Víkurfréttir - 12.03.2015, Síða 6
6 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal pósturu vf@vf.is
Júlíus Viggó Ólafsson er að verða 14 ára og byrjaði að
syngja fyrir sjö árum. Faðir hans,
tónlistarmaðurinn og Sand-
gerðingurinn Ólafur Þór Ólafs-
son, segir alltaf hafa legið fyrir
drengnum að gera eitthvað í
tónlist. „Hann byrjaði að syngja
áður en hann byrjaði að ganga.
Þetta var skrifað í stjörnunar. Það
hjálpaði örugglega líka að ég var
úti um allt að syngja.“
Þegar móðir Júlíusar gekk með
hann voru foreldrarnir duglegir við
að fara á tónleika og í raun vera
innan um tóna og tónlist alla tíð.
Hann lærði söng í nokkrar vikur
þegar ég var lítill patti, en fannst
gömlu dægurlögin sem kennd voru
ekki vera efni sem átti við hann.
„Ég hef aðallega lært að syngja með
því að koma fram með pabba og
syngja fyrir fólk. Það er mjög gott
að hafa lifandi undirspil, það gefur
atriðunum meira líf og líka er hægt
að breyta tóntegund eftir því sem
mér finnst best. Svo hefur pabbi
líka verið duglegur að benda mér á
hluti, hvernig ég á að opna hálsinn
og ná hærri tónum,“ segir Júlíus.
Reyndar sé framundan sá tími að
röddin þroskast og breytist. „Annað
hvort verða læti eða þagnir,“
segir hann í gamansömum tón.
Fenginn til að syngja víða
Ólafur Þór segir gaman að fylgj-
ast með því hvernig hlutirnir hafi
breyst frá því að pabbinn stjórnaði
öllu og yfir í að sonurinn stjórni
þessu sjálfur. „Hann velur lögin
sjálfur og ég æfi mig fyrir undir-
spilið.“ Júlíus hefur víða komið
fram hjá hinum og þessum félög-
um, m.a. á hátíðisdögum. Spurður
um sönginn sem framtíðarstarf
segir hann allt fara eftir því hvernig
þetta þróast. „Ég sé þetta allavega
fyrir mér sem áhugamál og eitt-
hvað sem ég hef til hliðar. Þetta
tekur t.d. ekki mikinn tíma frá
náminu, ég æfi bara þegar ég hef
tíma og ég næ vel að halda utan um
allt sem ég þarf að gera.“
Spurður um uppáhalds söngvara
segist Júlíus hafa gaman að því að
því að hlusta á lög frá því í fyrri
heimstyrjöldinni. „Jazz er líka mjög
skemmtilegur. Uppáhaldslag er La
Mer með Django Reinhardt og líka
lög með Edit Piaf. Ætli það megi
ekki segja að ég sé gömul sál,“ segir
Júlíus og brosir en hann er í sviðs-
ljósinu hjá Sjónvarpi Víkurfrétta
í þessari viku. SVF fylgdist með
honum syngja fyrir eldri borgara á
Nesvöllum og það geta áhorfendur
séð í sjónvarpsþætti vikunnar.
-ritstjórnarbréf
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
Ferðaþjónustan er ekki einkamál ferðaþjónustunnar. Hún snertir okkur öll.
Gríðarlegur vöxtur hefur verið í komu ferðamanna til landsins og Suður-
nesjamenn fara ekki varhluta af því. Vöxturinn er meiri hér en yfir landið
allt. Þannig fjölgaði gistinóttum hér um 21% á milli ára meðan landsmeðal-
talið er 13%. Við heyrum af því að uppselt er í Bláa lónið dag eftir dag og
það þurfi í raun að panta tíma í lónið. Lónið er mikill segull sem dregur til
sín stærstan hluta þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Nú er unnið í
því að dreifa ferðamönnum meira um svæðið út frá Bláa lóninu.
