Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.12.2003, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 30.12.2003, Qupperneq 18
M ikil uppbygging hefurátt sér stað á tækja-búnaði Björgunar- sveitarinnar Suðurnes síðasta árið og á næstu vikum eiga meðlimir sveitarinnar von á nýjum björgunarbáti, sem staðsettur verður í smábáta- höfninni í Gróf í Keflavík. Um er að ræða Atlantic 21, opinn harðbotna björgunarbát með tveimur vélum, frá Konunglega breska björgunarfélaginu. Nýi báturinn er sérhannað sjó- björgunartæki og mun örugg- ara björgunartæki en núver- andi bátur sveitarinnar. Á næsta ári eru 10 ár liðin frá sameiningu Hjálparsveitar skáta í Njarðvík og Björgunarsveit- arinnar Stakks í Keflavík undir merki Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Gunnar segir sam- eininguna hafa skilið sér svo um munar. Það sýni best mikil upp- bygging bæði í húsnæðis- og tækjamálum. Ný svokölluð sex- hjól hafa verið tekin í notkun og hafa sannað gildi sitt. Kerra með fyrstuhjálparbúnaði fyrir allt að 100 manna slys og greiningar- stöð í risastóru tjaldi hefur vakið heimsathygli. Þannig hefur verið spurst fyrir um það hvort sveitin geti útbúið slíkar kerrur til útflutnings. Kerran er þægileg í meðförum og hægt er að flytja hana hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Skiptir þá engu hvort hún er dregin af bíl, sett um borð í skip eða hreinlega hengd neðan í þyrlu. Í tengslum við kerruna góðu er í burðarliðnum samstarfssamn- ingur milli Björgunarsveitarinnar Suðurnes og greiningarsveitar Landsspítala-háskólasjúkrahúss um að flokkur frá björgun- arsveitinni er kallaður út sam- hliða greiningarsveit Lands- spítalans. Flokkurinn sem fylgir kerrunni er m.a. skipaður vel þjálfuðum mönnum frá Bruna- vörnum Suðurnesja. Björgunarsveitina Suðurnes skipar hópur 40 virkra félaga, auk yfir 20 nýliða sem nú eru í þjálfun. Þegar mikið liggur við samanstendur björgunarsveitin hins vegar af um 100 körlum og konum sem hafa þjálfun og þekkingu til að takast á við hin fjölbreyttustu verkefni, segir Gunnar Stefánsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes í samtali við Víkurfréttir. 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ B J Ö R G U N A R S V E I T I N S U Ð U R N E S Það er góður lífsstíll aðstarfa með björgunar-sveit og það veit unga fólkið í Reykjanesbæ því nú er 21 ungmenni í svokallaðri nýliðaþjálfun hjá Björgunar- sveitinni Suðurnes. Það er Haraldur Haraldsson sem annast nýliðaþjálfun sveitar- innar. Til að gerast fullgildur meðlimur í Björgunarsveitinni Suðurnes þarf að ganga í gegn- um 18 mánaða þjálfun. Hún felur í sér alla grunnþjálfun fyrir björgunarsveitarfólk og þegar tímabilinu er lokið fá þátttakendur viðurkenningu sem Björgunarmaður I. Ný- liðar geta byrjað 16 ára gamlir, en nýliðastarfið er kynnt fólki á fyrsta ári í framhaldsskóla. Farið er í gegnum fyrstu hjálp I og II, einnig snjóflóðaleit, meðferð slöngubáta, fjarskipti, rötun, ásamt vetrarferða- og fjallaferðamennsku. Haraldur segir þjálfunina fara fram um helgar en önnur hver helgi er undirlögð af verkefnum, sem eru fjölbreytt eins og sést af framangreindu. Hópurinn sem nú er í nýliðaþjálfun er mjög skemmtilegur. Strákar eru í meirihluta en stelpur taka einnig