Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.06.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 12. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Um árabil hefur leiðsögu-maðurinn R annveig L. Garðarsdóttir farið vítt og breitt um Reykjanesið ásamt fjölda fólks í virkri og villtri náttúru svæðisins. Rannveig stendur fyrir svokölluðum Reykjanesgöngu- ferðum, sem notið hafa sífellt vaxandi vinsælda frá því að þær hófust fyrst árið 2007. „Ég hafði gaman að því að ganga víða um landið. Ég hugsaði svo með mér að ég þyrfti ekki að fara svona langt í burtu til þess að fara í gönguferð. Ég gekk hérna á svæð- inu og komst að því að hér leynast fullt af fallegum hlutum. Í fram- haldinu ákvað ég að labba Reykja- nesskagann alveg frá Straumsvík og að Grindavík á einu sumri. Ég ákvað að fara einu sinni í viku á sama tíma og þannig gæti ég klárað þetta verkefni á einu sumri,“ segir Rannveig en þetta varð kveikjan að þeim gönguferðum sem Rann- veig stendur fyrir í dag. Alla mið- vikudaga yfir sumartímann fer hún fyrir hópi göngugarpa sem arka Reykjanesið endilangt. „Ég fór af stað með nokkrum vinum og eftir fyrsta sumarið vorum við margs fróðari um svæðið og uppgötV- uðum hve mikil saga leynist hér og hve mikið er hér að sjá. Það kom í ljós að þetta var ofboðslega spenn- andi svæði.“ Hér leynast ógrynni af nátt- úruperlum Vinahópurinn stækkaði ört í gönguferðunum og fyrir rúmum sjö árum þá skellti Rannveig sér í leiðsögunám til þess að fræðast enn frekar um svæðið. Þá komu að ferðunum styrktaraðilar sem gerðu Rannveigu kleift að gera göngu- ferðirnar enn vandaðri og betri. „Þetta er orðið virkilega skemmti- legt og hóparnir að verða stærri og stærri.“ Rannveig telur að um 600 manns fylgi henni upp um fjöll og firnindi á hverju sumri, en alls eru um 10 gönguferðir yfir tíma- bilið. Mikill meirihluti eru heima- menn en það finnst Rannveigu afar ánægjulegt þar sem heimafólkið sé sífellt að uppgötva staði sem það vissi jafnvel ekki af. „Utanbæjar- fólkið verður svo oft hissa á því sem svæðið hefur upp á að bjóða „ha, er þetta hér, ofboðslega er fallegt hérna,“ segir fólk oft í gönguferð- unum,“ segir Rannveig og fullyrðir að hér leynist ógrynni af náttúru- perlum. „Hér er mjög fjölbreyti- legt landslag. Maður heyrir oft frá þeim sem ekki þekkja til að hér sé ekkert annað en hraun. Það er þó eitt af því sem er svo magnað við þetta hraun okkar. Hér á skaganum er allt svo lifandi, jarðskjálfti er daglegur viðburður hér og maður finnur jörðina hristast undir sér þegar maður gengur í hrauninu. Það er alveg hreint magnað.“ Gönguferðirnar eru miserfiðar en Rannveig telur að allir aldurshóp- ar geti fundið göngu við sitt hæfi. „Ég reyni að höfða til sem flestra, þannig að ungir sem aldnir og fjölskyldufólk geti tekið þátt burt séð frá líkamlegu formi.“ Jafnan er mikið fjör í gönguferðunum og Rannveig eys úr viskubrunni sín- um á meðan gengið er um svæðið. „Ég er einræðisherrann í göngu- ferðunum og nota flautuna óspart til þess að stjórna hópunum,“ segir Rannveig og hlær. „Ég reyni að segja fólki eitthvað fróðlegt og skemtilegt en það er alltaf góð sögustund í nestistímanum,“ segir Rannveig að lokum. Nánar má fræðast um gönguferðirnar á fa- cebook-síðunni Reykjanesgöngu- ferðir. Nýjasta kennsluvél Flugaka-demíu Keilis TF-KFF flaug jómfrúarflug sitt á Íslandi þann 4. júní 2014. Starfsfólk slökkvi- liðs Isavia á Keflavíkurflugvelli tók á móti vélinni með konung- legri viðhöfn eftir fyrsta flugið. Um er að ræða fullkomna Di- amond DA20-C1 Eclipse vél sem er meðal annars búin Garmin 500 tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Vélin bætist við ört vaxandi kennsluflota Flug- akademíu Keilis, en skólinn hefur nú yfir að ráða þrjár vélar af gerðinni