Þuríður Aradóttir hjá Markaðsstofu Reykjaness sagði í viðtali við Sjónvarp
Víkurfrétta í síðustu viku að Reykjanesskaginn væri skemmtilegt svæði
fyrir ferðamenn og þar væri mikil umferð ferðamanna. Það væri hins vegar
verkefni nú að stoppa ferðafólk lengur á svæðinu. Ferðaþjónustufólk á
svæðinu þurfi því að eiga samtal saman og vinna í sameiningu að því að
finna réttu áhersluna í ferðamálum fyrir svæðið.
Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, setti í gang í október sl. vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar
fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir
íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnishæfni hennar á alþjóð-
legum vettvangi til lengri tíma. Hún fékk annan Keflvíking, Guðfinnu
Bjarnadóttur, til að leiða vinnuna. Guðfinna boðaði til fundar með ferða-
þjónustunni á Suðurnesjum í síðustu viku m.a. til að ræða það hvert skal
stefna. Því miður var dræm mæting frá ferðaþjónustunni á þann fund.
Þrátt fyrir að ferðamenn í janúar nú séu 35% fleiri en í sama mánuði í fyrra
þá segir Guðfinna að fjöldi ferðamanna sé ekki markmið útaf fyrir sig. „Það
er verðmætasköpunin sem hlýst af greininni. Á allra síðustu mánuðum og
misserum hefur hver ferðamaður verið að skilja minna eftir sig, sem er al-
gjörlega öfug þróun miðað við það sem við vildum sjá,“ segir hún í samtali
við Víkurfréttir.
Spurð að því hvað sé það mikilvægasta sem ferðaþjónustan getur gert í
dag, sagði Guðfinna: „Það sem er mjög mikilvægt er hreinlega gestrisni og
kurteisi. Upplifun ferðamanna er í raun nándin við þá sem eru að þjónusta.
Ferðaþjónustan úti um allan heim þrífst á því að það sé gestrisni og þetta
þægilega viðmót sem við viljum öll þegar við erum á ferðalögum. Um leið
og ferðamaðurinn upplifir eitthvað frábært, þá mun hann mögulega setja
það á samfélagsmiðla og sú umsögn ferðast,“ segir Guðfinna m.a. í viðtali
við Víkurfréttir í dag.
Gestrisni og kurteisi
ferðaþjónustunnar skilar
sér á samfélagsmiðla
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Sigurður Gunnarsson siddi@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000,
dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.
Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn
sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
SÍMI 421 0000
6 fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Ungmennin er okkur hugleikin í Víkurfréttum
þessa dagana. Bakgrunnur þeirra er misjafn
alveg eins og áhugamálin sem eru fjölbreytt.
Davíð Guðbrandsson fann sig ekki í fótbolta,
sundi eða körfubolta sem að hans mati þurfti
að geta til að meika það í heimabænum þegar
hann var barn og unglingur. Hann prófaði að
fara í Leikfélag Keflavíkur og var tekið þa opnum örmum. „Það er
líka mikill þroski fyrir ungt fólk að taka þátt í leikfélagsstarfi. Þetta er
góður félagsskapur fólks á öllum aldri og þessu fylgir mikil ábyrgð,“
segir Davíð í viðtali í Víkurfréttum.
Drengjafimleikar eiga sér mjög stutta sögu hjá Keflavík en fulltrúar
félagsins, 9-14 ára, unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn í sögu þess, á
bikarmóti í áhaldafimleikum um síðustu helgi. Aðrir keppendur frá
Keflavík kræktu sér í brons eða unnu sér inn þátttökurétt á Íslands-
mótinu. Þar er þjálfar nn Vilhjálmur Ólafsso greinilega að vinna
gott starf fyrir félagið, laða að og draga fram það besta í sínu fólki.
