Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! N ú í jólamánuðinum fórbrautskráning nemendaLögregluskóla ríkisins fram við hátíðlega athöfn í Bú- staðakirkju í Reykjavík. Að þessu sinni voru brautskráðir 37 nemendur en þeir hófu nám við skólann í janúarbyrjun 2003. Nemendur af Suður- nesjum voru að gera góða hluti í skólanum í ár og röðuðu sér í toppsæti í einkunnum, auk þess sem lögreglumaður skólans er einnig af Suður- nesjum. Í ræðu skólastjóra Lögregluskól- ans, Arnars Guðmundssonar, rakti hann m.a. starfsemi og starfsaðstöðu skólans á þessu ári og nefndi þar sérstaklega aukn- ingu í framhaldsmenntun lög- reglumanna. Arnar beindi þeim orðum sínum til brautskráningarnemendanna að það væri ekki nóg að afla sér þekkingar því að framundan væri í lögreglustarfi þeirra að breyta þekkingunni yfir í hegðun og að hver og einn, sem sinnti lög- reglustarfi, yrði hverju sinni að gera réttu hlutina. Arnar sagði að það gæfi auga leið að rétt vinnu- brögð lögreglu, vel uppfærðar, vandaðar og umfram allt réttar skýrslur lögreglu um viðfangs- efni sín, þar sem lögreglan lýsti því hvernig hún gerði rétta hluti á réttan hátt, skiptu sköpum til að rétt og trúverðug afgreiðsla og meðferð mála ættu sér stað hjá ákæruvaldi og síðan hjá dóms- valdi. Íslenskt réttarkerfi byggði á þeirri grundvallarreglu að í op- inberum málum skyldi upplýsa sannleikann. Í lok ræðu sinnar lagði skólastjóri á það áherslu við væntanlega lögreglumenn að þeir nytu lög- reglumenntunarinnar og vonaði að þeir yrðu trúverðugir málsvar- ar hennar. Hann bað þá að njóta ánægju í lögreglustarfi, stunda réttu vinnubrögðin og vanda framkomu sína en það réði mestu um árangur þeirra í starfi. Bað hann þá sérstaklega að sýna hátt- vísi og vera heiðarlega lögreglu- menn. Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, hélt ræðu við brautskrán- inguna og sagði m.a. frá því að lögreglustarfið væri mikils metið meðal Íslendinga og fáar stofnan- ir þjóðfélagsins nytu meira trausts en lögreglan. Í því fælist þess vegna ekki lítil ábyrgð, að slást í hóp þeirra sem hafa aflað lögreglunni þessa trausts. Brýndi hann því fyrir nemendunum að mikið væri í húfi að ekki félli blettur á hinn góða starfsheiður lögreglunnar og fyrir hann skyl- du þeir ganga fram af stolti og virðingu. Sömuleiðis hvatti dómsmálaráðherra unga og fers- ka lögreglumenn til að láta að sér kveða við mótun framtíðarinnar á starfsvettvangi sínum. Hæstu meðaleinkunn á lokapróf- um náði Einar Júlíusson en hann náði meðaleinkunninni 9,15. Í næstu sætum þar á eftir voru Heiða Rafnsdóttir með meðalein- kunnina 9,06 og Bjarney Sólveig Annelsdóttir með meðaleinkunn- ina 8,85. Meðaleinkunn allra nemendanna var 7,97. Dómsmálaráðherra afhenti fjór- um nemendum sérstaka viður- kenningu fyrir að ná glæstum ár- angri í íslensku. Þessir nemendur eru Eiríkur Rafn Rafnsson, Heiða Rafnsdóttir, Maríanna Said og Olivera Ilic. Þeir lögreglufulltrúar sem starfa við Lögregluskólann völdu úr hópi nemenda „Lögreglumann skólans” og varð Bjarney Sólveig Annelsdóttir fyrir valinu. Við athöfnina hélt Jóhannes Snævar Harðarson ræðu fyrir hönd nemenda og Lögreglukór Reykjavíkur söng tvö lög. Þess ber að geta sérstaklega að með kórnum sungu þrír kennarar skólans og fimm nemendur auk þess sem einn þeirra fimm spil- aði á trompet með kórnum í öðru laganna. Þeir 37 nemendur sem voru brautskráðir að þessu sinni hafa lokið grunnnámi frá Lögreglu- skóla ríkisins og öðlast þekkingu til að takast á við öll almenn lög- gæslustörf. Þeir geta nú sótt um þær lausu stöður lögreglumanna sem í boði eru og, eins og fram kom í ræðu dómsmálaráðherra, er langþráð markmið að nást því að í landinu er nú lögreglumennt- að fólk fyrir hendi til að skipa all- ar stöður lögreglumanna. ➤ B R A U T S K R Á N I N G F R Á L Ö G R E G L U S K Ó L A R Í K I S I N S Nemendur af Suðurnesjum í öllum toppsætum skólans Kunnugleg andlit úr lögreglunni á Suðurnesjum. Bjarki Sigurðsson, Bjarney Sólveig Annelsdóttir, Brynjar Stefánsson, og Einar Júlíusson. Hinrik Konráðsson og Bjarney Sólveig Annelsdóttir á góðri stundu. Jóhannes Harðarson hér næstur ljósmyndaranum. Hann flutti ræðuna fyrir hönd nemenda. Næsta blað 8. janúar 2004 Auglýsingasíminn er 421 0000 1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 15:01 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.