Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2015, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 12.03.2015, Qupperneq 18
18 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR Hlusta á fólk í ferðaþjónustu „Ragnheiður Elín hafði samband við mig síðasta sumar því hún vildi fara af stað með stefnumótun og móta framtíðarsýn fyrir ferða- þjónustuna sem er ört stækkandi atvinnugrein og orðin langmesta útflutningsafurðargrein fyrir okkur Íslendinga. Það var ákveðið að gera stefnuna þannig að bæði einkaað- ilar í greininni og ríkið væru saman. Við erum að safna gögnum og greina þau gögn. Þá erum við að hlusta á fólk og við höfum haldið vel yfir 20 fundi og þessi hér í Reykjanesbæ er einn af þeim. Við förum um landið og tölum við fólk í mismunandi landshlutum um þeirra ábendingar og upplifun af ferðaþjónustu og þeirra áherslu- þætti,“ segir Guðfinna í samtali við Víkurfréttir. -ferðamál pósturu vf@vf.is ER MIKILVÆG Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI Keflvíkurmærin Guðfinna Bjarnadóttir leiðir vinnu verkefna- hóps sem skoðar ferða- þjónustuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti í gang í október sl. vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Mark- miðið er að byggja góðan grunn fyrir íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnis- hæfni hennar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Mikið hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld móti stefnu og framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu og sterkur vilji er meðal hagsmunaaðila að koma að þeirri vinnu.Stýrihópur um verkefnið starfar undir formennsku ráðherra en þar eiga einnig sæti ferðamálastjóri og formaður og framkvæmdastjóri SAF. Samhliða er starfandi verkefnahópur, sem heldur utan um verkefnið og er ætlað að kortleggja stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu, huga að umgjörð ferðaþjónustunnar á Íslandi og taka mið af þekkingu og þróun ferðaþjónustu erlendis, einkum þar sem vel hefur tekist til. Verkefnahópnum er ætlað að gera tillögu að stefnu og framtíðarsýn til lengri tíma og aðgerðaráætlun til skemmri tíma. Keflvíkingurinn Guðfinna Bjarnadóttir leiðir vinnu verkefnahópsins en hún var með framsögu á fundi fyrir aðila í ferðaþjónustu á Suðurnesjum í síðustu viku. Því miður var þátttaka á fundinum dræm en ferðaþjónustan stendur í dag á ákveðnum tímamótum. Viðtal og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Gestrisni og kurteisi Hún segir nauðsynlegt að hlusta á fólk og meta reynslu þess og ekki síður að sjá hvað þær þjóðir sem hafa náð hvað lengst í ferðaþjón- ustu eru að gera og hvernig þær halda utan um sín ferðaþjónstumál. 35% vöxtur í janúar m.v. sama mánuð í fyrra „Við erum á fullu nú í greiningar- vinnunni sem lýkur núna í lok mars með því að hópurinn sest niður og tekur saman alla sína greiningu og birtir fyrstu drög að stefnu. Hag- tölur og greining á stöðu ferðaþjón- ustunnar sýna að við erum aftarlega í upplýsingaöflun. Þegar hrunið varð þá skruppu saman tekjur ríkisins og þá var ákveðið að skera niður, m.a. í svona gagnagreiningu á sama tíma og ferðaþjónustuan er að vaxa svona rosalega hratt. Frá janúar 2014 til janúar 2015 er 35% aukning ferðamanna hér á landi. Það gefur augaleið að fjöldinn er að vaxa mjög hratt og á sama tíma eru kerfin okkar ekki að standa sig eins og skildi og það þarf að laga það. Okkur vantar betri gögn til að sjá hver staðan er á hverjum