Yfir 100 skólakrakkar hafa sótt um sumarvinnu hjá Saltveri í Njarð-
vík og 20 ungmenni starfa þessa dagana á næturvöktum í loðnu-
vinnslu þar. „Þei eru örugglega dauðþreyttir í skólanum. Buddan
verður í lagi hjá þeim og það er vonandi að skólinn sætti sig við það,“
segir Guðmundur Jens Guðmundsson, framleiðslu- og útgerðar-
stjóri, í samtali við Víkurfréttir. Það er ekki oft sem skólakrökkum
g fst t kifæri til að vinna sér inn góðar tekjur á stuttu tíma og
kynnast fjörinu og pu inu sem fylgir vertíðum. Sú var íðin að skólar
gáfu nemendum jafnvel frí til þess að hægt yrði að bjarga slíkum verð-
mætum í vinnslu.
Til er hóp r u glinga sem skortir sjálfsöryg i til að finna styrkleika
sína og stuðni ginn sem þarf til að virkja þá. Þórunn Íris Þórisd ttir,
sem hefur umsjón með Velferðarsjóði Suðurnesja, segir fleira ungt
fólk á menntaskólaaldri eiga í vandræðum en áður. Unga fólkið sem
leiti til hennar geri sér stundum ekki grein fyrir því að ýmislegt er í
boði til að efla sjálfsmynd þess til að breyta stöðu sinni. „Margir sem
koma hingað þurfa fyrst og fremst á hvatningu og stuðningi að halda
sem þeir fá ekki heima. Þeir koma jafnvel stoltir hingað til að segja frá
góðum árangri sem þeir hafa náð í námi eftir að hafa þegið styrk úr
Velferðarsjóði fyrir skólagjöldum, bókakostnaði og skólamat,“ segir
Þórunn Íris í forsíðufrétt í Víkurfréttum.
Þótt baklönd unga fólksins séu misjöfn heima fyrir, þá eru þau samt
víða í samfélaginu og þar er vel hægt að ná fram því besta, leyfa því að
prófa fjölbreyttar leiðir til að finna sig; hvort sem það er í námi, vinnu
eða félagsstarfi. Svo má ekki gleyma að hrósa þeim og hvetja.
vf.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjó n: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Frét astjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Olga Björt Þórðardótti , sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Hönnun og umbrot: Þorsteinn Krist sson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is
Afgreiðsla: Rut Ragnarsdó tir, sí i , rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Prentu : Landsp nt hf. Upplag: 9000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur
Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er al ennt á fimmtudögu . Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.
Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn
sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
SÍMI 421
Hefur þú ekki tíma fyrir morgunmat?
Sumir hlaupa út á morgnana með tóman maga og gefa sér ekki tíma til að byrja daginn
á staðgóðum morgunmat. Þarna er snilld að vera búin að græja morgunmatinn áður en
þú ferð að sofa og kippa þessu bara með í vinnuna eða skólann næsta morgunn. Þannig
ertu viss um að þú sért að byrja daginn vel og getur betur haldið þér í jafnvægi með næstu
máltíðir yfir daginn. Hér eru nokkrar hugmyndir að morgunmat sem mér finnst gott að
eiga tilbúið í ísskápnum ef tíminn er naumur næsta dag.
• Hafragrautur eða chiagrautur í krukku. Láta hafra eða chia fræ í krukku með vatni
eða möndlumjólk og í ísskáp. Sniðugt að bæta kanil, rúsínum, kakódufti, bláberjum og
kókósflögum út í. T.d. alveg hægt að gera chia krukkugraut fyrir 3 daga í einu.
• Eggjamuffins. Hrærið saman í ommilettu og hellið í sílikon muffins form og bakið
í ofni kvöldinu áður. Fínt að grípa 1-2 með sér í vinnuna.
• Berjaboost sem hægt er að geyma í ísskápnum og drekka strax um morguninn.
Líka gott að gera grænmetissafa í safapressunni gulrótar -eða rauðrófusafa með sítrónu.
• Soðin egg og avókdaó. Mjög gott að sjóða vel af eggjum til að grípa með sér ef lítill
tími. Egg og avókadó fer mjög vel saman til að redda sér á í morgunkaffinu.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir
ÁSDÍS
GRASALÆKNIR
SKRIFAR
Árshátíð Reykjanesbæjar var haldin 28. feb. í Stapa og mættu rúmlega 500 manns og skemmtu sér konunglega.
