Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.01.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 16. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Kom skemmtilega á óvart Viðurkenningin Maður ársins kom Klemenz skemmtilega á óvart. Hann átti ekki von á henni. „Hjóla- ferðin var eitthvað sem mig lang- aði að gera á fimmtugsafmælinu. Gamall draumur sem ég lét rætast.“ Hann segir fjölskyldan sína hafa verið afskaplega duglega að ferðast um landið, fyrst þegar stelpurnar hans voru pínulitlar. Þá kúldruð- ust þau í tjaldi en nokkrum árum seinna voru þau komin með felli- hýsi og hjólhýsi. „Alltaf þegar ég sá einhvern á hjóli þá hugsaði ég um hvað það hlyti að vera gaman. Einhvern veginn gafst þó aldr- ei tækifæri til þess. Þegar fimm- tugsafmælið var að nálgast sagði ég við sjálfan mig eð nú skyldi ég láta verða af því og skipulagði snemma á síðasta ári þessa ferð. Um svipað leyti hugsaði ég með sér að það væri gaman að styrkja gott mál- efni og lá þá beinast við að styrkja blóðlækningadeildina vegna þess að konan mín hefur þurft að leita þangað. Svo fór boltinn að rúlla,“ segir Klemenz. Eiginkonan og móðirin með í för Margt fólk kom að þessu með Klemenz og hjálpaði honum að gera drauminn að veruleika. „Gríðarlegur, allskonar stuðningur. T.d. fóru eiginkonan og mamma með mér. Mamma á húsbíl en við gistum bara eina nótt í honum af níu. Við fengum alls staðar inni á hótelum vegna þess að Haraldur Hreggviðsson, félagi minn í 3N, var svo duglegur að redda okkur gist- ingu. Hann hjólaði sjálfur hringinn fyrir nokkrum árum og hafði góðar tengingar víða.“ Þá fékk Klemenz styrk frá mörgum fyrirtækjum sem gerði þetta mögulegt. 100 manns fóru Klemmann Klemenz hafði ákveðið að taka þennan hring um landið á sem skemmstum tíma, vildi að þetta yrði áskorun og svo var betra að vera ekki lengi frá vinnu. Í lok hjólaferðarinnar ætlaði hann að stíga af hjólinu og hlaupa „Klem- mann“ svokallaða en það er 23.5 km hringur sem Klemenz hleypur með góðum hópi fólks á gamlársdags- morgun, Reykjanesbær-Sandgerði- Garður-Reykjanesbær. Upphaflega hugsunin með Klemmann var að hlaupa einn, en það endaði með að í 18. skiptið, á fimmtugsafmælis- degi Klemenzar, hlupu, gengu eða hjóluðu 100 manns með honum og styrktu gott málefni í leiðinni. „Ég vildi ekki hefðbundið afmæli og að þetta yrði afmælið mitt; að fólk myndi hlaupa með mér. Þetta varð líklega besti dagur ársins veðurlega séð. Var mjög heppinn með veður. Var búinn að berjast við 20 metra á sekúndu dagana á undan,“ segir Klemenz, sem bætti svo við 19. „Klemmanum“ einnig í blíðviðri á gamlársdag. Fáir íslenskir ferðamenn Minnistæðast í hringferðinni segir Klemenz hafa verið hversu mikið á óvart það kemur alltaf hversu landið er fallegt, sérstak- lega þegar farið er um það hjólandi. „Svo var gaman að tala við fólkið sem maður hitti á leiðinni, bæði Íslendinga og útlendinga. Einnig margt blómlegt í gangi úti á landi, sérstaklega í kringum ferðamanna- iðnaðinn. Annars var nánast eng- inn Íslendingur að ferðast á þessum árstíma. Allir veitingastaðir fullir af erlendum ferðamönnum,“ segir Klemenz og hlær. Fauk næstum af hjólinu „Ég var alltaf að flýta mér fyrstu dagana. Veðrið hafði áhrif á það. Ég var t.a.m. kominn 900 km fyrstu 4 dagana og töluvert á undan áætlun. En það kom sér vel þegar verðrið versnaði.