Víkurfréttir - 30.12.2003, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ 2004 I ÞRIÐJUDAGURINN 30. DESEMBER 2003 I 17
sportspjall
Í þróttalífið hér á Suðurnesj-um snýst að langmestu leytií kringum fótboltann á
sumrin og körfuboltann á vet-
urna. Þó eru fjölmörg svið sem
eru ekki alltaf í sviðsljósinu og
þeirra á meðal eru íþróttir fatl-
aðra. Margir íslenskir íþrótta-
menn á því sviði hafa verið í
fremstu röð á heimsvísu og
nægir þar að nefna Kristínu
Rós Hákonardóttur, sund-
drottningu með meiru.
Annað dæmi um slíkan afreks-
mann er Keflvíkingurinn Jóhann
Kristjánsson. Hann hefur verið
bundinn við hjólastól síðan hann
lenti í vélhjólaslysi árið 1996, en
lét mótlætið ekki buga sig og
hefur á síðustu árum unnið sig
upp í hóp fremstu borðtennis-
manna heims í sínum flokki.
Víkurfréttum lék forvitni á því að
vita hvað búi á bak við slíka vel-
gengni og náði tali af Jóhanni á
heimili foreldra hans.
Þegar hann er spurður út í upp-
hafið á ferlinum segir hann að
strax í endurhæfingunni á
Reykjalundi eftir slysið hafi
borðtennis virst liggja vel fyrir
honum. „Ég bara fann mig í
þessu og þegar ég kom út leitað-
ist ég eftir að komast á æfingar
og endaði í Reykjavík.“
Eftir að hann byrjaði að æfa náði
hann fljótlega góðum árangri og
fór að keppa á Íslandsmótum.
Síðastliðið eitt og hálft ár hefur
Jóhann verið fremstur meðal
jafningja í borðtennisíþróttinni
hér á landi og er meðal annars
þrefaldur Íslandsmeistari. Síðan
1998 hefur hann farið reglulega
utan til að keppa. „Ég fór sex eða
sjö sinnum út að keppa í fyrra og
í ár hef ég farið níu sinnum út.
Ég er sem stendur í 20. sæti
heimslistans í mínum flokki en
hef hæst náð því 16. Ég á enn
nokkuð í land með að vera afger-
andi í toppbaráttunni, en ég fór á
heimsmeistaramótið í Tævan í
febrúar síðastliðnum og á ennþá
séns að komast inn á Ólympíu-
leikana í Aþenu á næsta ári.“
Fyrir utan að æfa sex sinnum í
viku og lyfta með því nokkrum
sinnum í viku, vinnur Jóhann á
skrifstofu Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur auk þess
sem hann rekur fyrirtækið Fello,
sem selur rafmagnsvörur frá
Danmörku. Þá á hann líka fimm
ára dóttur, Guðrún Önnu, þannig
að hann hefur í ýmis horn að líta.
„Ef þú gætir fundið aðferð til að
fjölga tímum í sólarhringnum
væri ég til í að heyra af henni.“
Fyrir utan að keppa í sínum
flokki hefur Jóhann líka att kappi
við ófatlaða. „Ég lagði Guðmund
Stephensen í leik, en hann var
líka í hjólastól,“ segir Jóhann og
brosir út í annað. „En svo bauð
ég líka í Jón Ásgeir í Bónus og
hann mætti á næstu æfingu með
sinn eigin spaða og allt. Hann var
alveg ágætur, hafði greinilega
einhvern grunn, en hann sá samt
aldrei til sólar!“
Keppt er í íþróttinni út um allan
heim og ljóst er að mikill kostn-
aður fylgir ferðalögum og uppi-
haldi og hefur Jóhann þurft að
sleppa nokkrum mótum vegna
fjárskorts. En það er ekki að
heyra neinn uppgjafartón hér
heldur er okkar maður staðráðinn
í að ná enn lengra í þessum
bransa. Til þess þarf stuðning og
hvetja Víkurfréttir fyrirtæki og
einstaklinga hér í bæ til þess að
styðja við bakið á þessum efni-
lega unga manni með ráðum og
dáð.
STEFNAN TEKIN
Á ÓLYMPÍULEIKA
T il tíðinda dró í íþrótta-málum hér á Suðurnesj-um þegar ákveðið var að
hefja keppni á ný undir merkj-
um Keflavíkur í knattspyrnu
kvenna, en undanfarin ár hef-
ur Keflavík verið í samstarfi
við Víði og Reyni í RKV. Einnig
var ákveðið að endurreisa 2.
flokk kvenna sem hefur ekki
verið starfandi um alllangt
skeið.
Í kjölfarið var Ásdís Þorgilsdótt-
ir, landsliðskona og margfaldur
Íslandsmeistari með KR, ráðin
sem þjálfari meistaraflokks, en
Hannes Jón Jónsson tekur við 2.
flokki.
Þetta er í fyrsta þjálfunarstarf Ás-
dísar en eftir að hún eignaðist sitt
annað barn í sumar var ljóst að
erfitt væri fyrir hana að halda
áfram að æfa með KR í Reykja-
vík, þar sem hún býr í Keflavík
og keyrir á milli á æfingar.
Þannig sá hún gott tækifæri til að
samræma boltann og fjölskyldu-
lífið þegar Keflavík auglýsti eftir
þjálfara og sló til. „Auðvitað var
þetta ekki auðveld ákvörðun þar
sem ég er að taka skref aftur á
bak hvað varðar feril minn sem
fótboltamanns, en ég sé mikla
möguleika með Keflavíkurliðið
þar sem mikið er af ungum og
efnilegum stelpum. Liðið hefur
oft verið nálægt því að komast
upp í úrvalsdeild en alltaf hefur
vantað herslumuninn og nú er
tími kominn á hugarfarsbreyt-
ingu.“ Ásdís er nokkuð bjartsýn
á að liðið komist upp og telur að
það geti gerbreytt öllu hjá liðinu.
„Ef við komumst svo upp er auð-
veldara fyrir okkur að fá aftur
stelpur af svæðinu sem hafa farið
til annarra liða og þannig tryggt
okkur sæti meðal þeirra bestu.“
Ásdís bendir líka á mikilvægi 2.
flokks vegna þess að nú fari ung-
ar stelpur ekki rakleiðis upp í
meistaraflokk. „Það er alveg
nauðsynlegt að hafa 2. flokk
vegna þess að sumar ungu stelp-
urnar ráða ekki við breytinguna
upp í meistaraflokk og heltast úr
lestinni. Þetta er góð millilending
fyrir þær.“
Vonandi verður þetta til þess að
lyfta kvennaboltanum á svæðinu
upp á hærra plan og víst er að
metnaðurinn er til staðar.
Tefla fram kvennaliði í knatt-
spyrnu undir merki Keflavíkur
- er í fremstu röð á heimsvísu!
JÓHANN RÚNAR KRISTJÁNSSON
Jóhann Rúnar Kristjánsson - lagði helsta borðtenniskappa landsins og einnig Jón Ásgeir í Bónusi!
1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 15:06 Page 17