Örvar Þór Kristjánsson var veislustjóri, Pétur Jóhann var með uppistand, Sverrir Bergmann og Halldór fjallabróðir voru
með skemmtiatriði ásamt því að spila á Stapabar. Síðan hélt Buffið uppi stuðinu. Holta- og Háaleitisskóli sáu um
árshátíðina í ár. Í nefndinni voru úr Holtaskóla Elínborg Herberstdóttir, Freydís Helga Árnadóttir, Hildur Bára Hjartar-
dóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Stefanía Helga Björnsdóttir. Úr Háaleitisskóla voru Guðný Ólöf Gunnarsdóttir, Halla
Karen Guðjónsdóttir og Jón Haukur Hafsteinsson. Hér eru myndir af nokkrum en það má sjá fleiri á vf.is.
-mannlíf pósturu vf@vf.is
Ekkert væl
bara stuð hjá
Reykjanesbæ!
íf
-ritstjórnarbréf
Olga Björt Þórðardóttir skrifar
Að velja sér bakland
■■ 14 ára upprennandi söngstjarna úr Sandgerði heldur mest upp á lög frá fyrri heim-
styrjöldin i. Syngur úti um öllum Suðurnesin. Fékk sönggenin úr föður sínum:
ER LÍKLEGA GÖMUL SÁL
Heimsótti eldri borgara
á Nesvöllum í Reykjanesbæ
Hinn ungi Júlíus Viggó söng
fyrir eldri borgara á Nesvöllum í
Reykjaenesbæ nýlega. Þar tók hann
nokkur lög með Óla föður sínum.
Það er ávallt fjör hjá öldruðum á
Nesvöllum og þeir eru á leiðinni í
ske mtilega ferð norður í land og
verða af því tilefni með fjáröflunar-
kaffi þegar spilabingó fer fram á
morgun föstudag.
„Hlutverk gestastofunnar er að vera
upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar
sem gestir fá upplýsingar um jarð-
vanginn, s.s. sérstöðu hans, jarð-
fræði, náttúrufar, sögu, þjónustu og
afþreyingu. Þar er sagt frá mótun
Reykjanesskagans á myndrænan
hátt, skýringamyndir eru unnar af
Suðurnesjamanninum Guðmundi
Bernhard sem fékk það hlutverk
að gera flóknar myndir sem fræði-
menn unnu að til einföldunar fyrir
almenning,“ segir Eggert Sólberg
Jónsson, verkefnastjóri jarðvangs,
gestastofan opnar á morgun,
13. mars og er hún sú fyrsta
sinnar tegundar í jarðvangnum.
Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guð-
mundsson skrifaði handrit sýn-
ingarinnar og Björn G. Björnsson
sá um heildarútlit. „Myndbönd
af jarðvangssvæðinu verða sýnd
á stórum sjónvarpsskjám og sagt
frá því helsta sem fyrir augu ber
á Reykjanesskaganum. Þá verður
stórt líkan af Reykjanesskaganum
áberandi í Gestastofunni sem er
gagnvirt þar sem ljós blikka þegar
ýtt er á takka.“ Gestastofan þjóni
sem upplýsingamiðstöð í Reykja-
nesbæ og sé skilgreind sem lands-
hlutamiðstöð.
Að jarðvangnum standa öll sveitar-
félögin á Suðurnesjum og sex
aðrir hagsmunaðilar; Keilir, Bláa
Lónið, Ferðamálasamtök Reykja-
ness, Þekkingarsetur Suðurnesja,
HS Orka og Heklan – Atvinnu-
þróunarfélag Suðurnesja. Sýningin
er fjármögnuð með styrkjum
frá Sóknaráætlun Suðurnesja og
Menningarráði Suðurnesja. Unnið
er að því að opna Gestastofur
í öllum sveitarfélögum á Suður-
nesjum á næstu árum. Gestastofan
opnar kl. 14:00 og eru allir vel-
komnir.
Myndrænt og einfalt fyrir almenning
■■ Gestastofa jarðvangs opnar á morgun í Duushúsum: