Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.12.2003, Síða 8

Víkurfréttir - 30.12.2003, Síða 8
UNDANFARNIR DAGAR voru hátíðlegir hjá Kallinum. Hangikjöt og svínahamborgar- hryggur á borðum um hátíðarnar, auk laufa- brauðs og fjölda teg- unda af smákökum. Kallinn er ekki frá því að hafa fitnað yfir hátíðarnar. OG KALLINN FÉKK nokkra jóla- pakka - harða sem innihélt bækur. Með- al annars fékk Kallinn hina stórgóðu bók Úlf- ars Þormóðssonar, Hrapandi jörð sem fjallar m.a. um afdrif Járngerðarstaðaættarinnar úr Grindavík í Tyrkjaráninu. Kallinn er búinn með þá bók - og finnst hún stórgóð. Kallinn fékk líka ævisögu Elínar Pálmadóttur blaða- manns á Morgunblaðinu. Stórmerkileg kona og Kallinn hlakkar mikið til að lesa hana. ROSALEGA ER KALLINN ánægður með bæjarstjórn Sandgerðis sem hefur hug á að kaupa til baka allan Miðneskvótann sem hvarf frá Sandgerði til Akraness á sínum tíma. Um er að ræða nokkur þúsund þorskígildis- tonn sem myndu bæta stöðu Suðurnesja til muna kæmu þau aftur. Kallinn hefur heyrt frá ýmsum aðilum í Sandgerði og allir eru gríð- arlega ánægðir með þá ákvörðun bæjarstjórn- arinnar að leita eftir samningum við Brim um kaup á kvótanum. KALLINN vonar að önnur sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurnesjum taki höndum saman við Sandgerðinga og tryggi að kvótinn komi til baka. KALLINN HEFUR líka heyrt að Lands- bankinn sé tilbúinn til að lána allt að 400 milljónum til kaupa á kvótanum. Það yrði mikið framfaraskref ef Sandgerðingum tekst að ná þessum kvóta til sín og Landsbankan- um yrði hælt mikið ef hann myndi aðstoða við kaup á kvótanum. KALLINN ÆTLAR AÐ kaupa sér flugelda hjá björgunarsveitunum - hugsanlega eina tertu eða svo. KALLINN hvetur alla til að fara varlega um áramótin og um leið og hann þakkar fyrir ánægjulegt ár - óskar hann Suðurnesjamönn- um velfarnaðar á nýju ári. Áramótakveðja, Kallinn@vf.is 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum MUNDI Er Kallinn bara að verða einhver feitabolla? DAGLEGAR FRÉTTIR Á VF.IS Ánægður með Sandgerðinga Ljósmynd: Reynir Sveinsson „ROSALEGA ER KALLINN ÁNÆGÐUR MEÐ BÆJARSTJÓRN SANDGERÐIS SEM HEFUR HUG Á AÐ KAUPA TIL BAKA ALLAN MIÐ- NESKVÓTANN SEM HVARF FRÁ SANDGERÐI TIL AKRANESS Á SÍNUM TÍMA. UM ER AÐ RÆÐA NOKKUR ÞÚSUND ÞORSKÍGILDIS- TONN SEM MYNDU BÆTA STÖÐU SUÐURNESJA TIL MUNA KÆMU ÞAU AFTUR.“ Það var mikil stemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessu þegar ljós- myndarar Víkurfrétta litu á traffíkina. Jólasveinar og jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar voru á ferð og flug og sveinarnir dreifðu nammipokum til barnanna. Það var kalt en þó voru all margir á ferli eins og þessar myndir bera með sér. Kaupmenn voru almennt ánægðir með jóla- verslunina þó hún hafi í sumum tilfellum farið örlítið seinna af stað. Brenna í Innri- Njarðvík Ágamlárskvöld kl 20:00verður kveikt í áramóta-brennu á kambinum í Innri-Njarðvík ef veður leyfir. Flugeldasýning verður í um- sjón Björgunarsveitar Suður- nesja. Að brennunni standa Innri-Njarðvíkingar ásamt styrktaraðilum. Allir velkomnir Dregið í happ- drætti Lions- klúbbs Njarðvíkur Dregið hefur verið í jólahapp- drætti Lionsklúbbs Njarðvíkur 2003. Fyrsti vinningur í happ- drættinu var ný Peugeot 206 bif- reið og kom vinningurinn á miða númer 125. Í 2. til 10. vinning voru United litasjónvarpstæki og komu vinningar á eftirtalin núm- er: 745, 142, 1251, 676, 482, 883, 140, 744 og 769. Í 11. til 20. vinning voru dvd spilarar og komu vinningar á eftirtalin núm- er: 1138, 1025, 915, 920, 1285, 837, 1177, 531, 675, 170. Vinn- inga er hægt að vitja í síma 894- 1913. Birt með fyrirvara um prentvillur. ® Jólastemmning á Hafnargötunni 1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 15:56 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.