Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 21.12.2006, Blaðsíða 37
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 21. DESEMBER 2006 37STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ���������� ����������������� ����������������� ��������������� ������������������������ Hvernig voru þín uppvaxtarár í Kefla- vík? Ég var bæði í Barnaskólanum sem nú er Myllubakkaskóli og í Gaggó eða Holta- skóla, þá skipti maður um skóla eftir 6. bekk. Ég var mikill bókaormur og las allar bækur sem ég náði í og bóka- safnið á Mánagöt- unni hjá Búkka var minn upp á- halds stað ur. Ég var í mjög góðum vin kvenna hópi í gaggó og mér fannst þau ár frá- bær, Hjálmar Árna kenndi okkur og ég held að hann sé besti kennari sem ég hef haft. Síðan fór ég í Mennta- skólann við Sund og þá urðu sam- skiptin minni við stelpurnar í Keflavík en ég held samt ennþá ágætis sambandi við nokkrar þeirra. Áttu þér einhverja sérstaka minningu tengda Keflavík? Ég vann í byggingarvinnu á sumrin á menntaskólaárunum og það var hörku púl en skemmtilegt. Við systurnar Ás- dís og ég byggðum m.a. raðhúsin við Suðurgarð eða a.m.k .lögðum okkar af mörkum til þess - eða þannig. Ég man nú eftir einu tilviki þegar við vorum að ljúka við þetta verk og vorum settar í að tyrfa lóðina, þá keyrðu einhverjir gonnar fram hjá og öskruðu græna hliðin upp ! Við höfðum ekki alveg húmor fyrir þessu og fannst nú að okkur vegið. Pabbi hvatti okkur syst- urnar áfram í jafn- rétt isbaráttunni og v ið lærð um a ð s t ý r a by g g - ingarkrananum h a n s s e m v a r þá með al þeirra fyrstu í Keflavík. Mig minnir nú að steypubílstjórarnir haf i ekki ver ið alltof spenntir fyrir að steypa með ein- hverjum stelpukjánum, en létu sig hafa það og fóru að lokum að treysta okkur og þannig mjökuðumst við áfram í jafn- réttisátt. Hefur þú enn einhver tengsl við gömlu heimahagana? Stór hluti af fjölskyldunni býr þar enn, mamma og pabbi og tvö systkini mín og ég heimsæki þau reglulega. Það er alltaf gaman að líta við í Sparisjóðnum, ég vann þar um tíma -það eru nú orðin ein tuttugu ár síðan en þar er alltaf vel tekið á móti manni og mesta furða hvað maður þekkir marga ennþá ! Það er langt síðan ég fór á fermingarbarnamót en það er ágætis vettvangur til að hitta gamla kunningja og vini. Ljósanóttin ykkar frá- bæra, er líka gott tækifæri en ég hef farið á hana tvisvar sinnum. Hvernig kom til að þú settist að á Akur- eyri og fórst í pólitíkina þar? Ég vann sem hótelstjóri á Akureyri og kynntist þar manninum mínum. Við bjuggum fyrstu árin í Reykjavík og Hafn- arfirði og fluttum svo norður 1997. Ég hafði alltaf haft áhuga á pólitík en það er stundum ekki auðvelt að finna dyrnar inní flokksstarfið þegar maður er ekki al- inn upp í stúdentapólitíkinni. Kunningi okkar hjóna hafði samband við mig um veturinn 2001 til að athuga með hvort að ég hefði áhuga á að taka sæti á lista sem ég og gerði og tók þá 4. sæti hjá Sjálfstæð- isflokknum. Mér fannst mjög gaman að taka þátt í þessu starfi og hafa áhrif á stefnu og framtíð bæjarfélagsins og sá að ég hafði fundið mína syllu. Í prófkjöri okkar sl. febrúar stefndi ég síðan á 2. sætið og fékk það. Hvert liggur metnaður þinn í stjórn- málum? Ég hef mikinn áhuga á sveitarstjórnar- málum og er afar spennt að setjast í bæj- arstjórastólinn hér á Akureyri. Á sveit- arstjórnarsviðinu er fjallað um öll þau mál sem standa íbúunum hvað næst. Metnaður minn í stjórnmálum snýst um að skapa gott og öruggt samfélag fyrir börnin mín og búa í haginn fyrir okkur öll. Það er mikilvægt að mínu mati að allt landið sé byggt og þessi þróun að allir safnist saman á SV horninu er ekki góð að mínu mati. Þess vegna er nauðsyn- legt að hér nyrðra verði öflugt mótvægi og valkostur við höfuðborgarsvæðið. Það þarf að lyfta grettistaki í samgöngu- málum á milli landshluta - bæði bæta hringveginn og leggja hálendisveg. Við erum með mikinn og flókinn rekstur hér á Akureyri sem samanstendur af hefðbundnum verkefnum bæjarfélaga ásamt því að sjá um heilsugæsluna, málefni fatlaðra og öldrunarheimili og fleira. Þessi mál eru öll jafn mikilvæg og verkefni til að leysa. Ég myndi vilja sjá mikið fleiri verkefni færð frá ríkinu til sveitarfélaganna, við höfum góða reynslu af því sem reynslusveitarfélag og það á hiklaust að læra af þeirri reynslu. Til þess að það verði að veruleika þurfa sveitarfélögin að stækka og sameinast og það er verkefni næstu ára. Það er ljóst að það eru mörg svæði í heim- inum sem vildu hafa þau ,,vandamál“ sem Ísland á við að eiga, því ég tel það vera forréttindi að búa hér á landi. Við eigum að kunna að meta þau og standa vörð um þau lífsgæði og áherslur sem hér eru. Sigrún er 40 ára gömul, dóttir hjónanna Jakobs Árnasonar og Jóhönnu Kristinsdóttur Hún nam hótelstjórnun í Lucerne í Sviss og lauk námi í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri árið 2001. Jafnréttisbarátta í byggingarvinnu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.