Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2006, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 21.12.2006, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ - JÓLABLAÐ II I 27. ÁRGANGUR Nýtt hringtorg á gatnamótum Hafnar-götu og Flugvallarvegar var opnað í síðustu viku en framkvæmdir við það hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa veg- farendur þurft að fara krókaleiðir til komast á milli bæjarhluta. Það heyrir nú sögunni til. Það var Nesprýði sem annaðist gerð hringtorgsins en eigandi þess, Jón Olsen, átti einmitt fimmtugs- afmæli sama dag og hafði hann á orði að það væri gaman fá heilt hringtorg í afmælisgjöf. Torgið verður þó ekki nefnt eftir afmælisbarninu, þó Jóns- torg láti vel í eyrum, heldur mun það hljóta nafnið Reykjavíkurtorg. Er þetta fyrsta hringtorgið í röð þeirra sem sett verða upp á nýjum vegi sem liggja mun upp að Reykjanesbraut en þau verða öll nefnd eftir ýmsum Evrópuborgum. Reykjavíkur- borg mun ætla að gefa tvær öndvegissúlur sem prýða munu hringtorgið í framtíðinni. Samkvæmt könnun sem ver ið hef ur í gangi á vf.is síðustu daga ríkir almenn óánægja með nafnið á nýja hringtorginu á gatna- mótum Hafnargötu og Flug- vallarvegar í Reykjanesbæ. Nýja hringtorgið fékk nafnið Reykjavíkurtorg og spurðu Vík- urfréttir hvernig fólki líkaði við nýja nafnið. Alls voru 49% svar- enda mjög ósáttir við nafn hring- torgsins og 9% voru ósáttir. Það gera 58% svarenda sem eru ósáttir við nafnið Reykjavíkur- torg en alls voru 21% svarenda sem voru sáttir eða mjög sáttir við nafnið. 19% svarenda stóð á sama hvert nafnið væri en ósennilegt þykir að nafninu verði breytt héðan í frá. Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að nafnið væri hluti af borgar- brautinni og á henni verða hring- torg með nöfnum stórborga. „Ég er ekki frá því að fólk eigi eftir að taka þetta í sátt, sérstak- lega ef það skoðar málið í heild. Þetta er spennandi verkefni og á hverju hringtorgi mun vera kennileiti frá borginni sem það verður kennt við,“ sagði Viðar Már. Næstu torg munu heita Lund- únatorg, Rómartorg, Parísartorg og Washingtontorg sem staðsett verður næst Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Reykjavíkurtorg skal það heita Almenn óánægja með nafngiftina ✝ �������������������� ������������������������� ������������ ������������������������ ������������������ ��������� ���������� ������������������������������������ ����������������������������������� �������������������������� ���������������������������� Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út föstudaginn 29. desember. Skriftofa VF opnar aftur miðvikudaginn 27. des kl. 09

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.