Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2015, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 12.03.2015, Qupperneq 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 vf.is r , . , j r í i: 1 t r: f f.i f r i l r i ir l. -1 l i í i r 1 1 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA FIMMTUDAGURINN 5. MARS 2015 • 9. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR Hæstvirtur forseti. Það stendur í frum-varpinu að það muni aldrei koma til þess að yngri en 18 ára afgreiði vín. En ég velti þá fyrir mér, af því að verslunin í landinu er alltaf að reyna að ná niður kostnaði og græða meira, að t.d. í mínum heimabæ, Grindavík, er meðalaldur þeirra sem eru að afgreiða á kassa 13 og 14 ára, og starfsmannaveltan er gríðarleg,“ sagði grindvíski þingmaðurinn Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, í and- svari í umræðu um áfengisfrumvarpið á Al- þingi í gær. Páll Valur velti líka fyrir sér hvort Nettó í Grindavík yrði tilbúið að fara að stækka hús- næði sitt til þess að vera með áfengi. „Ég veit það ekki. Ég held að þetta yrði gríðarlegt vanda- mál. Nú þegar starfa 350 manns við þetta og starfsmenn ÁTVR á Íslandi eru mjög ánægðir. Í Grindavík erum við með ÁTVR nánast við hliðina á búðinni. Þar starfa ósköp glaðlyndar og skemmtilegar konur, Gunnhildur og Gerður, og þær hafa miklar áhyggjur af þessu. Þetta hefur sett starf þeirra í mikið uppnám. Ég held að það myndi verða mjög erfitt fyrir verslunareigendur að hafa eftirlit með þessu.“ Atvinnulausum á Suðurnesjum hefurfækkað um 186 á milli áranna 2013 og 2014. 655 voru atvinnulausir í janúar, 290 karlmenn og 365 konur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofn- unar. Hlutfallslegt atvinnuleysi á Suður- nesjum í janúar var alls 5,8%; 4,8% karla og 7,1% kvenna. Fjöldi atvinnulausra í lok janúarmánaðar voru 43 í Grindavík, 466 í Reykjanesbæ, 77 í Sandgerði, 43 í Garði og 26 í Vogum. 3,6% atvinnuleysi var á landinu á sama tíma. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja, segir fækkun meðal atvinnulausra vera í samræmi við það að þeim sem fá félagslega aðstoð hjá Reykjanesbæ fækki einnig. „Einnig hefur atvinnulausum félags- mönnum VS fækkað verulega og í dag eru innan við 40 félagsmenn VS á atvinnuleysis- skrá.“ „Það voru þó nokkrir sem sem kláruðu bótaréttinn sinn um áramótin vegna laga- breytinga. Þetta er fyrsti hópurinn sem klárar bótarétt sinn eftir að réttur var skertur, bótarétturinn var á lengdur á tíma- bilinu eftir hrun. Margt af þessu fólki telst hvergi og fær ekki félagslega aðstoð frá sveitarfélaginu sínu vegna þess að maki þess er yfir hámarkskvarða í tekjum. Þetta er ótrúleg grimmd og kerfið hættir að leita að vinnu fyrir fólk,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður VSKF. Fólk sé orðið ófeimn- ara við að leita sér fjárhagsaðstoðar en áður. „Það þykir ekki eins mikil skömm að standa í röð til þess og ég held að það sé mjög hæpið að fólk geri slíkt að ástæðulausu til að fá mjólkurpott, brauð og bjúgupakka, sem er nálægt því að renna út á tíma. Fólk er opnara með neyð sína. Atvinnuleysið er örugglega meira en tölur sýna og þær segja ekkert til um félagslega stöðu fólks. Það er því ekki ólíklegt að þessi hópur, sem fær hvergi höfði sínu að halla, leiti til kirknanna, Rauða krossins og Fjölskylduhjálpar.“ Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Kefla- víkurkirkju sem hefur umsjón með Vel- ferðarsjóði Suðurnesja, segir hvorki hafa fækkað né fjölgað í hópnum sem leiti til hennar. „Aldursbilið er orðið breiðara, hópurinn margbrotinn og meira af ungu fólki á menntaskólaaldri sem er í vand- ræðum.“ Unga fólkið sem leiti til hennar geri sér stundum ekki grein fyrir því að ýmislegt er í boði til að efla sjálfsmynd þess til að breyta stöðunni. „Margir sem koma hingað þurfa fyrst og fremst á hvatningu og stuðningi að halda sem þeir fá ekki heima. Það kemur jafnvel stolt hingað til að segja frá góðum árangri sem það hefur náð í námi eftir að hafa þegið styrk úr Velferðarsjóði fyrir skólagjöldum, bókakostnaði og skóla- mat.“ ■■ Tugir kláruðu bótarétt sinn um áramótin og fá ekki félagslega aðstoð: Færri atvinnulausir en fleiri í neyð Philips DVD Spilari 7.995 |-996 | 6.999 kr RISA RAftækjAútSAlA í Nettó ReykjA NeSbæ Philips 50” lED SjónVarp FHD 119.995 | 19.996 | 99.999 kr Allir sem versla raftæki geta tekið þátt í leik og unnið þetta Philips 50” leD sjónvarp að verðmæti 119.995kr! Kræsingar & kostakjör M ar kh ön nu n eh f RAftækjADAgAR nettó reyKjAnesbæ RISA 10% 20% 30% 40%Nextbook SpjalDtölVa 7,85” 16.995 | -2.596 kr | 14.399 kr Páll Valur þingmaður á Alþingi: Eru Gunnhildur og Gerður ekki betri en 13-14 ára unglingar? Vonin KE 10 fauk á hliðina í slippnum hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur í óveðrinu sem gekk yfir í gær. Í snarpri vindhviðu lagðist Vonin á hliðina. Bátur sem stendur við hliðina stóð einnig tæpt og ætluðu menn að bíða þar til vind lægði til að huga frekar að bátunum. Vonin KE er þjónustu- bátur fyrir köfunarverkefni og var í slippnum til viðhalds. VF-mynd: Hilmar Bragi Fauk á hliðina í slippnum Fimleikar, loðna og leikhús Níundi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þættinum kíkjum við m.a. í heim- sókn til Fimleikadeildar Keflavíkur en ungir fimleikastrákar nældu í fyrsta bikarmeistaratitil deildarinnar á móti um síðustu helgi. Fim- leikastrákarnir eru á myndinni hér til hliðar. Í þættinum skellum við okkur einnig í loðnuhrognavinnslu hjá Saltveri í Njarðvík, tökum púlsinn á ferðamálum á svæðinu og ræðum við Davíð Guðbrandsson leikara sem er að leikstýra í fyrsta skipti um þessar mundir. Þátturinn verður einnig aðgengilegur í háskerpu á vf.is. -Fólk er opnara með neyð sína, segir formaður VSKF. Fáir atvinnulausir hjá Verslunarmannafélaginu. Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar! Poppstjarna og söngfugl úr Sandgerði ... Nett mótið í körfu og leikskólaafmæli Stefna og framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er mikilvægt verkefni, sem í raun hefði þurft að vera búið að vinna áður en sprenging varð í fjölgun ferðamanna fyrir nokkrum árum. Þetta segir Magnús Stefánsson, bæjar- stjóri í Garði, en han var þátt- takandi í fu di m ferðamál í Duus s m fram fór í i k u n n i . Hann rit r p i s t i l á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs þar sem hann fjallar um fundinn. „Við höfum að mörgu leyti ekki búið okkur undir þessa þróun, m.a. með uppbyggingu inn- viða og erum að elta þróunina að því leyti. Ég velti fyrir mér hvort ferðaþjónustan ætti að horfa