Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 22
22 fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -íþróttir pósturX eythor@vf.is Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Kristófer Sigurðsson eru fyrstu sundmenn ÍRB um nokk- urt skeið til þess að ná yfir 750 FINA stigum en þau hafa bæði unnið til fjölda Íslandsmeistara- titla á undanförnum árum. Bæði skipa þau sér í flokk með efni- legra sundfólki landsins, jafnvel á Norðurlöndum eða Evrópu ef út í það er farið. Þau halda til Qatar í Mið austurlöndum í vikulok þar sem heimsmeistaramótið í 25 metra laug fer fram. Sunneva, sem er 15 ára, er of ung til þess að keppa á mótinu en mun fara til Qatar á sérstökum styrk á vegum FINA og stunda æfingar meðal þeirra bestu í heiminum. Hún segist vera orðin frekar spennt enda um ansi framandi slóðir að ræða. Sunneva hefur þó reynslu í þeim efnum þar sem hún tók þátt á Ólympíuleikum æskunnar í Kína í sumar með liði Íslands. Þar hlotnaðist henni sá heiður að vera fánaberi liðsins. „Það var mjög mikið öðruvísi í Kína. Ég býst við að upplifa eitthvað svipað í Qatar. Það er varla hægt að finna lýsingar- orð til að lýsa reynslunni í Kína. Það var svakaleg upplifun að sjá topp sundmenn á heimsvísu.“ Sunneva segist hafa lært talsvert af því að fylgjast með æfingum og venjum þeirra bestu í Kína. „Maður fær að ferðast mikið ef vel gengur. Það er mjög hvetjandi til þess að ferðast víða,“ segir Sunneva sem núna stefnir nú á að komast á heimsmeistaramót unglinga sem haldið er í Singapore. „Skrýtnu löndin sem fáir heimsækja heilla sérstaklega.“ Sunneva er komin með 754 FINA stig, en þau stig eru notuð sem mælikvarði á styrkleika sund- manna á heimsvísu. Hún er ásamt Kristófer eini sundmaður félagsins með yfir 750 stig að svo stöddu. Sunneva er aðeins önnur ÍRB kvenna til þess að ná þessum áfanga, en ÍRB hefur átt alls átta sundmenn sem hafa náð þessum stigafjölda, þeirra á meðal er Erla Dögg Haraldsdóttir Ólympíufari og fyrrum Íþróttamaður Reykja- nesbæjar. „Erla Dögg hefur alltaf verið mín fyrirmynd, alveg síðan ég man eftir mér. Hún hefur aðstoðað mig mikið og það er gott að leita til hennar,“ segir Sunneva. Það hefur verið lengi verið markmið hennar að ná yfir 750 FINA stig. Hún sér fyrir sér að fara út í háskóla erlendis þar sem hægt væri að nota sundið til þess að fá skólastyrk. „Ég ætla svo að reyna að komast á Ólympíu- leikana í Ríó árið 2016.“ Sagði skilið við sælgæti Hvað varðar mataræði sam- hliða æfingum þá segir Sunneva að hún borði nánast hvað sem er, enda þurfi hún á mikilli orku að halda við æfingar. Hún hefur þó sagt skilið við sælgæti að svo stöddu. „Ég ákvað svo sem ekki að hætta borða nammi fyrir sundið en manni líður bara miklu betur þegar maður borðar hollt.“ Sunn- eva hefur æft sund frá fimm ára aldri og hefur því æft í tíu ár. Hún æfir mikið að segir það vera lítið mál að púsla öllu saman með góðu skipulagi. „Mér hefur alltaf fundist gaman í sundi. Það er bara númer 1, 2 og 3 að hafa gaman af þessu, án þess nær maður litlum árangri. Þetta er það erfið íþrótt.“ Qatar og Kína á sama árinu Keflvíkingurinn Kristófer Sigurðsson hefur komist í fremstu röð sund- manna landsins á skömmum tíma. Á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands á dögunum var hann valinn karlkyns sund- maður Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug fyrir árangur sinn í 400 metra skrið- sundi, en hann varð Íslandsmeistari í þeirri grein, en auk þess er hann Íslandsmeistari í 100 og 200 metra skriðsundi. Hann mun keppa á Heimsmeistaramótinu í Doha í Qatar í þessum þremur greinum. Hann setti sér það markmið í vor að komast á mótið í Qatar, en Kristófer segir sundmenn stöðugt vera að setja sér markmið, hvort sem það snúist um að bæta tækni, tíma eða styrk. „Ég vissi að ég gæti náð þessum tímum ef ég æfði nóg. Ég útilokaði þetta aldrei,“ segir sundmaður- inn öf lugi. Stöðugur stígandi hefur verið hjá Kristófer á þessu ári og er hann sífellt að bæta sig. Hann segir engan leyndardóm liggja að baki þessum árangri, en líklega hefur jákvætt við- horf breytt miklu. „Þetta er bara spurning um að vera jákvæður og aldrei efast um getu sína. Aldrei draga sjálfan þig niður með neikvæðum hugsunum, þá nærðu aldrei því sem þú ætlar þér,“ segir hann. „Það er mikilvægt að vera með hausinn í lagi. Þetta er bara þú og vatnið þegar uppi er staðið,“ bætir hann við. Það er ekki langt síðan að Kristófer íhugaði að hætta í sundi. Árangurinn lét þá á sér standa og ekki var mikið um bætingar. Svo skyndilega breyttist allt. „Ég var góður þegar ég var 11-12 ára. Næstu ár eftir það voru frekar erfið hjá mér. Ég var ekki langt frá því að hætta á tímabili. Síðan allt í einu þá fór ég að bæta mig töluvert, ég veit ekki alveg hvað gerðist,“ en það var bara síðast fyrir rúmu ári síðan að Kristófer íhugaði að hætta að synda. „Ég er mjög feginn í dag að hafa ekki hætt,“ segir hann en í dag er Kristó- fer að daðra við að vera í heimsklassa í sund- inu. „Það er skrýtið að hugsa til þess að hafa náð þessum árangri svo skömmu eftir að hafa hugsað um að hætta, en á sama tíma skemmti- legt til þess að hugsa.“ „Ég hef þurft að hafa heilmikið fyrir þessu og mikil vinna að baki þessum árangri.“ Þar er Kristófer ekkert að ýkja en hann syndir að jafn- aði 10-12 sinnum í viku. Lyftir fimm sinnum og stundar svo jóga líka. „Það koma alveg tímar þar sem erfitt er að fókusa enda er auðvelt að finna sér afsökun fyrir því að æfa ekki. En maður rífur sig alltaf upp og æfir af krafti. Það er eina leiðin til þess að ná þeim árangri sem maður stefnir að.“ Af hverju ekki? Hann segist sáttur við frammistöðu sína á ÍM25 á dögunum. „Ég hefði viljað ná A-lágmörkum í 400 metra skriðsundi en ég var grátlega nærri því,“ en Kristófer ætlar sér að ná þessum A- lágmörkum í 200 og 400 metra skriðsundi á mótinu í Qatar, þá verður hann sáttur. Hann á sér háleit markmið og gælir jafnvel við það að fara á stærsta sviðið, sjálfa Ólympíuleikana árið 2016. „Það væri alls ekki leiðinlegt að fara á Ól- ympíuleikana í Ríó. Af hverju ekki?“ -Sunneva Dögg er sundkona á uppleið Komst í heimsklassa eftir að hafa íhugað að hætta - Jákvætt viðhorf gerir gæfumuninn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.