þátt í starf inu. Mikið er um helgarferðir, sem að sjálfsögðu eru bæði áfengis- og vímuefna- lausar. „Við leggjum áherslu á að nýliðar stundi heilbrigt líferni og þannig förum við t.a.m. í líkams- rækt þrisvar sinnum í viku, þar sem bæði er stundað þrek og lyftingar“. Haraldur segist líta á nýliða- starfið sem forvarnastarf, þar sem verið er að byggja upp unglinga á jákvæðan hátt. „Við stundum góðan lífsstíl og hér er ekkert rugl“. Haraldur segir að tekið sé á móti nýjum félögum í nýliðastarfið hvenær sem er ársins. Þeir sem hafa náð 16 ára aldri og hafa áhuga á björgunarsveitastarfinu geta komið í björgunarsveit- arhúsið við Holtsgötu á mið- vikudagskvöldum kl. 20 en þá hittist hópurinn til að skipuleggja dagskránna. Starfið eftir áramótin er bæði spennandi og skemmtilegt. Haldið verður áfram með hin ýmsu námskeið og svo er stefnan tekin á snjóhúsaferð í Tindfjöll um páskana. Þar munu nýliðarnir læra að grafa sig í fönn og sofið verður í snjóhúsum. P ippý er nýjasti félaginn í Björgunar-sveitinni Suðurnes. Hún er blóðhundursem keyptur hefur verið frá Svíþjóð og fékk frelsi frá einangrunarstöðinni í Hrísey 17. nóvember sl. Pippý er því þriðji hundurinn í hundaflokki Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Þar fara þeir Halldór Halldórsson og Jóhann Bjarki Ragnarsson með þjálfunarmál. Auk blóðhundsins eru tveir sheffer-hundar, Aquaríus og Grandý. Sheffer-hundarnir eru svokallaðir víðavangs- og svæðisleitarhundar, sem einnig leita í snjóflóðum og rústum. Blóðhundurinn er hins vegar eingöngu sporhundur sem leitar að týndu fólki. Þá lyktar hundurinn af flík af hinum týnda og rekur þannig slóð hans. Pippý hafði fengið grunnþjálfun í Svíþjóð af fyrrum félaga í Björgunarsveitinni Suðurnes. Hér heima hafa verið lögð fyrir hana þrjú spor og að sögn Halldórs lofar þjálfunin góðu. Pippý er hins vegar á hóteli yfir áramótin, enda viðkvæm fyrir flugelda- skothríðinni um áramót. Útbúin hefur verið góð aðstaða fyrir tvo leitarhunda hjá Björgunarsveitinni Suðurnes. Tvö gerði eru við höfuðstöðvar sveitarinnar í Njarðvík. Halldór segir mikinn tíma fara í hundaþjálfunina en hundarnir eru í þjálfun flesta daga ársins. Halldór og Jóhann Bjarki eru félagar í Björgunarhundasveit Íslands og þar er þjálfunin einnig stunduð af kappi. Fá verkefni hafa verið fyrir hundana síðustu mánuði, en það þýðir ekki að slakað sé á í þjálfun. „ Við vitum ekki hvenær kallið kemur og þá er vissara að bæði hund- ar og menn séu í toppþjálfun“, sagði Halldór Halldórsson að lokum. H A L L D Ó R H A L L D Ó R S S O N , H U N DA Þ JÁ L FA R I : Nýr blóðhundur kemur björgunarmönnum á sporið Líflegt og skemmti- legt nýliðastarf H A RA L D U R H A RA L D S S O N , N Ý L I Ð A Þ JÁ L FA R I : Mikil uppbygging í tækjabúnaði sveitarinnar G U N N A R S T E F Á N S S O N , F O R M A Ð U R B J Ö R G U N A R S V E I TA R I N N A R S U Ð U R N E S : Fyrstuhjálparkerra Björgunarsveitarinnar Suðurnes hefur vakið athygli á heimsvísu. Mynd úr nýliðastarfinu. Slasaður maður fluttur í börum ofan af jökli. Pippý boðin velkomin í Björgunarsveitina Suðurnes á dögunum. Atlantic 21 bátur. - fyrstuhjálparbúnaður vekur heimsathygli 1. tbl. 2004 24p 29.12.2003 14:00 Page 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.