til þróunar hjá sjávarút- vegnum. Horfa frá magni yfir í aukin verðmæti, því fjöldinn og magnið skilar ekki endilega mestum tekjum og framlegð. Það sem skiptir megin máli er að nýta auðlindina með sjálf- bærni að leiðarljósi og á sem hagkvæmastan hátt. Aukin framlegð skapar forsendur til að hækka laun. Það eru allar slíkar forsendur fyrir hendi varðandi ferðaþjónustuna, en til að það geti orðið þarf stefnumótun, að- gerðaáætlun og samvinnu allra aðila sem að málinu ko a. Ég held við séum að fara á rétta leið í þessum málu ,“ segir Ma nús bæjar tjóri í Garði. Kef lvíkingurinn Guðf inna Bjarnadóttir leiðir vinnu verk- efnahóps í f rðamálum og var með framsögu á fundi fyrir aðila í erðaþjónustu á Suður- nesjum. Að- spurð hvað væri mikil- vægast sagði hún hrein- lega gestrisni og kurteisi. „Upplifun ferðamanna er í raun nándin við þá sem eru að þjónusta. Ferðaþjónusta úti um allan heim þrífst á því að það sé gestrisni g þetta þægilega við- mót sem við viljum öll þegar við erum á ferðalögum,“ sagði hún. Ítarlegra viðtal við hana er á bls. 18 í blaðinu. e ðaþjónusta horfi til þró í sjáv rútvegi – segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði. Gestrisni og kurteisi mikilvæg, segir Guðfinna Bjarnadóttir. Ferskir vindar tilnefndir til Eyrarrósarinnar XXFerskir vindar í Garði eru tilnefndir til Eyrar- rósarinnar, sem er v ðurkenning fyrir fra úr- skarandi menning verkefni á landsbyggðinni. Tíu verkefni hafa fengið tilnefningu að þessu sinni. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúr- skarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menn- ingarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og upp- byggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaun- unum frá upphafi árið 2005. 1944 vilja prestkosningu í Keflavíkursókn XXAlls skrifuðu 1944 einstaklingar undir áskorun um að kosning fari fram um næsta sóknarprest í Keflavíkursókn en sem kunnugt er sagði Sr. Skúli Ólafsson upp störfum nýlega og hefur tekið til starfa í Nessókn. Kristinn Jakobsson og Anna Sigríður Jóhannes- dóttir fóru fyrir hönd hóps sem stóð að söfnun undirskriftanna og afhentu listana á biskups- stofu í morgun sem mun í framhaldinu fara yfir þá og síðan taka ákvörðun um tímasetningu kosningarinnar. „Við erum mjög þakklát fyrir þessa þátttöku. Það leynis samhugur í Suðurnesjamönnum þegar á þarf að halda og hann virkjaður,“ sögðu Kristinn og Anna við VF. Þá eru fleiri breytingar í farvatninu í starfs- mannahaldi Keflavíkurkirkju á aldarafmælinu. Sigfús B. Ingvason sem verið hefur prestur í tæpan aldarfjórðung mun hætta störfum 1. ágúst. Valnefnd á vegum Biskupsstofu mun sjá um ráðningu í hans starf. Vitað er að stuðningsmenn Erlu Guðmunds- dóttur sem starfað hefur sem prestur í Kefla- víkursókn undanfarin sex ár, eru í skýjunum en þeir eru margir í sókninni. Þeir vilja fá hana sem næsta sóknarprest og áttu frumkvæðið að því að farið var í söfnun undirskrifta vegna kosningar. Kristinn Jakobsson og Anna Sigríður Jóhannes- dóttir með undirskrift listana. Í ÓLGUSJÓ Berglín GK úr Garði kom inn til Keflavíkurhafnar í ólgusjó í vikunni. Tíðarfarið hefur gert sjómönnum erfitt fyrir í vetur. VF-mynd/hilmarbragi. FIMMTUDAGURI N 12. MARS 2015 • 10. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.