tíma. Mín sýn er sú að við getum séð gögn í hverjum mánuði, þannig að þau sem vinna í ferðaþjónustunni gætu metið stöðuna hverju sinni“. Þrátt fyrir að ferðamenn í janúar nú séu 35% fleiri en í sama mánuði í fyrra þá segir Guðfinna að fjöldi ferðamanna sé ekki markmið útaf fyrir sig. „Það er verðmætasköp- unin sem hlýst af greininni. Á allra síðustu mánuðum og misserum hefur hver ferðamaður verið að skilja minna eftir sig, sem er algjör- lega öfug þróun miðað við það sem við vildum sjá“. Hraður vöxtur óheilbrigður Svo hraður vöxtur eins og nú er í ferðaþjónustunni, er að sögn Guð- finnu óheilbrigður. „Ástandið er óheilbrigt í hverju sem er og þá þarf að staldra við, hugsa málið og reyna að átta sig á stöðunni. Ég held að það sé alveg gríðarlega mikilvægt verkefni sem ráðherrann hóf og þá með aðkomu greinarinnar, að staldra núna við og sjá hver staðan er og hvar við mögulega þurfum að herða róðurinn. – Hvernig getum við brugðist við ástandinu núna? „Það er aldrei skynsamlegt að hugsa að við getum lagað eitt- hvað hratt. Vissulega eru nokkrir þættir sem við verðum að taka okkur saman um. Við þurfum að selja og bjóða upp á eitthvað sem er einhvers virði fyrir ferðamann- inn. Huga vel að upplifun þeirra og reyna að fara ekki ódýrar leiðir. Við verðum að fara að lögum og gera eins vel við ferðamanninn og hægt er. Þá þarf að byggja upp þekkingu á meðal starfsfólks með menntun á staðnum eða formlegri menntun. Við þurfum að efla þekkingu starfs- fólks á greininni“. – Hvað er það mikilvægasta sem ferðaþjónustan getur gert í dag? „Það sem er mjög mikilvægt er hreinlega gestrisni og kurteisi. Upp- lifun ferðamanna er í raun nándin við þá sem eru að þjónusta. Ferða- þjónustan úti um allan heim þrífst á því að það sé gestrisni og þetta þægilega viðmót sem við viljum öll þegar við erum á ferðalögum. Við þurfum að huga að starfsmanna- málum eins vel og við getum og þjálfa starfsfólkið“. Þarf að skapa grundvöll til launahækkunar Eitt af þeim hættumerkjum sem eru í ferðaþjónustunni er að störf í henni eru ekki hálaunastörf og sú staða getur komið upp að ekki fáist fólk til að sinna ferðamönnum. Seðlabankinn spáir þenslu og þá vantar vinnuafl og það ekki óeðli- legt að vinnuaflið leiti þangað sem eru betri laun. „Þess vegna skiptir verðmætasköpun í greininni svo miklu máli til að við getum borgað hærri laun. Ef framleiðni vinnuafls eykst þá er það grundvöllur fyrir hærri launum. Við þurfum öll að hugsa um það saman hvernig við getum aukið verðmætasköpun í greininni“. Guðfinna segir tækifærin á Reykja- nesskaganum vera endalaus. Hér séu seglar sem dragi að ferðamenn. „Það þarf að halda áfram að skil- greina þá og gera þá fleiri. Við verðum að vera góðir sölumenn og við þurfum að selja eitthvað sem virði er í. Um leið og ferða- maðurinn upplifir eitthvað frábært, þá mun hann mögulega setja það á samfélagsmiðla og sú umsögn ferðast,“ segir Guðfinna og bendir á að samfélagsmiðlarnir séu besti miðillinn til að láta spyrjast út góða þjónustu og áhugaverða ferðaþjón- ustu. Hjónin Guðfinna Bjarnadóttir og Vil- hjálmur Kristjánsson ásamt Þuríði H. Aradóttur verkefnis- stjóra hjá Markaðs- stofu Reykjaness. Guðfinna Bjarnadóttir var með framsögu á fundi Markaðsstofu Suðurnesja í síðustu viku þar Guðfinna Bjarnadóttir á ættir sínar að rekja til Keflavíkur. Hún ræddi við sitt heimafólk á fund- inum í Duushúsum í síðustu viku. VF-myndir: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.