DA20, tvær DA40 og eina DA42, sem er fullkomnasta kennsluvél á landinu. -viðtal pósturu vf@vf.is-fréttir pósturu vf@vf.is Allt fasteignir á Suðurnes- jum – sími 426-8890 Allt fasteignir - fasteignasa- la í Grindavík YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufull- trúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233. Jómfrúarflug TF-KFF hjá Flugakademíu Keilis Ingi Þór Ólafsson er nemandi í 9. bekk í Heiðarskóla. Hann hefur áhuga á sundi og tón- list og myndi fara til útlanda ef hann væri ósýnilegur í einn dag Hvað geriru eftir skóla? Fer að sofa og síðan á æfingu Hver eru áhugamál þín? Sund og tónlist Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði, Samfélags- fræði og Íþróttir En leiðinlegasta? Íslenska Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Kendrick Lamar Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Væri ekkert á móti því að get flogið Hvað er draumastarfið? Verða atvinnumaður í sundi Hver er frægastur í sím- anum þínum? Arnór Snær Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hitti Hugh Jackman fyrir nokkrum árum Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Vá... myndi fara á flug- völl og "fá far" til útlanda Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Basic Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Eat, sleep, swim, repeat. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Kennararnir og krakkarnir Hvaða lag myndi lýsa þér best? Bitch Dont Kill My Vibe eða On My Level Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? The Big Bang Theory Besta: Bíómynd? Django: Unchained Sjónvarpsþáttur? Arrow Tónlistarmaður/Hljómsveit? Kendrick Lamar Matur? BBQ rif Drykkur? Vatn Lið í Ensku deildinni? Arsenal Lið í NBA? Miami Heat Vefsíða? Youtube og Facebook -ung pósturu pop@vf.is Hitti Hugh Jackman Notar flautuna óspart til þess að stjórna hópunum n Rannveig L. Garðarsdóttir stýrir Reykjanesgönguferðum: 17. júní kaffi Kvenfélagsins Hvatar í Sandgerði Kvenfélagið Hvöt verður með kaffiveitingar í Hvatarkoti (gamla Kaupfélagið) Víkurbraut 11, þriðjudaginn 17. júní kl. 15:00 - 17:00. Verið hjartanlega velkomin til okkar og gæðið ykkur á glæsi- legum veitingum. Hoppukastali og andlitsmálun á staðnum. Börn verða að vera í fylgd fullorðinna. Verð: 1500 kr fyrir 15 ára og eldri, 500 kr fyrir 6-14 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gærmorgun að Þjóðskrá skuli gera fasteignamat á tólf fasteignum á gamla varnar- liðssvæðinu á Ásbrú. Reykjanesbær höfðaði málið gegn Þjóðskrá Íslands og Isavia til að fá úrskurð Yfirfasteignamatsnefndar felldan úr gildi, en samkvæmt honum voru eignirnar undan- þegnar fasteignamati og fasteigna- gjöldum. Rúv greinir frá. Fasteignirnar voru undanskildar fasteignagjöldum og mati á meðan bandaríski herinn var á landinu en varnarsamningurinn er enn í gildi þrátt fyrir að herinn hafi farið árið 2006. Málið snerist um hvort fasteignunum hefði verið ráðstafað með sölu eða leigu. Isavia og Þjóð- skrá báru að umræddar eignir væru í eigu Atlantshafsbandalags- ins og því undanþegnar fasteigna- skatti. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hinsvegar ekki verið sýnt fram á annað, en að fasteignirnar væru eignir íslenska ríkisins og hluti af varnarviðbúnaði Atlantshafs- bandalagsins. Undanþáguheim- ildin ætti ekki við því búið væri að koma eignunum í önnur not. Næsta mál á dagskrá er því að skoða umfang eignanna og hefja álagningu á grundvelli matsins. Þarna séu umtalsverðir hagsmunir fyrir bæinn enda stórar eignir eins og flugskýlið. Reykjanesbær gæti átt rétt á talsverðum fasteigna- gjöldum en slík gjöld eru mikill tekjstofn fyrir sveitafélög. Fasteignir verði metnar á varnarliðssvæðinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.