“ Hann fór á t.d. 35 km meðalhraða til Víkur í Mýrdal frá Reykjanesbæ og var kominn í heita pottinn á Vík fyrir klukkan fimm síðdegis. „Þegar veðrið fór að versna fór maður hægar yfir. Ég var búinn að ákveða fyrirfram hversu marga kíló- metra ég ætlaði á dag og átti því inni einn dag og það nýttist vel þegar ég var kominn að Jökulsá á Fjöllum. Þar var snarvit- laust veður og ég var þrjá tíma að fara 40 km að Mý- vatni. Maður var alltaf að reyna að vinna sér inn tíma og vegalengdir og ég fylgdist vel með veðurspánni. Stundum þegar veðrið var sem verst þá tók konan mín mig og hjólið inn í bíl og skutlaði mér svo morguninn eftir á sama stað. Stundum mátti ég þakka fyrir að fjúka ekki af hjól- inu,“ segir Klemenz og brosir. Mogginn hringdi á Holta- vörðuheiðinni Þá segist Klemenz stundum hafa gefið sér tíma til að tala við fólk á leiðinni. „Síðustu dagana var orðið kjörið að fá eitt og eitt símtal þegar ég var orðinn þreyttur. T.a.m. var hringt var frá Morgunblaðinu þar sem ég var valinn afmælisbarn dagsins. Þá var ég á leiðinni upp Holtavörðuheiðina og ég spurður í símtalinu hvort hann hitti illa á mig. Ég sagði bara: „Nei nei, ég er að hjóla upp Holtavörðuheiðina. Allt í góðu lagi.“ Vel hugsað um hann Stofnuð var Facebook síða í byrjun verkefnisins og inni á henni lofaði Klemenz að stoppa á klukkutíma fresti og taka eina mynd. Töluvert af myndum komu beint frá honum í gegnum síma en móðir hans og eiginkona voru líka duglegar að taka af honum myndir og setja á síðuna. „Allir fengu að vita hvar ég var á hverjum tíma. Það var mjög gaman að hafa mömmu og Katrínu með mér hringinn. Þær stóðu sig mjög vel og hugsuðu vel um mig. Vorkenndu mér stundum þegar mér var kalt og orðinn þreyttur. Vindurinn tók vel í húsbílinn og mamma fór stundum á undan og kom bílnum í var. Katrín keyrði þá á eftir mér á okkar bíl, þannig að það var gott að vera með tvo bíla. Þetta var meiri- háttar samvinna.“ Borðaði hálfa vínarbrauðs- lengju Klemenz er nær- ingarfræðingur að mennt og þekkir mikilvægi þess að borða og næra sig rétt, sérstaklega þegar svona ferð er annars vegar. „Það skiptir miklu máli að borða reglu- lega yfir daginn og kolvetnaríkan mat og það dugði mér. Svo gat verið gott að fá hrein kolvetni beint í kroppinn þegar orkubirgðirnar -viðtal pósturu vf@vf.is n Klemenz Sæmundsson er Suðurnesjamaður ársins: Lét gamlan draum rætast Klemenz Sæmundsson tilheyrir stórum hópi fólks sem umhugað er um eigin heilsu og stundar reglulega hreyfingu sér til heilsubótar. Klemenz er mikill áhugamaður um hlaup og er vinsæl hlaupa- og hjólaleið á Suðurnesjum nefnd „Klemminn“ til heiðurs honum. Klemenz varð fimmtugur á árinu 2013 og ákvað í tilefni af þeim tímamótum að leggja land undir fót og láta gott af sér leiða. Hann hjólaði hringinn í kringum Ísland á rétt rúmri viku og kom til baka úr því ferðalagi á fimmtugsafmælisdaginn, 4. september. Þann dag hljóp hann einnig „Klemmann“, 22,7 km hringleið um Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð. Með þrekraun sinni lét Klemenz gott af sér leiða og safnaði áheitum til styrktar Blóðlækningadeild LSH. Söfnunin skilaði rétt um einni milljón króna. Þar sýndi Klemenz hvernig ein- staklingsframtak getur gert samfélagið okkar betra og er á sama tíma öðrum hvatning og fyrirmynd. Víkurfréttir hafa ákveðið að Klemenz hljóti útnefninguna Suðurnesjamaður ársins 2013. Alltaf þegar ég sá einhvern á hjóli þá hugs- aði ég um hvað það hlyti að vera gaman

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.