ljósnætur.
TÓNLEIKAR Í FRUM-
LEIKHÚSINU Í KVÖLD
Guðmundur Hreinsson og dóttir hans Jana María verða með
tónleika í Frumleikhúsinu í kvöld, þriðjudaginn 30. des.
Þar flytja þau frumsamin lög og texta eftir Guðmund ásamt
lögum við texta eftir leikarann og hirðskáldið Ómar Ólafsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.Aðgangseyrir er 800 kr.Allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 14:50 Page 4