Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR „Þetta eru fyrstu jólatónleikarnir okkar frá því að Maggi Kjartans byrjaði með sönghópinn fyrir fimm árum. Hingað til höfum verið að syngja á elliheimilum, sjúkrahúsinu og á Ljósanótt,“ segja Steina Þórey Ragnarsdóttir formaður og Ragnheiður Hall- dórsdóttir gjaldkeri Sönghóps Suðurnesja, en hópurinn mun halda tónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. desember og hefjast kl. 20:30. Þar mun söng- og leikkonan Jana María Guð- mundsdóttir stíga á stokk, auk sönghópsins Víkinganna. Þá munu þrír kórmeðlima syngja einsöng, þau Katrín Jóna Ólafs- dóttir, Guðmundur Hermanns- son og Bjarni Geir Bjarnason. Einnig ætlar Jóhann Smári Sæv- arsson, stjórnandi Víkinganna, að taka lagið. Mikill metnaður í stjórnandanum „Þetta verður f jölbreytt og skemmtilegt og við við munum flytja skemmtileg og falleg jólalög í léttum stíl. Bæði sem fólk þekkir og ekki. Fastur kjarni Sönghópsins er um 35 manns og við komum heim af æfingu full af gleði í hjartanu. Við erum líka dugleg að hittast og gera ýmislegt annað en að syngja,“ segja Steina og Ragnheiður, sem vilja taka sérstaklega fram að hópurinn væri ekki sá sem hann er ef Magnús Kjartansson væri ekki við stjórnvölinn. „Hann er alveg frábær, skemmtilegur og öflugur og leggur mjög mikinn metnað í þetta með okkur. Svo á hann svo auð- velt með að draga fram það besta í okkur öllum.“ Sögur frá gamla tímanum slæðast inn Steina og Ragnheiður segja að það sé mikið hlegið inni á milli laga á æfingum því Magnús komi allt- af með svo skemmtilegar sögur. „Hann leggur einhvern veginn allt í þetta og það er svo greinilegt hvað honum finnst þetta sjálfum skemmtilegt. Það líka gaman fyrir okkur sem eru alin upp hér að hann læðir alltaf inn sögum frá gamla tímanum inn á milli á tónleikum. Þau sem mæta á 4. desember mega því eiga von á frábærri skemmtun,“ segja þær að lokum, með von um að Suðurnesjamenn leiti ekki langt yfir skammt með upplyftingu á að- ventunni. X■ Fyrstu jólatónleikar Sönghóps Suðurnesja framundan: „Maggi dregur fram það besta í okkur“ -viðtal pósturXolgabjort@vf.is Það líka gaman fyrir okkur sem eru alin upp hér að hann læðir alltaf inn sögum frá gamla tím- anum Sönghópur Suðurnesja söng m.a. á Ljósanótt og við opnun Hljómahallarinnar á þessu ári. Ragnheiður og Steina. vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum býr fólk sem þykir svo vænt um bæinn sinn að það gefur mikið af tíma sínum í að efla samfélagið þar á einhvern hátt. Þetta fólk er að finna í íþróttahreyfingunni, menn- ingu, listum, stjórnmálum og víðar. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að það er stolt af bænum sínum, talar vel um hann, þykir gott að búa þar og á auðvelt með að sjá tækifærin til að hafa jákvæð og for- dæmisgefandi áhrif á samborgara. Hugsjónir og leiðtogahæfni eru orð sem gjarnan eru fest við svona fólk. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, eru ekki einungis veitt fyrir gott starf að menningu og listum, heldur eru þau um leið hvatn- ing til annarra um að láta gott af sér leiða. Guðný Kristjánsdóttir hlaut Súluna í ár en hún hefur starfað og verið í stjórn Leikfélags Keflavíkur í 25 ár og lifað og hrærst í menningarheimi bæjarins í rúma þrjá áratugi. Í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta segir Guðný að leikhúsið hafi mikla þýðingu fyrir þá sem koma að horfa og auð- vitað fyrir þá sem taka þátt. Stutt sé í slíka afþreyingu á höfuðborgar- svæðinu því skipti máli að heimafólk sé duglegt að styðja menningu í sínum heimabæ. Eigendur hinnar rúmlega þrítugu verslunar Kóda taka í svipaðan streng í viðtali í Víkurfréttum, en þær hvetja íbúa á svæðinu til að gefa þeim séns og skoða vöruúrvalið. „Við erum alltaf að fá kúnna sem eru búnir að verja heilum degi í Reykjavík sem þeir eru einhverjar mínútur að versla hér,“ segja þær og að í raun geri fæstir sér grein fyrir því hversu margar verslanir og þjónustufyrirtæki séu á svæðinu og hvað þau standi fyrir. Sem betur fer er alltaf til fólk sem vill styðja við verslun og þjónustu í sínum heimabæ og leggur áherslu á að kaupa inn þar. Ástu Ben Sig- urðardóttur, verslunarstjóra í Pennanum Eymundssyni, þykir t.a.m. afar vænt um að verslunin sé stundum enn kölluð Bókabúðin, en hjá fyrri eigendum hét hún Bókabúð Keflavíkur. „Hugurinn hjá þessu fólki skiptir miklu máli,“ segir hún í viðtali við Víkurfréttir. Það þyrfti kannski dálítið að „nostalgíuvæða“ hugarfarið meðal íbúa á Suðurnesjum, finna kjarnann og minna á mikilvægi ákvarðana hvers og eins um að leita ekki langt yfir skammt til að sækja list- viðburði, menningu, verslun og þjónustu. Við viljum örugglega öll hafa þetta allt til staðar og innan seilingar. Það er því að miklu leyti í höndum íbúanna hvort mannlíf blómstrar í heimabænum, hvort sem það er á aðventunni eða á öðrum tíma ársins. Í okkar höndum -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 00, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, ími 421 0000, a dis@vf.is P Prentun: La dspre t hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.